Óheppnin virðist elta Blikastúlkur þegar kemur að krossbandaslitum því það lítur út fyrir að Hildur Sif Hauksdóttir sé sjötti leikmaður kvennaliðs Breiðabliks á þremur árum sem slítur krossband í hné.
Jóna Kristín Hauksdóttir, systir Hildar, vekur athygli á þessarri ótúlegri staðreynd á twitter-síðu sinni í kvöld. Hún sleit sjálf krossband sumarið 2008.
Hildur Sif átti góða innkomu í Breiðabliksliðið síðasta sumar og skoraði þá 3 mörk í 14 leikjum en hún er fædd árið 1993.
Blikastúlkur sem hafa slitið krossbönd á síðustu árum:Ásta Einarsdóttir
Jóna Kristín Hauksóttir
Erna Björk Sigurðardóttir
Greta Mjöll Samúelsdóttir
Dagmar Arnardóttir.
Hildur Sif Hauksdóttir

