Gosmökkurinn frá gosstöðinni í Grímsvötnum mælist nú í um tíu kílómetra hæð, samkvæmt upplýsingum sem fengust hjá Veðurstofu Íslands. Mest var hæðin um 20 kílómetrar í gærkvöldi en síðan dró úr gosvirkninni. Gosmökkurinn mældist í 13-15 kílómetra hæð í hádeginu.
Stöðugur órói er á svæðinu og er um ræða smærri jarðskjálfta. Stærri skjálftar hafa ekki mælst frá því í gærkvöldi. Gosið í Grímsvötnum er öflugasta sprengigos sem orðið hefur í eldstöðinni í 100 ár.
Gosmökkurinn í 10 kílómetra hæð
