Magnús Tumi: Ómögulegt að spá fyrir um framhaldið 22. maí 2011 19:10 Mikill sprengikraftur hefur verið í eldgosinu í Grímsvötnum og þétt öskufall allt frá Kirkjubæjarklaustri að Skeiðarársandi. Þegar mest lét þeyttust allt að 20 þúsund tonn af gosefni á sekúndu frá eldstöðinni. Goskrafturinn hefur ívið dvínað í dag, en jarðvísindamenn segja ómögulegt að spá fyrir um framhaldið. Magnús Tumi Guðmundsson, jarðeðlisfræðingur, fór í könnunarflug ásamt fleiri vísindamönnum í dag. Hann segir kraftinn hafa ívið dvínað. „En það er samt verulega mikill. Varðandi magnið má reikna með því að þegar mest var hafi 10-20 þúsund tonn af gosefni verið að koma upp um gosopið," segir Magnús. Nokkrum klukkutímum eftir að gosið hófst tók aska að falla í byggð við sunnanverðan Vatnajökul, um fimmtíu kílómetrum frá gosstöðvunum. Mikið öskufall hefur verið frá gosinu og Vatnajökull öskugrár. Í gærkvöldi var einna mesta öskufallið kringum Kirkjubæjarklaustur. Engin eldstöð á Íslandi gýs jafn oft og Grímsvötn sem eru í vestanverðum Vatnajökli. Eldstöðin liggur undir jökli og samanstendur af þremur öskjum en meginaskjan sést úr lofti og er um 20 ferkílómetrar að stærð. Til samanburðar má nefna að Seltjarnarnes er 2 ferkílómetrar, meginaskja Grímsvatna er því 10 sinnum stærri. Vitað er um að minnsta kosti 60 gos í Grímsvötnum síðustu 800 ár, en annað eins gos hefur þó ekki sést hjá núlifandi mönnum. Um framhaldið segir Magnús Tumi: „Það má reikna með því að á fjórða degi fari verulega að draga úr gosinu miðað við fyrri eldgos." Næstu dagar eru því óljósir. Helstu fréttir Mest lesið Virðist alls ekki sjá eftir skvettunni Innlent Obama svarar ásökunum Trump og Gabbard um valdaránstilraun Erlent Ætlar að kæra skvettarann sem segir árásina „bara brandara“ Innlent Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Innlent „Íbúar eru einfaldlega komnir með nóg“ Innlent Karl Héðinn stígur til hliðar Innlent Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Innlent Sérsveitin handtók mann í Garðabæ Innlent Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Innlent Þingmaður telur að vísa ætti skvettaranum úr landi Innlent Fleiri fréttir Játaði gróft ofbeldi gegn eigin foreldrum og að hafa ekið á mann Þingmaður telur að vísa ætti skvettaranum úr landi Þyrlan sótti slasaðan einstakling í Skaftafell Gæsluvarðhald yfir sveðjumanni í Úlfarsárdal framlengt þriðja sinni Sjaldséður beinhákarl í Faxaflóa Sérsveitin handtók mann í Garðabæ „Íbúar eru einfaldlega komnir með nóg“ Einn handtekinn vegna frelsissviptingar í Árbæ Meirihluti vill banna sjókvíaeldi Almenn andstaða við sjókvíaeldi og neikvætt viðhorf til þéttingar byggðar „Þetta er grátt mál þó ég hafi ekki gert neitt rangt“ Ætlar að kæra skvettarann sem segir árásina „bara brandara“ Virðist alls ekki sjá eftir skvettunni Sökk í mýri við Stokkseyri Gosmóðan fýkur á brott Meirihluti landsmanna ánægður með söluna á Íslandsbanka Karl Héðinn stígur til hliðar 56 prósent landsmanna neikvæð gegn þéttingu byggðar Umferð beint um Þrengslin í dag Sjö í fangageymslum og þremur vísað úr kirkju Stöðug virkni í einum gíg og gosmengun spáð á Suðurlandi Ættingjar að verða fyrir hryllilegum ódæðum Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Bergþórshvoll brenndur á fjögurra daga Njáluhátíð Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Fyrsti konsertflygilinn í Skálholtskirkju vígður „Hvetjum fólk til þess að treysta okkur bara fyrir því“ Sækja mann sem datt af hestbaki Lögregla afþakkar þjónustu Skjaldar Íslands og Guðni boðar brennu Félagið Ísland-Palestína harmar skvettuna Sjá meira
Mikill sprengikraftur hefur verið í eldgosinu í Grímsvötnum og þétt öskufall allt frá Kirkjubæjarklaustri að Skeiðarársandi. Þegar mest lét þeyttust allt að 20 þúsund tonn af gosefni á sekúndu frá eldstöðinni. Goskrafturinn hefur ívið dvínað í dag, en jarðvísindamenn segja ómögulegt að spá fyrir um framhaldið. Magnús Tumi Guðmundsson, jarðeðlisfræðingur, fór í könnunarflug ásamt fleiri vísindamönnum í dag. Hann segir kraftinn hafa ívið dvínað. „En það er samt verulega mikill. Varðandi magnið má reikna með því að þegar mest var hafi 10-20 þúsund tonn af gosefni verið að koma upp um gosopið," segir Magnús. Nokkrum klukkutímum eftir að gosið hófst tók aska að falla í byggð við sunnanverðan Vatnajökul, um fimmtíu kílómetrum frá gosstöðvunum. Mikið öskufall hefur verið frá gosinu og Vatnajökull öskugrár. Í gærkvöldi var einna mesta öskufallið kringum Kirkjubæjarklaustur. Engin eldstöð á Íslandi gýs jafn oft og Grímsvötn sem eru í vestanverðum Vatnajökli. Eldstöðin liggur undir jökli og samanstendur af þremur öskjum en meginaskjan sést úr lofti og er um 20 ferkílómetrar að stærð. Til samanburðar má nefna að Seltjarnarnes er 2 ferkílómetrar, meginaskja Grímsvatna er því 10 sinnum stærri. Vitað er um að minnsta kosti 60 gos í Grímsvötnum síðustu 800 ár, en annað eins gos hefur þó ekki sést hjá núlifandi mönnum. Um framhaldið segir Magnús Tumi: „Það má reikna með því að á fjórða degi fari verulega að draga úr gosinu miðað við fyrri eldgos." Næstu dagar eru því óljósir.
Helstu fréttir Mest lesið Virðist alls ekki sjá eftir skvettunni Innlent Obama svarar ásökunum Trump og Gabbard um valdaránstilraun Erlent Ætlar að kæra skvettarann sem segir árásina „bara brandara“ Innlent Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Innlent „Íbúar eru einfaldlega komnir með nóg“ Innlent Karl Héðinn stígur til hliðar Innlent Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Innlent Sérsveitin handtók mann í Garðabæ Innlent Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Innlent Þingmaður telur að vísa ætti skvettaranum úr landi Innlent Fleiri fréttir Játaði gróft ofbeldi gegn eigin foreldrum og að hafa ekið á mann Þingmaður telur að vísa ætti skvettaranum úr landi Þyrlan sótti slasaðan einstakling í Skaftafell Gæsluvarðhald yfir sveðjumanni í Úlfarsárdal framlengt þriðja sinni Sjaldséður beinhákarl í Faxaflóa Sérsveitin handtók mann í Garðabæ „Íbúar eru einfaldlega komnir með nóg“ Einn handtekinn vegna frelsissviptingar í Árbæ Meirihluti vill banna sjókvíaeldi Almenn andstaða við sjókvíaeldi og neikvætt viðhorf til þéttingar byggðar „Þetta er grátt mál þó ég hafi ekki gert neitt rangt“ Ætlar að kæra skvettarann sem segir árásina „bara brandara“ Virðist alls ekki sjá eftir skvettunni Sökk í mýri við Stokkseyri Gosmóðan fýkur á brott Meirihluti landsmanna ánægður með söluna á Íslandsbanka Karl Héðinn stígur til hliðar 56 prósent landsmanna neikvæð gegn þéttingu byggðar Umferð beint um Þrengslin í dag Sjö í fangageymslum og þremur vísað úr kirkju Stöðug virkni í einum gíg og gosmengun spáð á Suðurlandi Ættingjar að verða fyrir hryllilegum ódæðum Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Bergþórshvoll brenndur á fjögurra daga Njáluhátíð Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Fyrsti konsertflygilinn í Skálholtskirkju vígður „Hvetjum fólk til þess að treysta okkur bara fyrir því“ Sækja mann sem datt af hestbaki Lögregla afþakkar þjónustu Skjaldar Íslands og Guðni boðar brennu Félagið Ísland-Palestína harmar skvettuna Sjá meira