Dökkt öskuský nálgast Reykjavík og allt lítur út fyrir að öskufall verði á höfuðborgarsvæðinu á næstu klukkustundum. Öskumökkurinn hefur þokast hratt vestur í dag vegna sterkra vinda úr norðaustri. Fyrr í dag náði öskuskýið til þéttbýliskjarna á Suðurlandi.
Þá hefur aska fallið á Akureyri, í Vaglaskógi og í Reykjanesbæ.

