Kolniðamyrkur á Kirkjubæjarklaustri: Ótrúlega furðuleg tilfinning Boði Logason skrifar 23. maí 2011 10:03 Guðmundur Vignir tók þessa mynd í morgun. Mikið myrkur er nú á Kirkjubæjarklaustri. Mynd/GVS „Ég held að enginn geri sér grein fyrir því hvernig það er að lenda í þessu, þetta er rosaleg upplifun," segir Guðmundur Vignir Steinsson, sem rekur N1 og Systrakaffi á Kirkjubæjarklaustri. Kolniðamyrkur er nú á Kirkjubæjarklaustri en mikil aska hefur fallið til jarðar eftir að eldgosið hófst í Grímsvötnum á laugardagskvöld. „Það hefur verið kolniðamyrkur frá því í gær, það birti reyndar til um klukkan fjögur síðdegis í gær en það hefur eiginlega bara verið myrkur frá því í gærkvöldi. Núna sé ég rétt út á bensíndæluna sem er bara nokkrum metrum frá húsinu," segir Guðmundur Vignir. Hann segir að mikið ryk og mikil drulla sé inni í veitingaskálnum. „Það var allt skúrað og þrifið hérna klukkan átta í morgun en það er allt orðið eins aftur, ef þú leggur puttann á hillu eða borð þá kemur far, þetta er algjör viðbjóður." Hann segir að það hafi verið furðuleg upplifun að vakna í morgun og ekki sjá nema nokkra metra fram fyrir sig. „Það lá við að maður sagði bara góða kvöldið við viðskiptavinina í morgun," segir hann og hlær. „Þetta er eins og að upplifa desembermánuð í endann maí, ótrúlega furðuleg tilfinning." Hann segir að það hafi ekki komið margir viðskiptavinir í búðina hjá sér síðan gosið hófst. „Það er náttúrlega mikið af björgunarsveitarliði sem kemur og við reynum að búa til samlokur og súpur handa þeim," segir hann að lokum. Helstu fréttir Mest lesið Segir afnám samsköttunar svik við kjósendur Innlent Kvikugangur frá Krýsuvík gæti náð inn í Heiðmörk Innlent Saka Bandaríkin um kúgun og svara fyrir sig Erlent Lýsa eftir Svövu Lydiu Innlent Belgískum prins synjað um félagslegar bætur Erlent Staðfestir veru úkraínskra hermanna í Belgorod Erlent Tíðir Esjufarar hryggir vegna örlaga Steins Innlent Guðmundur Árni sækist eftir endurkjöri Innlent Stjórnarandstaðan gekk á dyr: Tekist á um þingskjalið í beinni Innlent Tvímennir fangaklefar og frekara húsnæði til skoðunar til að leysa plássleysi Innlent Fleiri fréttir Vilja betri afkomutryggingu fyrir bændur sem verða fyrir uppskerutjóni Guðmundur Árni sækist eftir endurkjöri Segir afnám samsköttunar svik við kjósendur Tíðir Esjufarar hryggir vegna örlaga Steins Kvikugangur frá Krýsuvík gæti náð inn í Heiðmörk Tvímennir fangaklefar og frekara húsnæði til skoðunar til að leysa plássleysi Blés til skyndifundar vegna innflutnings gerviópíóða Stjórnarandstaðan gekk á dyr: Tekist á um þingskjalið í beinni Blóðbað, þingmenn ganga á dyr og ógnin við Reykjavík Forsetahjónin á leið til Noregs Lýsa eftir Svövu Lydiu Kristrún ein í framboði til formanns Bæjarstjóri og bæjarfulltrúi saka hvor aðra um brot á siðareglum „Það eru ekki skattahækkanir“ Hvalfjarðargöng lokuð vegna bilaðs bíls Áfrýja og stofna félag um réttinn til að mótmæla Munu ekki hlaupa síðustu metrana í Geirsgötu fyrr en 2026 Allir og amma þeirra keppast um að skilgreina „woke“ Borgarfulltrúi Pírata í veikindaleyfi Óvenjumargir sem sæta gæsluvarðhaldi í fangelsum landsins Ber ekki ábyrgð á tjóni stuðningsfulltrúa sem nemandi beitti ofbeldi Óbólusettir ættu að huga að sinni stöðu fyrir ferðalög „Sá merkasti sem ég hef nokkurn tímann kynnst“ Rauðir markaðir og yfirfull fangelsi Dæla tölvupóstum á ráðherra Segir stjórn sósíalista ræða „pólitískar hreinsanir“ fyrir flokksþing Segist afhjúpa sannleikann í „tengdamömmumálinu“ Bændur fá bætur fyrir hörmungasumarið í fyrra Björguðu dreng úr gjótu Kominn tími til að rapparar og áhrifavaldar axli ábyrgð Sjá meira
„Ég held að enginn geri sér grein fyrir því hvernig það er að lenda í þessu, þetta er rosaleg upplifun," segir Guðmundur Vignir Steinsson, sem rekur N1 og Systrakaffi á Kirkjubæjarklaustri. Kolniðamyrkur er nú á Kirkjubæjarklaustri en mikil aska hefur fallið til jarðar eftir að eldgosið hófst í Grímsvötnum á laugardagskvöld. „Það hefur verið kolniðamyrkur frá því í gær, það birti reyndar til um klukkan fjögur síðdegis í gær en það hefur eiginlega bara verið myrkur frá því í gærkvöldi. Núna sé ég rétt út á bensíndæluna sem er bara nokkrum metrum frá húsinu," segir Guðmundur Vignir. Hann segir að mikið ryk og mikil drulla sé inni í veitingaskálnum. „Það var allt skúrað og þrifið hérna klukkan átta í morgun en það er allt orðið eins aftur, ef þú leggur puttann á hillu eða borð þá kemur far, þetta er algjör viðbjóður." Hann segir að það hafi verið furðuleg upplifun að vakna í morgun og ekki sjá nema nokkra metra fram fyrir sig. „Það lá við að maður sagði bara góða kvöldið við viðskiptavinina í morgun," segir hann og hlær. „Þetta er eins og að upplifa desembermánuð í endann maí, ótrúlega furðuleg tilfinning." Hann segir að það hafi ekki komið margir viðskiptavinir í búðina hjá sér síðan gosið hófst. „Það er náttúrlega mikið af björgunarsveitarliði sem kemur og við reynum að búa til samlokur og súpur handa þeim," segir hann að lokum.
Helstu fréttir Mest lesið Segir afnám samsköttunar svik við kjósendur Innlent Kvikugangur frá Krýsuvík gæti náð inn í Heiðmörk Innlent Saka Bandaríkin um kúgun og svara fyrir sig Erlent Lýsa eftir Svövu Lydiu Innlent Belgískum prins synjað um félagslegar bætur Erlent Staðfestir veru úkraínskra hermanna í Belgorod Erlent Tíðir Esjufarar hryggir vegna örlaga Steins Innlent Guðmundur Árni sækist eftir endurkjöri Innlent Stjórnarandstaðan gekk á dyr: Tekist á um þingskjalið í beinni Innlent Tvímennir fangaklefar og frekara húsnæði til skoðunar til að leysa plássleysi Innlent Fleiri fréttir Vilja betri afkomutryggingu fyrir bændur sem verða fyrir uppskerutjóni Guðmundur Árni sækist eftir endurkjöri Segir afnám samsköttunar svik við kjósendur Tíðir Esjufarar hryggir vegna örlaga Steins Kvikugangur frá Krýsuvík gæti náð inn í Heiðmörk Tvímennir fangaklefar og frekara húsnæði til skoðunar til að leysa plássleysi Blés til skyndifundar vegna innflutnings gerviópíóða Stjórnarandstaðan gekk á dyr: Tekist á um þingskjalið í beinni Blóðbað, þingmenn ganga á dyr og ógnin við Reykjavík Forsetahjónin á leið til Noregs Lýsa eftir Svövu Lydiu Kristrún ein í framboði til formanns Bæjarstjóri og bæjarfulltrúi saka hvor aðra um brot á siðareglum „Það eru ekki skattahækkanir“ Hvalfjarðargöng lokuð vegna bilaðs bíls Áfrýja og stofna félag um réttinn til að mótmæla Munu ekki hlaupa síðustu metrana í Geirsgötu fyrr en 2026 Allir og amma þeirra keppast um að skilgreina „woke“ Borgarfulltrúi Pírata í veikindaleyfi Óvenjumargir sem sæta gæsluvarðhaldi í fangelsum landsins Ber ekki ábyrgð á tjóni stuðningsfulltrúa sem nemandi beitti ofbeldi Óbólusettir ættu að huga að sinni stöðu fyrir ferðalög „Sá merkasti sem ég hef nokkurn tímann kynnst“ Rauðir markaðir og yfirfull fangelsi Dæla tölvupóstum á ráðherra Segir stjórn sósíalista ræða „pólitískar hreinsanir“ fyrir flokksþing Segist afhjúpa sannleikann í „tengdamömmumálinu“ Bændur fá bætur fyrir hörmungasumarið í fyrra Björguðu dreng úr gjótu Kominn tími til að rapparar og áhrifavaldar axli ábyrgð Sjá meira