"Það er enginn spurning að Hannes kemur til með að styrkja FH-liðið. Hann hefur æft tölvuvert með okkur í vetur þannig að við vitum alveg hvað við erum að fá. Við væntum mikils af honum enda öflugur leikmaður," sagði Heimir Guðjónsson, þjálfari FH, um nýjasta liðsstyrkinn en Hannes Þ. Sigurðsson skrifaði undir samning við FH í dag.
Það hafa orðið talsverðar breytingar á FH-liðinu milli ára. Er Heimir ánægður með hvernig hefur gengið að púsla liðinu saman?
"Ég er mjög ánægður með hópinn og ég tel að við séum með sterkara lið í dag heldur en á sama tíma í fyrra. Það er meiri samkeppni og það þarf að vera samkeppni ef menn ætla að ná árangri. Við erum því sáttir í dag," sagði Heimir en er hann með meistaralið í höndunum?
"Það eru alltaf sömu áherslurnar í Krikanum. Við ætlum að keppa um þá titla sem eru í boði. Það breytist ekkert," sagði Heimir.
Heimir: Væntum mikils af Hannesi
Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Mest lesið


Bjarki um gjaldþrotið: „Þú ert niðurlægður á ákveðinn hátt“
Íslenski boltinn

Sádar eltast við þrjá framherja Liverpool
Enski boltinn




„Held að Víkingar hafi keypt rangan framherja úr HK“
Íslenski boltinn

Stúkan um Stjörnuna: „Er algjört kjaftæði“
Íslenski boltinn


ITV styður Ian Wright og gæti losað sig við Eni Aluko
Enski boltinn