Enginn áhugi á ferskum hugmyndum varðandi kynningu á Icesave Gunnar Skúli Ármannsson og Rakel Sigurgeirsdóttir skrifar 30. mars 2011 14:09 Það ætti að vera til marks um lýðræðisumbætur í samfélaginu að á rétt rúmu ári hafa verið haldnar hér tvær þjóðaratkvæðagreiðslur og sú þriðja er framundan. En er nóg að bjóða upp á þjóðaratkvæðagreiðslur eingöngu til að hægt sé að tala um lýðræðisumbætur? Þarf ekki að ganga alla leið og kynna það sem kjósendum er gefinn kostur á að velja um til að hægt sé að tala um raunverulegar lýðræðisumbætur? Íslenskir kjósendur fá tækifæri til að skera úr um nýju Icesave-lögin í þjóðaratkvæðagreiðslu þ. 9. apríl n.k. eða rétt rúmu ári eftir að þeir höfnuðu Icesave II. Nú eins og þá voru það réttlætissinnaðir eldhugar sem vinna að því í sjálfboðavinnu að upplýsa kjósendur um raunverulegt innihald og þýðingu samkomulagsins fyrir réttar- og efnahagsstöðu landsins. Eftir að forseti Íslands, Ólafur Ragnar Grímsson, vísaði Icesave III í þjóðaratkvæðagreiðslu hefur öflug grasrót unnið að því hörðum höndum að vekja upp málefnalega umræðu um ýmis spursmál, varðandi þetta samkomulag, um meintar skuldir ríkisstjóðs við innstæðutryggingakerfi Breta og Hollendinga vegna gjaldþrots Icesave-útibúanna í löndum þeirra. Ein hugmyndin sem kviknaði í því sambandi var að bjóða RUV samstarf við tvo fulltrúa sem stóðu að borgarafundum í kjölfar bankahrunsins; annar á Akureyri og hinn í Reykjavík. Í þessum tilgangi var dagskrárstjóra skrifað bréf þar sem hugmynd að borgarfundi var kynnt. Útvarpsstjóra ásamt innanríkis- og menntamálaráðherra svo og þingmanninum, Margréti Tryggvadóttur, var sent afrit af þessu bréfi. Í bréfinu, sem er dagsett þ. 8. mars sl., segir m.a: Hugmyndin er til komin fyrir það að mikið vantar upp á að þjóðin hafi verið upplýst um kosti og galla samningsins. Það vantar líka mikið upp á málefnalega og upplýsandi umræður um það hvaða hættur og hvaða ávinningar það eru sem skipta máli varðandi mismunandi afstöðu þeirra sem vilja hafna samningum og hinna sem vilja samþykkja hann. Það er skylda kjósenda að taka upplýsta ákvörðun varðandi þessar og aðrar kosningar en það er ekki síður skylda stjórnvalda að veita upplýsingar og gera þær aðgengilegar. Hvaða vettvangur er betur til þessa fallinn en einmitt Ríkissjónvarpið? Í framhaldinu er hugmyndin kynnt en í meginatriðum gengur hún út á það að í kjölfar stuttra framsöguerinda og enn styttra innleggs frá þátttakendum í pallborði, sem skiptist jafnt á milli já- og nei-sinna, fengju gestir í sjónvarpssal að varpa fram spurningum til framsögumanna og annarra í pallborðinu. Bréfritari óskaði eftir fundi með þeim sem hefðu með málið að gera ásamt fulltrúunum tveimur úr grasrótinni. Dagskrárstjóri RUV svaraði þessu erindi nær samstundis en benti á að málið væri ekki í hans höndum heldur fréttastjóra. Orðrétt segir Sigrún Stefánsdóttir: Ég veit að Óðinn Jónsson er búinn að búa til aðgerðaráætlun vegna málsins. Hann verður með tvo upptekna þætti, með og á móti og síðan umræðuþátt í sjónvarpssal á fimmtudegi fyrir kosningarnar. Síðan umfjöllun þegar niðurstaða liggur fyrir. Óðinn Jónsson, staðfesti þessi orð Sigrúnar í svarbréfi sínu nokkrum dögum síðar, þ.e. 11. mars sl., þar sem hann segir: RÚV verður með kynningu á þeim kostum sem þjóðin stendur frammi fyrir, bæði með sérstökum JÁ og NEI-þáttum og umræðuþætti í vikunni á undan atkvæðagreiðslunni. Þar að auki er fjallað sérstaklega um málið í tveimur fréttaskýringum á sunnudagskvöldum - næst á sunnudaginn kemur. Til viðbótar er umfjöllun í fréttum og dægurmálaþáttum. Fulltrúarnir sem settu sig í samband við yfirmenn RUV óskuðu eftir leyfi til að vitna í svör fréttastjórans sem ítrekar ofangreint enn frekar í svarbréfi sínu frá 28, mars sl. með þessum orðum: „Eins og fram hefur komið, þá annast RÚV sjálft málefnalega og vandaða kynningu á Icesave-málinu en felur það ekki öðrum." Nú er það sjónvarpsáhorfenda að meta það hvort þeim finnst Ríkissjónvarpið hafa staðið sig vel eða illa í því að upplýsa þá um gagnstæð sjónarmið já- og nei-sinna á málefnalegan og upplýsandi hátt eða hvort borgarafundur í sjónvarpssal með aðkomu grasrótarinnar sé heppilegur vettvangur til slíks. Í þessu sambandi er sanngjarnt að minna á að enn er rúm ein vika fram að þjóðaratkvæðagreiðslunni um nýju Icesave-lögin þ. 9. apríl n.k. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Icesave Mest lesið Árásir á gyðinga í skugga þjóðarmorðs Helen Ólafsdóttir Skoðun Íslenska er leiðinleg Nói Pétur Á Guðnason Skoðun „Quiet, piggy“ Harpa Kristbergsdóttir Skoðun Um ólaunaða vinnu, velsæld og nýja sýn á hagkerfið Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Kjósið reið og óupplýst! Ragnheiður Kristín Finnbogadóttir Skoðun Réttar upplýsingar um rekstur og fjármögnun RÚV Stefán Eiríksson,Björn Þór Hermannsson Skoðun Þrjú slys á sama stað en svarið er: Það er allt í lagi hér! Róbert Ragnarsson Skoðun Hverjum voru ráðherrann og RÚV að refsa? Júlíus Valsson Skoðun Ísland er ekki í hópi þeirra sem standa sig best í loftslagsmálum Eyþór Eðvarðsson Skoðun Skoðun Skoðun Hverjum voru ráðherrann og RÚV að refsa? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Íslenska er leiðinleg Nói Pétur Á Guðnason skrifar Skoðun Þrjú slys á sama stað en svarið er: Það er allt í lagi hér! Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Réttar upplýsingar um rekstur og fjármögnun RÚV Stefán Eiríksson,Björn Þór Hermannsson skrifar Skoðun Kjósið reið og óupplýst! Ragnheiður Kristín Finnbogadóttir skrifar Skoðun Ekkert barn á Íslandi á að búa við fátækt Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Árásir á gyðinga í skugga þjóðarmorðs Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Hundrað doktorsgráður Ólafur Eysteinn Sigurjónsson skrifar Skoðun EES: ekki slagorð — heldur réttindi Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Skoðun Að þjóna íþróttum Rögnvaldur Hreiðarsson skrifar Skoðun „Quiet, piggy“ Harpa Kristbergsdóttir skrifar Skoðun Ísland er ekki í hópi þeirra sem standa sig best í loftslagsmálum Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Ísland, öryggi og almennur viðbúnaður Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Um ólaunaða vinnu, velsæld og nýja sýn á hagkerfið Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Leysum húsnæðisvandann Guðjón Sigurbjartsson skrifar Skoðun Hugleiðing um jól, fæðingu Krists og inngilding á Íslandi Nicole Leigh Mosty skrifar Skoðun Betri en við höldum Hjálmar Gíslason skrifar Skoðun Draumurinn um ESB-samning er uppgjöf – Ekki fórna framtíðinni fyrir falsöryggi Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Setjum við Ísland í fyrsta sæti? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Skattahækkanir í felum – árás á heimilin Lóa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Að fyrirgefa sjálfum sér Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Hér starfa líka (alls konar) konur Selma Svavarsdóttir skrifar Skoðun Kílómetragjald í blindgötu – þegar stjórnvöld misskilja ferðaþjónustuna Þórir Garðarsson skrifar Skoðun 5 vaxtalækkanir á einu ári Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Falskur finnst mér tónninn Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Treystir Viðreisn þjóðinni í raun? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þingmaður með hálfsannleik um voffann Úffa Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Allt fyrir ekkert – eða ekkert fyrir allt? Eggert Sigurbergsson skrifar Sjá meira
Það ætti að vera til marks um lýðræðisumbætur í samfélaginu að á rétt rúmu ári hafa verið haldnar hér tvær þjóðaratkvæðagreiðslur og sú þriðja er framundan. En er nóg að bjóða upp á þjóðaratkvæðagreiðslur eingöngu til að hægt sé að tala um lýðræðisumbætur? Þarf ekki að ganga alla leið og kynna það sem kjósendum er gefinn kostur á að velja um til að hægt sé að tala um raunverulegar lýðræðisumbætur? Íslenskir kjósendur fá tækifæri til að skera úr um nýju Icesave-lögin í þjóðaratkvæðagreiðslu þ. 9. apríl n.k. eða rétt rúmu ári eftir að þeir höfnuðu Icesave II. Nú eins og þá voru það réttlætissinnaðir eldhugar sem vinna að því í sjálfboðavinnu að upplýsa kjósendur um raunverulegt innihald og þýðingu samkomulagsins fyrir réttar- og efnahagsstöðu landsins. Eftir að forseti Íslands, Ólafur Ragnar Grímsson, vísaði Icesave III í þjóðaratkvæðagreiðslu hefur öflug grasrót unnið að því hörðum höndum að vekja upp málefnalega umræðu um ýmis spursmál, varðandi þetta samkomulag, um meintar skuldir ríkisstjóðs við innstæðutryggingakerfi Breta og Hollendinga vegna gjaldþrots Icesave-útibúanna í löndum þeirra. Ein hugmyndin sem kviknaði í því sambandi var að bjóða RUV samstarf við tvo fulltrúa sem stóðu að borgarafundum í kjölfar bankahrunsins; annar á Akureyri og hinn í Reykjavík. Í þessum tilgangi var dagskrárstjóra skrifað bréf þar sem hugmynd að borgarfundi var kynnt. Útvarpsstjóra ásamt innanríkis- og menntamálaráðherra svo og þingmanninum, Margréti Tryggvadóttur, var sent afrit af þessu bréfi. Í bréfinu, sem er dagsett þ. 8. mars sl., segir m.a: Hugmyndin er til komin fyrir það að mikið vantar upp á að þjóðin hafi verið upplýst um kosti og galla samningsins. Það vantar líka mikið upp á málefnalega og upplýsandi umræður um það hvaða hættur og hvaða ávinningar það eru sem skipta máli varðandi mismunandi afstöðu þeirra sem vilja hafna samningum og hinna sem vilja samþykkja hann. Það er skylda kjósenda að taka upplýsta ákvörðun varðandi þessar og aðrar kosningar en það er ekki síður skylda stjórnvalda að veita upplýsingar og gera þær aðgengilegar. Hvaða vettvangur er betur til þessa fallinn en einmitt Ríkissjónvarpið? Í framhaldinu er hugmyndin kynnt en í meginatriðum gengur hún út á það að í kjölfar stuttra framsöguerinda og enn styttra innleggs frá þátttakendum í pallborði, sem skiptist jafnt á milli já- og nei-sinna, fengju gestir í sjónvarpssal að varpa fram spurningum til framsögumanna og annarra í pallborðinu. Bréfritari óskaði eftir fundi með þeim sem hefðu með málið að gera ásamt fulltrúunum tveimur úr grasrótinni. Dagskrárstjóri RUV svaraði þessu erindi nær samstundis en benti á að málið væri ekki í hans höndum heldur fréttastjóra. Orðrétt segir Sigrún Stefánsdóttir: Ég veit að Óðinn Jónsson er búinn að búa til aðgerðaráætlun vegna málsins. Hann verður með tvo upptekna þætti, með og á móti og síðan umræðuþátt í sjónvarpssal á fimmtudegi fyrir kosningarnar. Síðan umfjöllun þegar niðurstaða liggur fyrir. Óðinn Jónsson, staðfesti þessi orð Sigrúnar í svarbréfi sínu nokkrum dögum síðar, þ.e. 11. mars sl., þar sem hann segir: RÚV verður með kynningu á þeim kostum sem þjóðin stendur frammi fyrir, bæði með sérstökum JÁ og NEI-þáttum og umræðuþætti í vikunni á undan atkvæðagreiðslunni. Þar að auki er fjallað sérstaklega um málið í tveimur fréttaskýringum á sunnudagskvöldum - næst á sunnudaginn kemur. Til viðbótar er umfjöllun í fréttum og dægurmálaþáttum. Fulltrúarnir sem settu sig í samband við yfirmenn RUV óskuðu eftir leyfi til að vitna í svör fréttastjórans sem ítrekar ofangreint enn frekar í svarbréfi sínu frá 28, mars sl. með þessum orðum: „Eins og fram hefur komið, þá annast RÚV sjálft málefnalega og vandaða kynningu á Icesave-málinu en felur það ekki öðrum." Nú er það sjónvarpsáhorfenda að meta það hvort þeim finnst Ríkissjónvarpið hafa staðið sig vel eða illa í því að upplýsa þá um gagnstæð sjónarmið já- og nei-sinna á málefnalegan og upplýsandi hátt eða hvort borgarafundur í sjónvarpssal með aðkomu grasrótarinnar sé heppilegur vettvangur til slíks. Í þessu sambandi er sanngjarnt að minna á að enn er rúm ein vika fram að þjóðaratkvæðagreiðslunni um nýju Icesave-lögin þ. 9. apríl n.k.
Um ólaunaða vinnu, velsæld og nýja sýn á hagkerfið Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir Skoðun
Skoðun Réttar upplýsingar um rekstur og fjármögnun RÚV Stefán Eiríksson,Björn Þór Hermannsson skrifar
Skoðun Um ólaunaða vinnu, velsæld og nýja sýn á hagkerfið Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar
Skoðun Draumurinn um ESB-samning er uppgjöf – Ekki fórna framtíðinni fyrir falsöryggi Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Kílómetragjald í blindgötu – þegar stjórnvöld misskilja ferðaþjónustuna Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar
Um ólaunaða vinnu, velsæld og nýja sýn á hagkerfið Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir Skoðun