Heilagra manna sögur Þröstur Ólafsson skrifar 31. mars 2011 06:00 Mig rak í rogastans þegar ég las greinarstúf eftir nokkra þekkta lögmenn sem skírskotuðu til þess í málflutningi sínum að það væri „helgur réttur“ okkar að láta reyna á það til hins ítrasta, hvort okkur bæri að greiða Icesave (Fréttablaðið 19. mars sl.). Þegar rök þrjóta og lögmenn þurfa að grípa til trúarlegra orðtaka til að réttlæta málstað sinn, þá er kominn tími til að staldra við. Notkun hugtaka úr trúarbrögðum í pólitískri orðræðu ber ekki bara vott um rökþurrð heldur einnig að viðkomandi vilji færa umræðuna yfir á hugmyndaheim trúarbragða, þar sem trúarsetningar koma í staðinn fyrir rök. Þjóðfélagsumræðan fer ekki lengur fram á veraldlegum rökum heldur trúarlegum. Menn flytja umræðuna aftur fyrir öld upplýsingarinnar. Þar sem rök verða ekki færð fyrir því, hvað eru helg réttindi að hvaða réttindi eru óhelg, nýta menn gjarnan orðið helgur til að koma málstað sínum á ósnertanlegan stall. Sá sem véfengir eða afneitar helgum rétti er drottinsvikari. Mestu hryðjuverk nútímans eru framkvæmd í nafni helgra dóma eða heilags réttar. Meira þarf ekki til. Það réttlætir allt, jafnvel hungur, þjáningar og dauða. Ítrustu kröfur eru orðnar að helgum rétti. Í okkar tilfelli einnig að mestri áhættu. Útrásarvíkingarnir svokölluðu tóku alltaf stærstu áhætturnar. Þeir komu okkur á vonarvöl. Í afar góðum útvarpsþætti nú á sunnudagsmorgni sagði Jónas Jónasson frá heimsókn sinni og viðtali við írskan rithöfund í miðri borgarastyrjöld á Norður-Írlandi. Samtal þeirra barst að átökunum og hvað þyrfti til að þeim lyki. Þá sagði sá írski efnislega eitthvað á þessa leið: Sennilega þurfum við að þjást meira og lengur. Kannski þurfa mæður að bera sundurskotna syni sína á tröppur þinghússins til að stjórnmálamenn átti sig á því að gera þarf málamiðlanir og semja. Siðaðir menn semja, hinir slást. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Icesave Þröstur Ólafsson Mest lesið Tala aldrei um annað en vextina Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Akranes hefur vaxið hratt – nú er tími til að hlúa að fólkinu Liv Åse Skarstad Skoðun Stefán Einar og helfarirnar Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Er íslenskan sjálfsagt mál? Logi Einarsson Skoðun 109 milljarða kostnaður sem fyrirtækin greiða ekki Sigurpáll Ingibergsson Skoðun Þeytivinda í sundlaugina og börnin að heiman Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun 96,7 prósent spila án vandkvæða Sigurður G. Guðjónsson Skoðun Hver ákveður hver tilheyrir – og hvenær? Jasmina Vajzović Skoðun Smiðurinn, spegillinn og brunarústirnar Davíð Bergmann Skoðun Stafræn sjálfstæðisbarátta Íslands á 21. öldinni. Tungan, sagan og menningin undir Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun 96,7 prósent spila án vandkvæða Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Smiðurinn, spegillinn og brunarústirnar Davíð Bergmann skrifar Skoðun 109 milljarða kostnaður sem fyrirtækin greiða ekki Sigurpáll Ingibergsson skrifar Skoðun Hver ákveður hver tilheyrir – og hvenær? Jasmina Vajzović skrifar Skoðun Er íslenskan sjálfsagt mál? Logi Einarsson skrifar Skoðun Stafræn sjálfstæðisbarátta Íslands á 21. öldinni. Tungan, sagan og menningin undir Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Tala aldrei um annað en vextina Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Akranes hefur vaxið hratt – nú er tími til að hlúa að fólkinu Liv Åse Skarstad skrifar Skoðun Þeytivinda í sundlaugina og börnin að heiman Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Enga skammsýni í skammdeginu Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Þegar barn verður fyrir kynferðisofbeldi Indíana Rós Ægisdóttir skrifar Skoðun Skattfrjáls ráðstöfun séreignarsparnaðar – fyrir alla! Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Stefán Einar og helfarirnar Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Bréf til varnar Hamlet eftir Kolfinnu Nikulásdóttur Björg Steinunn Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Skaðabótalög – tímabærar breytingar Styrmir Gunnarsson,Sveinbjörn Claessen skrifar Skoðun Hvers vegna? Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Fúsk við mannvirkjagerð þarf ekki að viðgangast Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Reykjalundur á tímamótum Sveinn Guðmundsson skrifar Skoðun Bættar samgöngur og betra samfélag í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Áhyggjur af breytingum á eftirliti með mannvirkjagerð og faggilding Ágúst Jónsson skrifar Skoðun Snjall notandi, snjallari gervigreind Agnar Burgess skrifar Skoðun Ráð gegn óhugsandi áhættu Hafsteinn Hauksson,Reynir Smári Atlason skrifar Skoðun Forysta í sjálfbærni á bakslagstímum: Sterk gildi eru enn mikilvægari en áður Dr. Andreas Rasche skrifar Skoðun Fimm ára afmæli Batahúss Agnar Bragason skrifar Skoðun Takk! Borghildur Fjóla Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Íslandsklukkan: Markleysa frá upphafi Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Um stöðu íslenskukennslu á Íslandi Kjartan Jónsson skrifar Skoðun Gasa: Löng og torfarin leið til endurreisnar Philippe Lazzarini skrifar Skoðun Pops áttu p? Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin hækkar leigu stúdenta Arent Orri J. Claessen,Viktor Pétur Finnsson skrifar Sjá meira
Mig rak í rogastans þegar ég las greinarstúf eftir nokkra þekkta lögmenn sem skírskotuðu til þess í málflutningi sínum að það væri „helgur réttur“ okkar að láta reyna á það til hins ítrasta, hvort okkur bæri að greiða Icesave (Fréttablaðið 19. mars sl.). Þegar rök þrjóta og lögmenn þurfa að grípa til trúarlegra orðtaka til að réttlæta málstað sinn, þá er kominn tími til að staldra við. Notkun hugtaka úr trúarbrögðum í pólitískri orðræðu ber ekki bara vott um rökþurrð heldur einnig að viðkomandi vilji færa umræðuna yfir á hugmyndaheim trúarbragða, þar sem trúarsetningar koma í staðinn fyrir rök. Þjóðfélagsumræðan fer ekki lengur fram á veraldlegum rökum heldur trúarlegum. Menn flytja umræðuna aftur fyrir öld upplýsingarinnar. Þar sem rök verða ekki færð fyrir því, hvað eru helg réttindi að hvaða réttindi eru óhelg, nýta menn gjarnan orðið helgur til að koma málstað sínum á ósnertanlegan stall. Sá sem véfengir eða afneitar helgum rétti er drottinsvikari. Mestu hryðjuverk nútímans eru framkvæmd í nafni helgra dóma eða heilags réttar. Meira þarf ekki til. Það réttlætir allt, jafnvel hungur, þjáningar og dauða. Ítrustu kröfur eru orðnar að helgum rétti. Í okkar tilfelli einnig að mestri áhættu. Útrásarvíkingarnir svokölluðu tóku alltaf stærstu áhætturnar. Þeir komu okkur á vonarvöl. Í afar góðum útvarpsþætti nú á sunnudagsmorgni sagði Jónas Jónasson frá heimsókn sinni og viðtali við írskan rithöfund í miðri borgarastyrjöld á Norður-Írlandi. Samtal þeirra barst að átökunum og hvað þyrfti til að þeim lyki. Þá sagði sá írski efnislega eitthvað á þessa leið: Sennilega þurfum við að þjást meira og lengur. Kannski þurfa mæður að bera sundurskotna syni sína á tröppur þinghússins til að stjórnmálamenn átti sig á því að gera þarf málamiðlanir og semja. Siðaðir menn semja, hinir slást.
Stafræn sjálfstæðisbarátta Íslands á 21. öldinni. Tungan, sagan og menningin undir Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun
Skoðun Stafræn sjálfstæðisbarátta Íslands á 21. öldinni. Tungan, sagan og menningin undir Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Forysta í sjálfbærni á bakslagstímum: Sterk gildi eru enn mikilvægari en áður Dr. Andreas Rasche skrifar
Stafræn sjálfstæðisbarátta Íslands á 21. öldinni. Tungan, sagan og menningin undir Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun