Heilagra manna sögur Þröstur Ólafsson skrifar 31. mars 2011 06:00 Mig rak í rogastans þegar ég las greinarstúf eftir nokkra þekkta lögmenn sem skírskotuðu til þess í málflutningi sínum að það væri „helgur réttur“ okkar að láta reyna á það til hins ítrasta, hvort okkur bæri að greiða Icesave (Fréttablaðið 19. mars sl.). Þegar rök þrjóta og lögmenn þurfa að grípa til trúarlegra orðtaka til að réttlæta málstað sinn, þá er kominn tími til að staldra við. Notkun hugtaka úr trúarbrögðum í pólitískri orðræðu ber ekki bara vott um rökþurrð heldur einnig að viðkomandi vilji færa umræðuna yfir á hugmyndaheim trúarbragða, þar sem trúarsetningar koma í staðinn fyrir rök. Þjóðfélagsumræðan fer ekki lengur fram á veraldlegum rökum heldur trúarlegum. Menn flytja umræðuna aftur fyrir öld upplýsingarinnar. Þar sem rök verða ekki færð fyrir því, hvað eru helg réttindi að hvaða réttindi eru óhelg, nýta menn gjarnan orðið helgur til að koma málstað sínum á ósnertanlegan stall. Sá sem véfengir eða afneitar helgum rétti er drottinsvikari. Mestu hryðjuverk nútímans eru framkvæmd í nafni helgra dóma eða heilags réttar. Meira þarf ekki til. Það réttlætir allt, jafnvel hungur, þjáningar og dauða. Ítrustu kröfur eru orðnar að helgum rétti. Í okkar tilfelli einnig að mestri áhættu. Útrásarvíkingarnir svokölluðu tóku alltaf stærstu áhætturnar. Þeir komu okkur á vonarvöl. Í afar góðum útvarpsþætti nú á sunnudagsmorgni sagði Jónas Jónasson frá heimsókn sinni og viðtali við írskan rithöfund í miðri borgarastyrjöld á Norður-Írlandi. Samtal þeirra barst að átökunum og hvað þyrfti til að þeim lyki. Þá sagði sá írski efnislega eitthvað á þessa leið: Sennilega þurfum við að þjást meira og lengur. Kannski þurfa mæður að bera sundurskotna syni sína á tröppur þinghússins til að stjórnmálamenn átti sig á því að gera þarf málamiðlanir og semja. Siðaðir menn semja, hinir slást. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Icesave Þröstur Ólafsson Mest lesið Bakslag í skoðanafrelsi? Kári Allansson Skoðun Hataðu mig af því að ég er í Viðreisn, ekki af því að ég er hommi Oddgeir Georgsson Skoðun Þegar skoðanir drepa samtalið Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Þreytt og drullug börn Guðmundur Finnbogason Skoðun Leysum heimatilbúinn vanda á húsnæðismarkaði Jóhanna Klara Stefánsdóttir Skoðun Fyrirhugað böl við Bústaðaveg og Blesugróf Sveinn Þórhallsson Skoðun Margföldun þjóðarverðmæta: Meira virði úr sömu orku Árni Sigurðsson Skoðun Við þurfum að tala saman Páll Rafnar Þorsteinsson Skoðun Fjölbreytt námsmat Steinn Jóhannsson Skoðun Að þvælast fyrir atvinnurekstri - á þeim forsendum sem henta Ólafur Stephensen Skoðun Skoðun Skoðun Þreytt og drullug börn Guðmundur Finnbogason skrifar Skoðun Betri kvikmyndaskóli Þór Pálsson skrifar Skoðun Fyrirhugað böl við Bústaðaveg og Blesugróf Sveinn Þórhallsson skrifar Skoðun Fjölbreytt námsmat Steinn Jóhannsson skrifar Skoðun Að þvælast fyrir atvinnurekstri - á þeim forsendum sem henta Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Margföldun þjóðarverðmæta: Meira virði úr sömu orku Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Ábyrg umfjöllun um sjálfsvíg – erum við öll ritstjórar? Guðrún Jóna Guðlaugsdóttir,Tómas Kristjánsson skrifar Skoðun Þegar skoðanir drepa samtalið Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Leysum heimatilbúinn vanda á húsnæðismarkaði Jóhanna Klara Stefánsdóttir skrifar Skoðun Við þurfum að tala saman Páll Rafnar Þorsteinsson skrifar Skoðun Veðmál í fótbolta – aðgerðir áður en skaðinn verður Birgir Jóhannsson skrifar Skoðun Hataðu mig af því að ég er í Viðreisn, ekki af því að ég er hommi Oddgeir Georgsson skrifar Skoðun Símafrí á skólatíma Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Ömurlegur fyrri hálfleikur – en er enn von? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Vitund, virðing og von: Jafningjastuðningur í brennidepli Nína Eck skrifar Skoðun Hingað og ekki lengra – Um þögnina sem styður ofbeldi Halldóra Sigríður Sveinsdóttir skrifar Skoðun Ein saga af sextíu þúsund Halldór Ísak Ólafsson skrifar Skoðun Að láta mata sig er svo þægilegt Björn Ólafsson skrifar Skoðun Nýjar reglur um réttindi fólks í ráðningarsambandi Ingvar Sverrisson skrifar Skoðun Ofbeldi í skólum: Áskoranir og leiðir til lausna Soffía Ámundadóttir skrifar Skoðun Bakslag í skoðanafrelsi? Kári Allansson skrifar Skoðun Eplin í andlitshæð Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Bataskólinn – fyrir þig? Guðný Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Sanna er rödd félagshyggju, réttlætis og jöfnuðar! Laufey Líndal Ólafsdóttir,Sara Stef. Hildardóttir skrifar Skoðun Boðsferð Landsvirkjunar Stefán Georgsson skrifar Skoðun Samstarf um loftslagsmál og grænar lausnir Sigurður Hannesson,Nótt Thorberg skrifar Skoðun Ástin er falleg Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Líknarmeðferð og dánaraðstoð eru ekki andstæður heldur nauðsynleg umræðuefni Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Grunnstoðir sveitarfélagsins efldar til muna Sandra Sigurðardóttir skrifar Skoðun Laugarnestangi - til allrar framtíðar Líf Magneudóttir skrifar Sjá meira
Mig rak í rogastans þegar ég las greinarstúf eftir nokkra þekkta lögmenn sem skírskotuðu til þess í málflutningi sínum að það væri „helgur réttur“ okkar að láta reyna á það til hins ítrasta, hvort okkur bæri að greiða Icesave (Fréttablaðið 19. mars sl.). Þegar rök þrjóta og lögmenn þurfa að grípa til trúarlegra orðtaka til að réttlæta málstað sinn, þá er kominn tími til að staldra við. Notkun hugtaka úr trúarbrögðum í pólitískri orðræðu ber ekki bara vott um rökþurrð heldur einnig að viðkomandi vilji færa umræðuna yfir á hugmyndaheim trúarbragða, þar sem trúarsetningar koma í staðinn fyrir rök. Þjóðfélagsumræðan fer ekki lengur fram á veraldlegum rökum heldur trúarlegum. Menn flytja umræðuna aftur fyrir öld upplýsingarinnar. Þar sem rök verða ekki færð fyrir því, hvað eru helg réttindi að hvaða réttindi eru óhelg, nýta menn gjarnan orðið helgur til að koma málstað sínum á ósnertanlegan stall. Sá sem véfengir eða afneitar helgum rétti er drottinsvikari. Mestu hryðjuverk nútímans eru framkvæmd í nafni helgra dóma eða heilags réttar. Meira þarf ekki til. Það réttlætir allt, jafnvel hungur, þjáningar og dauða. Ítrustu kröfur eru orðnar að helgum rétti. Í okkar tilfelli einnig að mestri áhættu. Útrásarvíkingarnir svokölluðu tóku alltaf stærstu áhætturnar. Þeir komu okkur á vonarvöl. Í afar góðum útvarpsþætti nú á sunnudagsmorgni sagði Jónas Jónasson frá heimsókn sinni og viðtali við írskan rithöfund í miðri borgarastyrjöld á Norður-Írlandi. Samtal þeirra barst að átökunum og hvað þyrfti til að þeim lyki. Þá sagði sá írski efnislega eitthvað á þessa leið: Sennilega þurfum við að þjást meira og lengur. Kannski þurfa mæður að bera sundurskotna syni sína á tröppur þinghússins til að stjórnmálamenn átti sig á því að gera þarf málamiðlanir og semja. Siðaðir menn semja, hinir slást.
Skoðun Ábyrg umfjöllun um sjálfsvíg – erum við öll ritstjórar? Guðrún Jóna Guðlaugsdóttir,Tómas Kristjánsson skrifar
Skoðun Sanna er rödd félagshyggju, réttlætis og jöfnuðar! Laufey Líndal Ólafsdóttir,Sara Stef. Hildardóttir skrifar
Skoðun Líknarmeðferð og dánaraðstoð eru ekki andstæður heldur nauðsynleg umræðuefni Ingrid Kuhlman skrifar