Á barnið mitt að borga Icesave III? Þôrhallur Hákonarson skrifar 28. mars 2011 08:58 Ég eignaðist mitt annað barn fyrir nokkrum dögum. Fimm dögum síðar fór ég með barnið í skoðun á Landspítalanum. Þetta væri nú ekki í frásögur færandi á þessum síðum nema vegna þess að á meðan barnalæknirinn er að skoðaði barnið og upplýsa stolta foreldrana um að barnið sé alheilbrigt og á allan hátt til fyrirmyndar, þá spyr hann okkur, hvort við ætlum að láta þetta barn axla byrðarnar af Icesave. Aldrei þessu vant varð ég kjaftstopp, ég hafði bara ekki gert ráð fyrir þessu umræðuefni við þessar kringumstæður. Að venju varð frúin sneggri til og svaraði því til að við værum að hugsa um að kjósa með Icesave í þetta skiptið. Læknirinn sagði þá (eins og hann væri að tala við barnið) að foreldrarnir ætluðu að láta hana borga. Ég er ekki lögfræðingur og get því litlu bætt við um hvort okkur beri skylda til að greiða Icesave-reikningana frá lagalegu sjónarmiði. Ég veit þó af reynslu af fyrri störfum mínum að ef mögulegt er að semja á viðunandi hátt þá er það besta lausnin því maður skal aldrei gefa sér niðurstöðu dómstóla fyrirfram. Ég var á móti Icesave I og II. Ég taldi þá samninga vonda. Það var sama hvað Þórólfur Matthíasson og félagar reyndu að sannfæra almenning um að þessir samningar væru góðir og vextirnir sanngjarnir; það var ekki möguleiki að þá samninga myndi ég samþykkja. Kostnaðurinn var einfaldlega of hár og áhættan of mikil til að vega upp ábatann. Öðru máli gegnir um Icesave III. Þegar ég skoða hagsmunina sem eru í húfi er matið einfalt. Hvað kostar það íslenskt þjóðarbú að halda áfram með málið í hugsanlega 3-4 ár fyrir dómstólum með tilheyrandi stöðnun og/eða samdrætti á meðan, þótt málið vinnist á endanum? Það sparast um 35 milljarðar ef málið vinnst en tapast hugsanlega yfir 600 milljarðar. Það sem endanlega gerir upp hug minn er það að ef samþykkt Icesave III verður til þess að umfram hagvöxtur eykst um 0,6% á ári næstu fjögur árin (þ.e. umfram það sem annars hefði orðið) þá mun samningurinn borga sig sjálfur. Ávinningurinn af því að samþykkja samninginn á móti áhættunni og kostnaðinum af því að bíða eftir niðurstöðu er slíkur að ég kýs með Icesave III með hagsmuni barnanna minna í huga. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Icesave Mest lesið Bakslag í skoðanafrelsi? Kári Allansson Skoðun Hataðu mig af því að ég er í Viðreisn, ekki af því að ég er hommi Oddgeir Georgsson Skoðun Þegar skoðanir drepa samtalið Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Þreytt og drullug börn Guðmundur Finnbogason Skoðun Leysum heimatilbúinn vanda á húsnæðismarkaði Jóhanna Klara Stefánsdóttir Skoðun Fyrirhugað böl við Bústaðaveg og Blesugróf Sveinn Þórhallsson Skoðun Við þurfum að tala saman Páll Rafnar Þorsteinsson Skoðun Margföldun þjóðarverðmæta: Meira virði úr sömu orku Árni Sigurðsson Skoðun Fjölbreytt námsmat Steinn Jóhannsson Skoðun Að þvælast fyrir atvinnurekstri - á þeim forsendum sem henta Ólafur Stephensen Skoðun Skoðun Skoðun Útgerðin skuldar okkur skýringar Guðmundur Helgi Þórarinsson skrifar Skoðun Þreytt og drullug börn Guðmundur Finnbogason skrifar Skoðun Betri kvikmyndaskóli Þór Pálsson skrifar Skoðun Fyrirhugað böl við Bústaðaveg og Blesugróf Sveinn Þórhallsson skrifar Skoðun Fjölbreytt námsmat Steinn Jóhannsson skrifar Skoðun Að þvælast fyrir atvinnurekstri - á þeim forsendum sem henta Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Margföldun þjóðarverðmæta: Meira virði úr sömu orku Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Ábyrg umfjöllun um sjálfsvíg – erum við öll ritstjórar? Guðrún Jóna Guðlaugsdóttir,Tómas Kristjánsson skrifar Skoðun Þegar skoðanir drepa samtalið Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Leysum heimatilbúinn vanda á húsnæðismarkaði Jóhanna Klara Stefánsdóttir skrifar Skoðun Við þurfum að tala saman Páll Rafnar Þorsteinsson skrifar Skoðun Veðmál í fótbolta – aðgerðir áður en skaðinn verður Birgir Jóhannsson skrifar Skoðun Hataðu mig af því að ég er í Viðreisn, ekki af því að ég er hommi Oddgeir Georgsson skrifar Skoðun Símafrí á skólatíma Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Ömurlegur fyrri hálfleikur – en er enn von? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Vitund, virðing og von: Jafningjastuðningur í brennidepli Nína Eck skrifar Skoðun Hingað og ekki lengra – Um þögnina sem styður ofbeldi Halldóra Sigríður Sveinsdóttir skrifar Skoðun Ein saga af sextíu þúsund Halldór Ísak Ólafsson skrifar Skoðun Að láta mata sig er svo þægilegt Björn Ólafsson skrifar Skoðun Nýjar reglur um réttindi fólks í ráðningarsambandi Ingvar Sverrisson skrifar Skoðun Ofbeldi í skólum: Áskoranir og leiðir til lausna Soffía Ámundadóttir skrifar Skoðun Bakslag í skoðanafrelsi? Kári Allansson skrifar Skoðun Eplin í andlitshæð Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Bataskólinn – fyrir þig? Guðný Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Sanna er rödd félagshyggju, réttlætis og jöfnuðar! Laufey Líndal Ólafsdóttir,Sara Stef. Hildardóttir skrifar Skoðun Boðsferð Landsvirkjunar Stefán Georgsson skrifar Skoðun Samstarf um loftslagsmál og grænar lausnir Sigurður Hannesson,Nótt Thorberg skrifar Skoðun Ástin er falleg Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Líknarmeðferð og dánaraðstoð eru ekki andstæður heldur nauðsynleg umræðuefni Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Grunnstoðir sveitarfélagsins efldar til muna Sandra Sigurðardóttir skrifar Sjá meira
Ég eignaðist mitt annað barn fyrir nokkrum dögum. Fimm dögum síðar fór ég með barnið í skoðun á Landspítalanum. Þetta væri nú ekki í frásögur færandi á þessum síðum nema vegna þess að á meðan barnalæknirinn er að skoðaði barnið og upplýsa stolta foreldrana um að barnið sé alheilbrigt og á allan hátt til fyrirmyndar, þá spyr hann okkur, hvort við ætlum að láta þetta barn axla byrðarnar af Icesave. Aldrei þessu vant varð ég kjaftstopp, ég hafði bara ekki gert ráð fyrir þessu umræðuefni við þessar kringumstæður. Að venju varð frúin sneggri til og svaraði því til að við værum að hugsa um að kjósa með Icesave í þetta skiptið. Læknirinn sagði þá (eins og hann væri að tala við barnið) að foreldrarnir ætluðu að láta hana borga. Ég er ekki lögfræðingur og get því litlu bætt við um hvort okkur beri skylda til að greiða Icesave-reikningana frá lagalegu sjónarmiði. Ég veit þó af reynslu af fyrri störfum mínum að ef mögulegt er að semja á viðunandi hátt þá er það besta lausnin því maður skal aldrei gefa sér niðurstöðu dómstóla fyrirfram. Ég var á móti Icesave I og II. Ég taldi þá samninga vonda. Það var sama hvað Þórólfur Matthíasson og félagar reyndu að sannfæra almenning um að þessir samningar væru góðir og vextirnir sanngjarnir; það var ekki möguleiki að þá samninga myndi ég samþykkja. Kostnaðurinn var einfaldlega of hár og áhættan of mikil til að vega upp ábatann. Öðru máli gegnir um Icesave III. Þegar ég skoða hagsmunina sem eru í húfi er matið einfalt. Hvað kostar það íslenskt þjóðarbú að halda áfram með málið í hugsanlega 3-4 ár fyrir dómstólum með tilheyrandi stöðnun og/eða samdrætti á meðan, þótt málið vinnist á endanum? Það sparast um 35 milljarðar ef málið vinnst en tapast hugsanlega yfir 600 milljarðar. Það sem endanlega gerir upp hug minn er það að ef samþykkt Icesave III verður til þess að umfram hagvöxtur eykst um 0,6% á ári næstu fjögur árin (þ.e. umfram það sem annars hefði orðið) þá mun samningurinn borga sig sjálfur. Ávinningurinn af því að samþykkja samninginn á móti áhættunni og kostnaðinum af því að bíða eftir niðurstöðu er slíkur að ég kýs með Icesave III með hagsmuni barnanna minna í huga.
Skoðun Ábyrg umfjöllun um sjálfsvíg – erum við öll ritstjórar? Guðrún Jóna Guðlaugsdóttir,Tómas Kristjánsson skrifar
Skoðun Sanna er rödd félagshyggju, réttlætis og jöfnuðar! Laufey Líndal Ólafsdóttir,Sara Stef. Hildardóttir skrifar
Skoðun Líknarmeðferð og dánaraðstoð eru ekki andstæður heldur nauðsynleg umræðuefni Ingrid Kuhlman skrifar