Á barnið að borga Icesave III? Sigurbjörn Svavarsson skrifar 29. mars 2011 13:08 Þórhallur Hákonarson (ÞH) fjármálastjóri ritar grein í Fréttablaðið í gær (28.3) og kveðst ætla að segja Já við Icesave-samningunum og veltir fyrir sér kostnaði við að Já eða Nei leiðina, hann fullyrði eftirfarandi; „Það sparast um 35 milljarðar ef málið vinnst en tapast hugsanlega yfir 600 milljarðar. Það sem endanlega gerir upp hug minn er það að ef samþykkt Icesave III verður til þess að umfram hagvöxtur eykst um 0,6% á ári næstu fjögur árin (þ.e. umfram það sem annars hefði orðið) þá mun samningurinn borga sig sjálfur." Þegar rök eru sett fram í tölum og útreikningum verða þeir að standast þekktar forsendur. ÞH gerir ekki grein fyrir forsendum niðurstaðna sinna og því verður lesandinn að geta sér til um þær. Hann fullyrðir að ef þjóðin segir Nei við Icesave og málið fari fyrir dómstóla og Ísland vinni það, muni sparast 35 milljarða. Hér vísar ÞH líklega til kostnaðar sem samningarnir muni kosta ríkið, því um engan annan ávinning er um að ræða. Þessi staðhæfing ÞH er röng. Allar fjárhagslegar forsendur eru fyrir því að reikna kostnaðinn við Icesave III: - Greiðsluáætlun (inngreiðslur) þrotabús LÍ hf. liggur fyrir til ársins 2018. - Afborganir af lánunum fylgja greiðsluáætlun LÍ hf. - Vextir eru þekktir og greiðast af eftirstöðvum hverju sinni. Það er auðvelt fyrir fjármálastjóra að nota fræði sín í þessu máli og setja þessar forsendur í greiðsluröð með forsendum samningsins og gengi ISK í dag, þá kemur út 96 milljarð kostnaður, sem er að mestu vaxtakostnaður. Það er ávinningurinn við að segja Nei við Icesave m.v. óbreytta eignastöðu þrotabús LÍ hf. ÞH fullyrðir einnig að ef við töpuðum málinu verði kostnaðurinn „hugsanlega" yfir 600 milljarðar, en gefur lesandanum ekki neinar forsendur fyrir þeirri niðurstöðu. En af þekktum staðreyndum í dag er hægt að segja að þessi fullyrðing ÞH sé einnig röng af eftirfarandi ástæðum: - Inneign í TIF og eignir þrotabús LÍ hf. munu ganga uppí Icesave-kröfurnar þó þjóðin segi Nei. - Forsendur fyrir að Hollendingar og Bretar geti farið í mál við Ísland er að sýnt verður fram á tjón. Að óbreyttum forsendum verða eftirstöðvar Icesave-krafnanna að loknum greiðslum úr þrotabúi LÍ hf. um 5% eða rúmir 30 milljarðar og það væri þá eina krafan sem þeir gætu gert. Það er erfitt að átta sig á meginrökum ÞH fyrir því að segja Já við Icesave, hann segir um það: „Það sem endanlega gerir upp hug minn er það að ef samþykkt Icesave III verður til þess að umfram hagvöxtur eykst um 0,6% á ári næstu fjögur árin...." Af þessum orðum er helst að sjá að ÞH ætli að samþykkja Icesave-samninganna eftir fjögur ár ef þeir hafa skilað 0,6% auknum hagvexti, „umfram það sem annars hefði orðið" eins og hann orðar það. Með jákvæðum huga má lesa að ÞH sé að fullyrða að Já við Icesave gefi 0,6% aukin hagvöxt á næstu árum, en sú fullyrðing er spádómur og því ekki marktæk í umræðunni. Hinsvegar er mjög líklegt að eftir fjögur ár verði enn ljósara hve miklu eignir LÍ hf. skila uppí Icesave-kröfurnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Icesave Mest lesið Árásir á gyðinga í skugga þjóðarmorðs Helen Ólafsdóttir Skoðun Íslenska er leiðinleg Nói Pétur Á Guðnason Skoðun „Quiet, piggy“ Harpa Kristbergsdóttir Skoðun Um ólaunaða vinnu, velsæld og nýja sýn á hagkerfið Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Kjósið reið og óupplýst! Ragnheiður Kristín Finnbogadóttir Skoðun Réttar upplýsingar um rekstur og fjármögnun RÚV Stefán Eiríksson,Björn Þór Hermannsson Skoðun Þrjú slys á sama stað en svarið er: Það er allt í lagi hér! Róbert Ragnarsson Skoðun Hverjum voru ráðherrann og RÚV að refsa? Júlíus Valsson Skoðun Ísland er ekki í hópi þeirra sem standa sig best í loftslagsmálum Eyþór Eðvarðsson Skoðun Skoðun Skoðun Hverjum voru ráðherrann og RÚV að refsa? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Íslenska er leiðinleg Nói Pétur Á Guðnason skrifar Skoðun Þrjú slys á sama stað en svarið er: Það er allt í lagi hér! Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Réttar upplýsingar um rekstur og fjármögnun RÚV Stefán Eiríksson,Björn Þór Hermannsson skrifar Skoðun Kjósið reið og óupplýst! Ragnheiður Kristín Finnbogadóttir skrifar Skoðun Ekkert barn á Íslandi á að búa við fátækt Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Árásir á gyðinga í skugga þjóðarmorðs Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Hundrað doktorsgráður Ólafur Eysteinn Sigurjónsson skrifar Skoðun EES: ekki slagorð — heldur réttindi Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Skoðun Að þjóna íþróttum Rögnvaldur Hreiðarsson skrifar Skoðun „Quiet, piggy“ Harpa Kristbergsdóttir skrifar Skoðun Ísland er ekki í hópi þeirra sem standa sig best í loftslagsmálum Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Ísland, öryggi og almennur viðbúnaður Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Um ólaunaða vinnu, velsæld og nýja sýn á hagkerfið Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Leysum húsnæðisvandann Guðjón Sigurbjartsson skrifar Skoðun Hugleiðing um jól, fæðingu Krists og inngilding á Íslandi Nicole Leigh Mosty skrifar Skoðun Betri en við höldum Hjálmar Gíslason skrifar Skoðun Draumurinn um ESB-samning er uppgjöf – Ekki fórna framtíðinni fyrir falsöryggi Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Setjum við Ísland í fyrsta sæti? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Skattahækkanir í felum – árás á heimilin Lóa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Að fyrirgefa sjálfum sér Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Hér starfa líka (alls konar) konur Selma Svavarsdóttir skrifar Skoðun Kílómetragjald í blindgötu – þegar stjórnvöld misskilja ferðaþjónustuna Þórir Garðarsson skrifar Skoðun 5 vaxtalækkanir á einu ári Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Falskur finnst mér tónninn Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Treystir Viðreisn þjóðinni í raun? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þingmaður með hálfsannleik um voffann Úffa Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Allt fyrir ekkert – eða ekkert fyrir allt? Eggert Sigurbergsson skrifar Sjá meira
Þórhallur Hákonarson (ÞH) fjármálastjóri ritar grein í Fréttablaðið í gær (28.3) og kveðst ætla að segja Já við Icesave-samningunum og veltir fyrir sér kostnaði við að Já eða Nei leiðina, hann fullyrði eftirfarandi; „Það sparast um 35 milljarðar ef málið vinnst en tapast hugsanlega yfir 600 milljarðar. Það sem endanlega gerir upp hug minn er það að ef samþykkt Icesave III verður til þess að umfram hagvöxtur eykst um 0,6% á ári næstu fjögur árin (þ.e. umfram það sem annars hefði orðið) þá mun samningurinn borga sig sjálfur." Þegar rök eru sett fram í tölum og útreikningum verða þeir að standast þekktar forsendur. ÞH gerir ekki grein fyrir forsendum niðurstaðna sinna og því verður lesandinn að geta sér til um þær. Hann fullyrðir að ef þjóðin segir Nei við Icesave og málið fari fyrir dómstóla og Ísland vinni það, muni sparast 35 milljarða. Hér vísar ÞH líklega til kostnaðar sem samningarnir muni kosta ríkið, því um engan annan ávinning er um að ræða. Þessi staðhæfing ÞH er röng. Allar fjárhagslegar forsendur eru fyrir því að reikna kostnaðinn við Icesave III: - Greiðsluáætlun (inngreiðslur) þrotabús LÍ hf. liggur fyrir til ársins 2018. - Afborganir af lánunum fylgja greiðsluáætlun LÍ hf. - Vextir eru þekktir og greiðast af eftirstöðvum hverju sinni. Það er auðvelt fyrir fjármálastjóra að nota fræði sín í þessu máli og setja þessar forsendur í greiðsluröð með forsendum samningsins og gengi ISK í dag, þá kemur út 96 milljarð kostnaður, sem er að mestu vaxtakostnaður. Það er ávinningurinn við að segja Nei við Icesave m.v. óbreytta eignastöðu þrotabús LÍ hf. ÞH fullyrðir einnig að ef við töpuðum málinu verði kostnaðurinn „hugsanlega" yfir 600 milljarðar, en gefur lesandanum ekki neinar forsendur fyrir þeirri niðurstöðu. En af þekktum staðreyndum í dag er hægt að segja að þessi fullyrðing ÞH sé einnig röng af eftirfarandi ástæðum: - Inneign í TIF og eignir þrotabús LÍ hf. munu ganga uppí Icesave-kröfurnar þó þjóðin segi Nei. - Forsendur fyrir að Hollendingar og Bretar geti farið í mál við Ísland er að sýnt verður fram á tjón. Að óbreyttum forsendum verða eftirstöðvar Icesave-krafnanna að loknum greiðslum úr þrotabúi LÍ hf. um 5% eða rúmir 30 milljarðar og það væri þá eina krafan sem þeir gætu gert. Það er erfitt að átta sig á meginrökum ÞH fyrir því að segja Já við Icesave, hann segir um það: „Það sem endanlega gerir upp hug minn er það að ef samþykkt Icesave III verður til þess að umfram hagvöxtur eykst um 0,6% á ári næstu fjögur árin...." Af þessum orðum er helst að sjá að ÞH ætli að samþykkja Icesave-samninganna eftir fjögur ár ef þeir hafa skilað 0,6% auknum hagvexti, „umfram það sem annars hefði orðið" eins og hann orðar það. Með jákvæðum huga má lesa að ÞH sé að fullyrða að Já við Icesave gefi 0,6% aukin hagvöxt á næstu árum, en sú fullyrðing er spádómur og því ekki marktæk í umræðunni. Hinsvegar er mjög líklegt að eftir fjögur ár verði enn ljósara hve miklu eignir LÍ hf. skila uppí Icesave-kröfurnar.
Um ólaunaða vinnu, velsæld og nýja sýn á hagkerfið Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir Skoðun
Skoðun Réttar upplýsingar um rekstur og fjármögnun RÚV Stefán Eiríksson,Björn Þór Hermannsson skrifar
Skoðun Um ólaunaða vinnu, velsæld og nýja sýn á hagkerfið Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar
Skoðun Draumurinn um ESB-samning er uppgjöf – Ekki fórna framtíðinni fyrir falsöryggi Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Kílómetragjald í blindgötu – þegar stjórnvöld misskilja ferðaþjónustuna Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar
Um ólaunaða vinnu, velsæld og nýja sýn á hagkerfið Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir Skoðun