Á barnið að borga Icesave III? Sigurbjörn Svavarsson skrifar 29. mars 2011 13:08 Þórhallur Hákonarson (ÞH) fjármálastjóri ritar grein í Fréttablaðið í gær (28.3) og kveðst ætla að segja Já við Icesave-samningunum og veltir fyrir sér kostnaði við að Já eða Nei leiðina, hann fullyrði eftirfarandi; „Það sparast um 35 milljarðar ef málið vinnst en tapast hugsanlega yfir 600 milljarðar. Það sem endanlega gerir upp hug minn er það að ef samþykkt Icesave III verður til þess að umfram hagvöxtur eykst um 0,6% á ári næstu fjögur árin (þ.e. umfram það sem annars hefði orðið) þá mun samningurinn borga sig sjálfur." Þegar rök eru sett fram í tölum og útreikningum verða þeir að standast þekktar forsendur. ÞH gerir ekki grein fyrir forsendum niðurstaðna sinna og því verður lesandinn að geta sér til um þær. Hann fullyrðir að ef þjóðin segir Nei við Icesave og málið fari fyrir dómstóla og Ísland vinni það, muni sparast 35 milljarða. Hér vísar ÞH líklega til kostnaðar sem samningarnir muni kosta ríkið, því um engan annan ávinning er um að ræða. Þessi staðhæfing ÞH er röng. Allar fjárhagslegar forsendur eru fyrir því að reikna kostnaðinn við Icesave III: - Greiðsluáætlun (inngreiðslur) þrotabús LÍ hf. liggur fyrir til ársins 2018. - Afborganir af lánunum fylgja greiðsluáætlun LÍ hf. - Vextir eru þekktir og greiðast af eftirstöðvum hverju sinni. Það er auðvelt fyrir fjármálastjóra að nota fræði sín í þessu máli og setja þessar forsendur í greiðsluröð með forsendum samningsins og gengi ISK í dag, þá kemur út 96 milljarð kostnaður, sem er að mestu vaxtakostnaður. Það er ávinningurinn við að segja Nei við Icesave m.v. óbreytta eignastöðu þrotabús LÍ hf. ÞH fullyrðir einnig að ef við töpuðum málinu verði kostnaðurinn „hugsanlega" yfir 600 milljarðar, en gefur lesandanum ekki neinar forsendur fyrir þeirri niðurstöðu. En af þekktum staðreyndum í dag er hægt að segja að þessi fullyrðing ÞH sé einnig röng af eftirfarandi ástæðum: - Inneign í TIF og eignir þrotabús LÍ hf. munu ganga uppí Icesave-kröfurnar þó þjóðin segi Nei. - Forsendur fyrir að Hollendingar og Bretar geti farið í mál við Ísland er að sýnt verður fram á tjón. Að óbreyttum forsendum verða eftirstöðvar Icesave-krafnanna að loknum greiðslum úr þrotabúi LÍ hf. um 5% eða rúmir 30 milljarðar og það væri þá eina krafan sem þeir gætu gert. Það er erfitt að átta sig á meginrökum ÞH fyrir því að segja Já við Icesave, hann segir um það: „Það sem endanlega gerir upp hug minn er það að ef samþykkt Icesave III verður til þess að umfram hagvöxtur eykst um 0,6% á ári næstu fjögur árin...." Af þessum orðum er helst að sjá að ÞH ætli að samþykkja Icesave-samninganna eftir fjögur ár ef þeir hafa skilað 0,6% auknum hagvexti, „umfram það sem annars hefði orðið" eins og hann orðar það. Með jákvæðum huga má lesa að ÞH sé að fullyrða að Já við Icesave gefi 0,6% aukin hagvöxt á næstu árum, en sú fullyrðing er spádómur og því ekki marktæk í umræðunni. Hinsvegar er mjög líklegt að eftir fjögur ár verði enn ljósara hve miklu eignir LÍ hf. skila uppí Icesave-kröfurnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Icesave Mest lesið Áskorun til Þjóðkirkjunnar Skírnir Garðarsson Skoðun 30 milljarðar í útsvar en engin rödd í kosningum Róbert Ragnarsson Skoðun Kjarninn í vörninni fyrir hagsmunum Íslands Þórður Snær Júlíusson Skoðun Mun húsnæðispakkinn hækka leigu og þar með verðbólguna? Sigrún Brynjarsdóttir Skoðun Leggðu íslenskunni lið Hópur stjórnarmanna Almannaróms Skoðun Samráð óskast: fjölmenningarstefna Reykjavíkurborgar Oktavía Hrund Guðrúnar Jóns Skoðun Er Ísland enn fullvalda? Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Þegar framtíðin hverfur Ingrid Kuhlman Skoðun Vaxtaokrið Jónas Yngvi Ásgrímsson Skoðun Jólakötturinn, ert það þú? Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Er aukin atvinnuþátttaka kostnaður fyrir samfélagið? Gunnlaugur Már Briem skrifar Skoðun Stjórnmálaflokkar á öruggu framfæri ríkis og sveitarfélaga Jóhannes Bjarni Guðmundsson skrifar Skoðun 30 milljarðar í útsvar en engin rödd í kosningum Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Jólakötturinn, ert það þú? Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Vaxtaokrið Jónas Yngvi Ásgrímsson skrifar Skoðun Er Ísland enn fullvalda? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Ó, Reykjavík Ari Allansson skrifar Skoðun Mun húsnæðispakkinn hækka leigu og þar með verðbólguna? Sigrún Brynjarsdóttir skrifar Skoðun Leggðu íslenskunni lið Hópur stjórnarmanna Almannaróms skrifar Skoðun Þegar framtíðin hverfur Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Upplýsingar, afþreying og ógnir á Netinu Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Samráð óskast: fjölmenningarstefna Reykjavíkurborgar Oktavía Hrund Guðrúnar Jóns skrifar Skoðun Kjarninn í vörninni fyrir hagsmunum Íslands Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Til hamingju Ísland Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Vestfirðir til þjónustu reiðubúnir Þorsteinn Másson skrifar Skoðun Enn hækka fasteignaskattar í Reykjanesbæ Margrét Sanders skrifar Skoðun Áskorun til Þjóðkirkjunnar Skírnir Garðarsson skrifar Skoðun Samkennd án landamæra Guðrún Helga Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Réttindalaus rafmagnsvinna ógnar öryggi og dregur úr trausti Pétur H. Halldórsson skrifar Skoðun Fjölmenning er ekki áskorun, hún er fjárfesting Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Ytra mat á ís Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jenný Árnadóttir skrifar Skoðun Starfslok vegna kennitölu: tímaskekkja sem flýtir öldrun Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Aukinn stuðningur við leigjendur í Reykjavík Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Frelsi frá kynhlutverkum: innsýn sem breytir samböndum Þórdís Filipsdóttir skrifar Skoðun Brýtur innviðaráðherra lög? Örvar Marteinsson skrifar Skoðun The Thing og íslenska Tryggvi Pétur Brynjarsson skrifar Skoðun Verð og vöruúrval Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Vaxandi samfélag þarf sterkari innviði - Tími til að fjárfesta í framtíð HSU Sveinn Ægir Birgisson skrifar Skoðun Eðlisfræði - ekki pólitík Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til borgarstjórnar Reykjavíkur Þorsteinn Jóhannsson,Arnar Össur Harðarson,Hlín Gísladóttir skrifar Sjá meira
Þórhallur Hákonarson (ÞH) fjármálastjóri ritar grein í Fréttablaðið í gær (28.3) og kveðst ætla að segja Já við Icesave-samningunum og veltir fyrir sér kostnaði við að Já eða Nei leiðina, hann fullyrði eftirfarandi; „Það sparast um 35 milljarðar ef málið vinnst en tapast hugsanlega yfir 600 milljarðar. Það sem endanlega gerir upp hug minn er það að ef samþykkt Icesave III verður til þess að umfram hagvöxtur eykst um 0,6% á ári næstu fjögur árin (þ.e. umfram það sem annars hefði orðið) þá mun samningurinn borga sig sjálfur." Þegar rök eru sett fram í tölum og útreikningum verða þeir að standast þekktar forsendur. ÞH gerir ekki grein fyrir forsendum niðurstaðna sinna og því verður lesandinn að geta sér til um þær. Hann fullyrðir að ef þjóðin segir Nei við Icesave og málið fari fyrir dómstóla og Ísland vinni það, muni sparast 35 milljarða. Hér vísar ÞH líklega til kostnaðar sem samningarnir muni kosta ríkið, því um engan annan ávinning er um að ræða. Þessi staðhæfing ÞH er röng. Allar fjárhagslegar forsendur eru fyrir því að reikna kostnaðinn við Icesave III: - Greiðsluáætlun (inngreiðslur) þrotabús LÍ hf. liggur fyrir til ársins 2018. - Afborganir af lánunum fylgja greiðsluáætlun LÍ hf. - Vextir eru þekktir og greiðast af eftirstöðvum hverju sinni. Það er auðvelt fyrir fjármálastjóra að nota fræði sín í þessu máli og setja þessar forsendur í greiðsluröð með forsendum samningsins og gengi ISK í dag, þá kemur út 96 milljarð kostnaður, sem er að mestu vaxtakostnaður. Það er ávinningurinn við að segja Nei við Icesave m.v. óbreytta eignastöðu þrotabús LÍ hf. ÞH fullyrðir einnig að ef við töpuðum málinu verði kostnaðurinn „hugsanlega" yfir 600 milljarðar, en gefur lesandanum ekki neinar forsendur fyrir þeirri niðurstöðu. En af þekktum staðreyndum í dag er hægt að segja að þessi fullyrðing ÞH sé einnig röng af eftirfarandi ástæðum: - Inneign í TIF og eignir þrotabús LÍ hf. munu ganga uppí Icesave-kröfurnar þó þjóðin segi Nei. - Forsendur fyrir að Hollendingar og Bretar geti farið í mál við Ísland er að sýnt verður fram á tjón. Að óbreyttum forsendum verða eftirstöðvar Icesave-krafnanna að loknum greiðslum úr þrotabúi LÍ hf. um 5% eða rúmir 30 milljarðar og það væri þá eina krafan sem þeir gætu gert. Það er erfitt að átta sig á meginrökum ÞH fyrir því að segja Já við Icesave, hann segir um það: „Það sem endanlega gerir upp hug minn er það að ef samþykkt Icesave III verður til þess að umfram hagvöxtur eykst um 0,6% á ári næstu fjögur árin...." Af þessum orðum er helst að sjá að ÞH ætli að samþykkja Icesave-samninganna eftir fjögur ár ef þeir hafa skilað 0,6% auknum hagvexti, „umfram það sem annars hefði orðið" eins og hann orðar það. Með jákvæðum huga má lesa að ÞH sé að fullyrða að Já við Icesave gefi 0,6% aukin hagvöxt á næstu árum, en sú fullyrðing er spádómur og því ekki marktæk í umræðunni. Hinsvegar er mjög líklegt að eftir fjögur ár verði enn ljósara hve miklu eignir LÍ hf. skila uppí Icesave-kröfurnar.
Jólakötturinn, ert það þú? Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir Skoðun
Skoðun Stjórnmálaflokkar á öruggu framfæri ríkis og sveitarfélaga Jóhannes Bjarni Guðmundsson skrifar
Skoðun Jólakötturinn, ert það þú? Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir skrifar
Skoðun Vaxandi samfélag þarf sterkari innviði - Tími til að fjárfesta í framtíð HSU Sveinn Ægir Birgisson skrifar
Skoðun Opið bréf til borgarstjórnar Reykjavíkur Þorsteinn Jóhannsson,Arnar Össur Harðarson,Hlín Gísladóttir skrifar
Jólakötturinn, ert það þú? Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir Skoðun