Heimildir lögreglu Siv Friðleifsdóttir skrifar 3. mars 2011 06:00 Undirrituð flytur þingsályktunartillögu á Alþingi um að rannsóknarheimildir lögreglu verði auknar. Meðflutningsmenn eru úr Framsóknarflokki, Samfylkingu og Sjálfstæðisflokki. Í nútímasamfélagi er eðli og umfang skipulagðrar glæpastarfsemi breytt frá því sem var. Starfsemi lögreglu þarf að taka mið af þessari þróun. Almennt ratar glæpastarfsemi sem á sér stað í nágrannaríkjum okkar einnig til Íslands og mörg dæmi eru þessu til staðfestingar. Nefna má mansal, en fjarstæðukennt virtist fyrir fáum árum að það mundi rata hingað til lands. Einnig er hér talsverður fíkniefnainnflutningur og aukin umsvif skipulagðra glæpagengja. Vegna aukinnar hörku og útsmoginna aðferða við skipulagða glæpastarfsemi hafa nágrannaríki okkar aukið heimildir lögreglu til að sporna við henni. Á síðustu árum höfum við gert okkur grein fyrir að við þurfum að gera slíkt hið sama. Í skýrslum Ríkislögreglustjóra síðustu ár um mat á skipulagðri glæpastarfsemi hefur ítrekað verið bent á að slíkar heimildir skorti hér á landi. Einnig hefur Ríkisendurskoðun bent á að heimildir vanti í skýrslu sem bar heitið Ráðstafanir gegn innflutningi ólöglegra fíkniefna – stjórnsýsluúttekt. Þar segir: „Svigrúm yfirvalda til að stunda sértæka eftirgrennslan er takmarkað ef þau hafa ekki heimildir til að beita svokölluðum forvirkum rannsóknaraðferðum (e. proactive investigation). Hafi yfirvöld slíkar heimildir mega þau fylgjast með og safna upplýsingum um einstaklinga þótt ekki liggi fyrir rökstuddur grunur um brot. Erlendis eru slíkar heimildir yfirleitt bundnar við tilteknar löggæslustofnanir sem háðar eru sérstöku eftirliti." Í aðgerðaráætlun gegn mansali frá árinu 2009 segir: „Í tengslum við rannsókn og kortlagningu mansalsmála hér á landi og tengsl við erlenda og skipulagða brotastarfsemi verði þörf lögreglu fyrir heimildir til forvirkra rannsókna metin. Með slíkum heimildum væri unnt að kortleggja betur af hálfu lögreglu umfang starfseminnar og umsvif einstakra aðila og skapa um leið betri grundvöll undir að sækja þá aðila til saka sem skipuleggja og eru á bak við skipulagða glæpastarfsemi á borð við mansal. Þá er lögð áhersla á að lögregla nýti til fulls rannsóknarheimildir sem þegar eru fyrir hendi og er beitt meðal annars við rannsókn fíkniefnabrota." Allt ber þetta að sama brunni. Öryggi almennings og friður fyrir afbrotamönnum er mikilvægt velferðarmál og því brýnt að auka rannsóknarheimildir lögreglu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Siv Friðleifsdóttir Mest lesið Ríkissjóður snuðaður um stórar fjárhæðir Sigurjón Þórðarson Skoðun Er verið að blekkja almenning og sjómenn? Einar Hannes Harðarson Skoðun Lágkúrulegur hversdagsleiki illskunnar Guðný Gústafsdóttir Skoðun Við viljum nafn Jón Kaldal Skoðun Stóra skekkjan í 13 ára aldurstakmarki samfélagsmiðla Skúli Bragi Geirdal Skoðun Áfengi og íþróttir eiga enga samleið – áskorun til þingfulltrúa UMFÍ Árni Guðmundsson Skoðun Aðskilnaðurinn hlær Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Fögur fyrirheit sem urðu að engu Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson Skoðun Enn ríkir áhugaleysi um afdrif fósturbarna Guðlaugur Kristmundsson,Sigurgeir B. Þórisson Skoðun Skilningsleysi á skaðsemi verðtryggingar Guðmundur Ásgeirsson Skoðun Skoðun Skoðun Frelsi fylgir ábyrgð Eiríkur Björn Björgvinsson skrifar Skoðun Skilningsleysi á skaðsemi verðtryggingar Guðmundur Ásgeirsson skrifar Skoðun Menntakerfi í fremstu röð Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Enn ríkir áhugaleysi um afdrif fósturbarna Guðlaugur Kristmundsson,Sigurgeir B. Þórisson skrifar Skoðun Við viljum nafn Jón Kaldal skrifar Skoðun Stóra skekkjan í 13 ára aldurstakmarki samfélagsmiðla Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Er verið að blekkja almenning og sjómenn? Einar Hannes Harðarson skrifar Skoðun Væntingar á villigötum Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Aðskilnaðurinn hlær Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Lágkúrulegur hversdagsleiki illskunnar Guðný Gústafsdóttir skrifar Skoðun Glerþakið brotið á alþjóðlega sjónverndardaginn Sigþór U. Hallfreðsson skrifar Skoðun Fögur fyrirheit sem urðu að engu Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson skrifar Skoðun Ríkissjóður snuðaður um stórar fjárhæðir Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Áfengi og íþróttir eiga enga samleið – áskorun til þingfulltrúa UMFÍ Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Lífsskoðunarfélagið Farsæld tekur upp slitinn þráð siðmenntunar Svanur Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Ruben Amorim og sveigjanleiki – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson skrifar Skoðun Framtíðarsýn í samgöngumálum er mosavaxin Sigurður Páll Jónsson skrifar Skoðun Fimmta iðnbyltingin krefst svara – strax Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hefur þú skoðanir? Jóhannes Óli Sveinsson skrifar Skoðun Er hurð bara hurð? Sölvi Breiðfjörð skrifar Skoðun Reykjavíkurmódel á kvennaári Sóley Tómasdóttir skrifar Skoðun Ekki er allt sem sýnist Valerio Gargiulo skrifar Skoðun Sýndu þér umhyggju – Komdu í skimun Ágúst Ingi Ágústsson skrifar Skoðun Eru Bændasamtökin á móti valdeflingu bænda? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Er lægsta verðið alltaf hagstæðast? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Landbúnaðarrúnk Hlédís Sveinsdóttir skrifar Skoðun Jesús who? Atli Þórðarson skrifar Skoðun Opið bréf til Miðflokksmanna Snorri Másson skrifar Skoðun Lesskilningur eða lesblinda??? Jóhannes Jóhannesson skrifar Skoðun Henti Íslandi undir strætisvagninn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Sjá meira
Undirrituð flytur þingsályktunartillögu á Alþingi um að rannsóknarheimildir lögreglu verði auknar. Meðflutningsmenn eru úr Framsóknarflokki, Samfylkingu og Sjálfstæðisflokki. Í nútímasamfélagi er eðli og umfang skipulagðrar glæpastarfsemi breytt frá því sem var. Starfsemi lögreglu þarf að taka mið af þessari þróun. Almennt ratar glæpastarfsemi sem á sér stað í nágrannaríkjum okkar einnig til Íslands og mörg dæmi eru þessu til staðfestingar. Nefna má mansal, en fjarstæðukennt virtist fyrir fáum árum að það mundi rata hingað til lands. Einnig er hér talsverður fíkniefnainnflutningur og aukin umsvif skipulagðra glæpagengja. Vegna aukinnar hörku og útsmoginna aðferða við skipulagða glæpastarfsemi hafa nágrannaríki okkar aukið heimildir lögreglu til að sporna við henni. Á síðustu árum höfum við gert okkur grein fyrir að við þurfum að gera slíkt hið sama. Í skýrslum Ríkislögreglustjóra síðustu ár um mat á skipulagðri glæpastarfsemi hefur ítrekað verið bent á að slíkar heimildir skorti hér á landi. Einnig hefur Ríkisendurskoðun bent á að heimildir vanti í skýrslu sem bar heitið Ráðstafanir gegn innflutningi ólöglegra fíkniefna – stjórnsýsluúttekt. Þar segir: „Svigrúm yfirvalda til að stunda sértæka eftirgrennslan er takmarkað ef þau hafa ekki heimildir til að beita svokölluðum forvirkum rannsóknaraðferðum (e. proactive investigation). Hafi yfirvöld slíkar heimildir mega þau fylgjast með og safna upplýsingum um einstaklinga þótt ekki liggi fyrir rökstuddur grunur um brot. Erlendis eru slíkar heimildir yfirleitt bundnar við tilteknar löggæslustofnanir sem háðar eru sérstöku eftirliti." Í aðgerðaráætlun gegn mansali frá árinu 2009 segir: „Í tengslum við rannsókn og kortlagningu mansalsmála hér á landi og tengsl við erlenda og skipulagða brotastarfsemi verði þörf lögreglu fyrir heimildir til forvirkra rannsókna metin. Með slíkum heimildum væri unnt að kortleggja betur af hálfu lögreglu umfang starfseminnar og umsvif einstakra aðila og skapa um leið betri grundvöll undir að sækja þá aðila til saka sem skipuleggja og eru á bak við skipulagða glæpastarfsemi á borð við mansal. Þá er lögð áhersla á að lögregla nýti til fulls rannsóknarheimildir sem þegar eru fyrir hendi og er beitt meðal annars við rannsókn fíkniefnabrota." Allt ber þetta að sama brunni. Öryggi almennings og friður fyrir afbrotamönnum er mikilvægt velferðarmál og því brýnt að auka rannsóknarheimildir lögreglu.
Skoðun Enn ríkir áhugaleysi um afdrif fósturbarna Guðlaugur Kristmundsson,Sigurgeir B. Þórisson skrifar
Skoðun Áfengi og íþróttir eiga enga samleið – áskorun til þingfulltrúa UMFÍ Árni Guðmundsson skrifar
Skoðun Lífsskoðunarfélagið Farsæld tekur upp slitinn þráð siðmenntunar Svanur Sigurbjörnsson skrifar