Hálft prósent Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir skrifar 3. mars 2011 09:11 Góður maður lét hafa eftir sér forðum að samlegðaráhrif væru eins og fljúgandi furðuhlutir; allir vita hvað það er en enginn hefur séð þá. Þetta verður ágætt að hafa í huga seinna í dag þegar skýrsla starfshóps um tækifæri í samrekstri og sameiningu leikskóla, grunnskóla og frístundaheimila verður kynnt. Niðurstaða starfshópsins staðfestir nákvæmlega það að samlegðaráhrif eru yfirleitt meiri í orði en á borði. Af þessum sökum sá undirrituð, sem fulltrúi Sjálfstæðisflokksins í hópnum, sig tilneydda til að sitja hjá við afgreiðslu skýrslunnar. Þegar öllu er til tjaldað ætlar vinnuhópurinn að sameiningar skóla sem lagðar eru til lækki heildarútgjöld leikskóla, grunnskóla og frístundaheimila ekki nema um hálft prósent þegar hún er komin fram að fullu árið 2014. Slík hagræðing réttlætir engan veginn það rask og óróa sem óumflýjanlegt er í skólum og frístundaheimilum borgarinnar í kjölfarið. Í dag anda einhverjir foreldrar og starfsmenn léttar og fagna að óvissutímabili sé lokið en aðrir horfa fram á breytingar og óvissutímabil. Foreldrar upplifðu starf hópsins sem ógegnsætt og þeim fannst, skiljanlega, sem ekkert samráð hefði verið haft við þá í vinnu starfshópsins. Það er vonandi að meirihlutanum í Reykjavík gangi betur í þeirri vinnu sem nú fer í hönd í að framfylgja þeim breytingum sem lagt er upp með í tillögum þeirra. Þá verður nauðsynlegt að foreldrar fái mun meiri aðkomu að upplýsingum, bæði faglegum og fjárhagslegum, auk þess sem tekið verði tillit til þeirra athugasemda sem fram komu í upplýsingaferlinu til þessa. Fyrir liggur mikil vinna starfshópsins og embættismanna. Þessi vinna er að mörgu leyti mikilvæg. Í fyrsta lagi leiðir vinnan í ljós að ýmis tækifæri eru fyrir hendi í samstarfi milli skóla. Ýmis tækifæri sem fram komu munu eflaust leiða saman stjórnendur til samstarfs og innleiðingu verkefna frá fagsviðum. Í öðru lagi leiddi starf hópsins í ljós illa nýtt húsnæði skóla og frístundaheimila sem hægt væri að nýta betur og fresta þannig nýfjárfestingum í einhvern tíma. Þessa greiningu ætti að festa í sessi sem verklag til að nýta betur eignir borgarinnar. Í þriðja lagi er ljóst að tilraunir í skólastarfi, t.d. með samrekstri stofnana, hafa í för með sér að hægt er að rannsaka hvernig lágmarka eigi tortryggni á milli fagaðila og hindranir vegna ólíkra kjara. Í fjórða lagi er með þessu starfi ljóst að sameining skólastofnana skilar ekki mikilli hagræðingu og erfitt að tryggja að hagræðingin skili sér til lengri tíma. Að lokum er ljóst að raunveruleg hagræðing, sé það markmiðið, verður ekki í skólakerfinu nema starfsfólki fækki að einhverju marki. Börnin í borginni eiga heimtingu á því að stjórnmálamenn skoði öll þau tækifæri til hagræðingar sem hafa ekki bein áhrif á þau eða skaða þeirra náms- og starfsumhverfi. Fyrst og fremst hefur verkefnið verið nauðsynlegt til að greina fjárhagslegan ávinning enda lítill faglegur ávinningur af sameiningu og samrekstri. Sá faglegi ávinningur sem var ein af forsendum verkefnisins er enn óskilgreindur og órannsakaður. Farsælast hefði verið að viðurkenna í skýrslunni að enginn trygging sé fyrir því að faglegur ávinningur náist fram með sameiningu skóla. Búast má við talsverðu raski á skólastarfi þegar stofnanir verða sameinaðar. Þetta á kannski sérstaklega við ef unnið verður í óþökk og andstöðu starfsmanna, foreldra og stjórnenda. Hætt er við að tímabundið skapist órói og ótti vegna árekstra og átaka í sameiningu starfsumhverfis ólíkra stétta sem nú sameinast og hafi þannig áhrif á að börn og nemendur verði síður í fyrirrúmi í skóla- og frístundastarfi. Sá hlutfallslega litli fjárhagslegi ávinningur sem af þessu hlýst er því dýru verði keyptur. Merkilegasta niðurstaðan úr ofangreindri vinnu er eflaust sú að flatur niðurskurður á sviðum borgarinnar sem meirihlutinn ætlar sér að vinna eftir er ekki lengur í boði. Löngu tímabært er að taka erfiða umræðu um forgangsröðun þeirra verkefna sem Reykjavíkurborg niðurgreiðir á einn eða annan hátt. Sú umræða er óumflýjanleg og krefst pólitískrar framsýni og samráðs við íbúa og starfsfólk. Því miður skortir pólitískt þor og kjark hjá ráðamönnum í Reykjavík til að hægt sé að taka þá umræðu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir Mest lesið Kennarar hafa yfirvinnu af öðrum kennurum Helga Dögg Sverrisdóttir Skoðun 460 milljóna króna ofrukkun á viku Ólafur Stephensen Skoðun Leigubílar eiga að vera almenningssamgöngur en ekki neyðarúrræði Eyþór Máni Steinarsson Skoðun Ég er foreldri, ég er kennari Hulda María Magnúsdóttir Skoðun Þagnarbindindi: Er það lausn ríkisstjórnarinnar gagnvart þjóð sem hafnar hvalveiðum? Anahita Sahar Babaei Skoðun Hvers virði er innbúið? Hrefna Kristín Jónsdóttir Skoðun Opið bréf til Alþingis, við þingsetningu 4. febrúar Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer,Ragnhildur Katla Jónsdóttir Skoðun Byrlunar- og símamálið: þáttur blaðamanna féll á fyrningu Eva Hauksdóttir Skoðun Er gott að sjávarútvegur skjálfi á beinunum? Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Hver er ábyrgð barna? Anna Laufey Stefánsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Varasjóður VR Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til Alþingis, við þingsetningu 4. febrúar Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer,Ragnhildur Katla Jónsdóttir skrifar Skoðun Leigubílar eiga að vera almenningssamgöngur en ekki neyðarúrræði Eyþór Máni Steinarsson skrifar Skoðun Hættan sem felst í því þegar stjórnmálamenn vilja endurskoða fjölmiðlastyrki vegna gagnrýnnar umfjöllunar Ólafur Hand skrifar Skoðun 460 milljóna króna ofrukkun á viku Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Kennarar hafa yfirvinnu af öðrum kennurum Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Byrlunar- og símamálið: þáttur blaðamanna féll á fyrningu Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Allar konur eru konur. Punktur. Auður Önnu Magnúsdóttir skrifar Skoðun Hver er ábyrgð barna? Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Rafbílar eru ódýrari Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Ég er foreldri, ég er kennari Hulda María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Þagnarbindindi: Er það lausn ríkisstjórnarinnar gagnvart þjóð sem hafnar hvalveiðum? Anahita Sahar Babaei skrifar Skoðun Er gott að sjávarútvegur skjálfi á beinunum? Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Af hverju endurhæfing fyrir krabbameinsgreinda? Erna Magnúsdóttir skrifar Skoðun Hvers virði er innbúið? Hrefna Kristín Jónsdóttir skrifar Skoðun Viljum við semja frið við náttúruna? Harpa Fönn Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Virðing fyrir kennurum eykur árangur nemenda Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Hinn dökki fíll í rými jafnréttis Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Í tilefni af kjaradeilu FÍL og LR vegna listamanna í Borgarleikhúsinu Hrafnhildur Theodórsdóttir skrifar Skoðun Keyrt í gagnstæðar áttir við Vonarstræti Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Rannsóknir í Hvalfirði skapa enga hættu Salome Hallfreðsdóttir skrifar Skoðun Hagsmunasamtök ESB gegn togveiðum: Hvað er í húfi fyrir Ísland? Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Litla flugan Rebekka Hlín Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Um jarðgöng, ráðherra og blaðamenn Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Elskar þú að taka til? Þóra Geirlaug Bjartmarsdóttir skrifar Skoðun Gervigreind, fordómar og siðferði – nýir tímar, ný viðmið Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Kirkjusókn ungra drengja Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Vigdís og Súðavík Ásta F. Flosadóttir skrifar Skoðun Heimskan í Hvíta húsinu – forðumst smit Halldór Reynisson skrifar Skoðun Ég á lítinn skrítinn skugga – langtímaáhrif krabbameina Hulda Hjálmarsdóttir skrifar Sjá meira
Góður maður lét hafa eftir sér forðum að samlegðaráhrif væru eins og fljúgandi furðuhlutir; allir vita hvað það er en enginn hefur séð þá. Þetta verður ágætt að hafa í huga seinna í dag þegar skýrsla starfshóps um tækifæri í samrekstri og sameiningu leikskóla, grunnskóla og frístundaheimila verður kynnt. Niðurstaða starfshópsins staðfestir nákvæmlega það að samlegðaráhrif eru yfirleitt meiri í orði en á borði. Af þessum sökum sá undirrituð, sem fulltrúi Sjálfstæðisflokksins í hópnum, sig tilneydda til að sitja hjá við afgreiðslu skýrslunnar. Þegar öllu er til tjaldað ætlar vinnuhópurinn að sameiningar skóla sem lagðar eru til lækki heildarútgjöld leikskóla, grunnskóla og frístundaheimila ekki nema um hálft prósent þegar hún er komin fram að fullu árið 2014. Slík hagræðing réttlætir engan veginn það rask og óróa sem óumflýjanlegt er í skólum og frístundaheimilum borgarinnar í kjölfarið. Í dag anda einhverjir foreldrar og starfsmenn léttar og fagna að óvissutímabili sé lokið en aðrir horfa fram á breytingar og óvissutímabil. Foreldrar upplifðu starf hópsins sem ógegnsætt og þeim fannst, skiljanlega, sem ekkert samráð hefði verið haft við þá í vinnu starfshópsins. Það er vonandi að meirihlutanum í Reykjavík gangi betur í þeirri vinnu sem nú fer í hönd í að framfylgja þeim breytingum sem lagt er upp með í tillögum þeirra. Þá verður nauðsynlegt að foreldrar fái mun meiri aðkomu að upplýsingum, bæði faglegum og fjárhagslegum, auk þess sem tekið verði tillit til þeirra athugasemda sem fram komu í upplýsingaferlinu til þessa. Fyrir liggur mikil vinna starfshópsins og embættismanna. Þessi vinna er að mörgu leyti mikilvæg. Í fyrsta lagi leiðir vinnan í ljós að ýmis tækifæri eru fyrir hendi í samstarfi milli skóla. Ýmis tækifæri sem fram komu munu eflaust leiða saman stjórnendur til samstarfs og innleiðingu verkefna frá fagsviðum. Í öðru lagi leiddi starf hópsins í ljós illa nýtt húsnæði skóla og frístundaheimila sem hægt væri að nýta betur og fresta þannig nýfjárfestingum í einhvern tíma. Þessa greiningu ætti að festa í sessi sem verklag til að nýta betur eignir borgarinnar. Í þriðja lagi er ljóst að tilraunir í skólastarfi, t.d. með samrekstri stofnana, hafa í för með sér að hægt er að rannsaka hvernig lágmarka eigi tortryggni á milli fagaðila og hindranir vegna ólíkra kjara. Í fjórða lagi er með þessu starfi ljóst að sameining skólastofnana skilar ekki mikilli hagræðingu og erfitt að tryggja að hagræðingin skili sér til lengri tíma. Að lokum er ljóst að raunveruleg hagræðing, sé það markmiðið, verður ekki í skólakerfinu nema starfsfólki fækki að einhverju marki. Börnin í borginni eiga heimtingu á því að stjórnmálamenn skoði öll þau tækifæri til hagræðingar sem hafa ekki bein áhrif á þau eða skaða þeirra náms- og starfsumhverfi. Fyrst og fremst hefur verkefnið verið nauðsynlegt til að greina fjárhagslegan ávinning enda lítill faglegur ávinningur af sameiningu og samrekstri. Sá faglegi ávinningur sem var ein af forsendum verkefnisins er enn óskilgreindur og órannsakaður. Farsælast hefði verið að viðurkenna í skýrslunni að enginn trygging sé fyrir því að faglegur ávinningur náist fram með sameiningu skóla. Búast má við talsverðu raski á skólastarfi þegar stofnanir verða sameinaðar. Þetta á kannski sérstaklega við ef unnið verður í óþökk og andstöðu starfsmanna, foreldra og stjórnenda. Hætt er við að tímabundið skapist órói og ótti vegna árekstra og átaka í sameiningu starfsumhverfis ólíkra stétta sem nú sameinast og hafi þannig áhrif á að börn og nemendur verði síður í fyrirrúmi í skóla- og frístundastarfi. Sá hlutfallslega litli fjárhagslegi ávinningur sem af þessu hlýst er því dýru verði keyptur. Merkilegasta niðurstaðan úr ofangreindri vinnu er eflaust sú að flatur niðurskurður á sviðum borgarinnar sem meirihlutinn ætlar sér að vinna eftir er ekki lengur í boði. Löngu tímabært er að taka erfiða umræðu um forgangsröðun þeirra verkefna sem Reykjavíkurborg niðurgreiðir á einn eða annan hátt. Sú umræða er óumflýjanleg og krefst pólitískrar framsýni og samráðs við íbúa og starfsfólk. Því miður skortir pólitískt þor og kjark hjá ráðamönnum í Reykjavík til að hægt sé að taka þá umræðu.
Þagnarbindindi: Er það lausn ríkisstjórnarinnar gagnvart þjóð sem hafnar hvalveiðum? Anahita Sahar Babaei Skoðun
Opið bréf til Alþingis, við þingsetningu 4. febrúar Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer,Ragnhildur Katla Jónsdóttir Skoðun
Skoðun Opið bréf til Alþingis, við þingsetningu 4. febrúar Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer,Ragnhildur Katla Jónsdóttir skrifar
Skoðun Leigubílar eiga að vera almenningssamgöngur en ekki neyðarúrræði Eyþór Máni Steinarsson skrifar
Skoðun Hættan sem felst í því þegar stjórnmálamenn vilja endurskoða fjölmiðlastyrki vegna gagnrýnnar umfjöllunar Ólafur Hand skrifar
Skoðun Þagnarbindindi: Er það lausn ríkisstjórnarinnar gagnvart þjóð sem hafnar hvalveiðum? Anahita Sahar Babaei skrifar
Skoðun Í tilefni af kjaradeilu FÍL og LR vegna listamanna í Borgarleikhúsinu Hrafnhildur Theodórsdóttir skrifar
Skoðun Hagsmunasamtök ESB gegn togveiðum: Hvað er í húfi fyrir Ísland? Svanur Guðmundsson skrifar
Þagnarbindindi: Er það lausn ríkisstjórnarinnar gagnvart þjóð sem hafnar hvalveiðum? Anahita Sahar Babaei Skoðun
Opið bréf til Alþingis, við þingsetningu 4. febrúar Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer,Ragnhildur Katla Jónsdóttir Skoðun