Dómstóla- eða samningaleiðin Steinar Björnsson skrifar 6. mars 2011 08:00 Miðað við endurheimtur úr þrotabúi Landsbankans stefnir allt í það að kostnaður ríkisins vegna Icesave verði vel undir 50 milljörðum verði nýjasti samningur samþykktur. Verði samningurinn þó felldur í þjóðaratkvæðagreiðslu gæti haft einhver skaðleg áhrif á hagkerfið, Íslenska ríkið gæti lent í ruslflokki sem gerir það að verkum að erfiðara verður fyrir hið opinbera að endurfjármagna sig og ný lán munu verða dýrari. Vaxtakostnaður hins opinbera er nægur fyrir svo ekki sé verið að auka á hann. Endurfjármögnunarþörfin er einnig þónokkur og ef mjög illa gengur að endurfjármagna lán samhliða því að Icesave málið taki mjög langan tíma fyrir dómstólum er mikil hætta á greiðslufalli ríkissjóðs. Lendi ríkissjóður í greiðslufalli er nánast ómögulegt að vinna traust lánsfjármarkaða aftur, eins og Argentína þekkir vel, og erlend lán verða mun dýrari til frambúðar. Opinber fyrirtæki munu einnig lenda í miklum hremmingum og þá sérstaklega Orkuveita Reykjavíkur með sín gríðarháu erlendu lán en einnig hefur Landsvirkjun kvartað yfir lélegu aðgengi að lánsfjármagni. Svokölluð pólitísk áhætta fyrir viðskipti og fjárfestingar hefur verið að hækka fyrir Ísland síðustu misseri samkvæmt Aon Risk Solutions og telja þeir að þessi áhætta sé mest á Íslandi meðal Vestur-Evrópuþjóða. Verði núverandi Icesave samningur felldur eru allar líkur á því að þessi pólitíska áhætta muni hækka og orðspor landsins meðal erlendra fjárfesta muni versna. Erlend fjárfesting getur haft mjög jákvæð áhrif á hagkerfi okkar og ef við missum frá okkur fjárfesta í meira mæli mun kreppan ílengjast og mögulega dýpka. Þegar fyrri Icesave samningi var hafnað í ársbyrjun 2009 jókst óvissa í íslenska hagkerfinu varðandi lánsfjármagn, erlenda fjárfestingu og fleiri þætti. Seðlabankinn hefur lækkað vexti hægar en ella vegna þessa með tilheyrandi kostnaði fyrir hagkerfið allt. Seðlabankinn þarf að borga þeim lánastofnunum vexti sem hafa fé á innlánsreikningum Seðlabankans og þetta eru mjög stórar fjárhæðir. Einnig myndu skuldug fyrirtæki og heimili í landinu ekki kvarta yfir lægri vöxtum. Þessi óvissa hefur einnig gert það að verkum að ekki hefur verið hægt að hefja afnám gjaldeyrishafta, en margir tala um afnám gjaldeyrishafta sem grunnforsendu fyrir endurreisn hagkerfisins. Þegar núverandi Icesave samningur er borinn saman við þann fyrri er allur þessi kostnaður ekki tekinn með í reikninginn og samanburðurinn því ekki góður. Frekari bið og óvissa mun hafa gríðarlega skaðleg áhrif á íslenskt hagkerfi, hærri vexti innlenda sem erlenda, minni möguleikar á endurfjármögnun, meiri líkur á ríkisgjaldþroti, minni fjárfestingu sem og viðvarandi gjaldeyrishöft með tilheyrandi stöðnun. Ég vil því meina að ef það fer svo fyrir dómstólum að íslenska ríkið þarf ekkert að greiða vegna Icesave þá mun það koma út á sléttu í besta falli, vegna þess að kostnaðurinn við biðina yrði meiri heldur er núverandi áætlaður kostnaður vegna samningaleiðarinnar. Það er mergur málsins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Icesave Mest lesið Árásir á gyðinga í skugga þjóðarmorðs Helen Ólafsdóttir Skoðun Íslenska er leiðinleg Nói Pétur Á Guðnason Skoðun „Quiet, piggy“ Harpa Kristbergsdóttir Skoðun Um ólaunaða vinnu, velsæld og nýja sýn á hagkerfið Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Kjósið reið og óupplýst! Ragnheiður Kristín Finnbogadóttir Skoðun Réttar upplýsingar um rekstur og fjármögnun RÚV Stefán Eiríksson,Björn Þór Hermannsson Skoðun Þrjú slys á sama stað en svarið er: Það er allt í lagi hér! Róbert Ragnarsson Skoðun Hverjum voru ráðherrann og RÚV að refsa? Júlíus Valsson Skoðun Ísland er ekki í hópi þeirra sem standa sig best í loftslagsmálum Eyþór Eðvarðsson Skoðun Skoðun Skoðun Hverjum voru ráðherrann og RÚV að refsa? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Íslenska er leiðinleg Nói Pétur Á Guðnason skrifar Skoðun Þrjú slys á sama stað en svarið er: Það er allt í lagi hér! Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Réttar upplýsingar um rekstur og fjármögnun RÚV Stefán Eiríksson,Björn Þór Hermannsson skrifar Skoðun Kjósið reið og óupplýst! Ragnheiður Kristín Finnbogadóttir skrifar Skoðun Ekkert barn á Íslandi á að búa við fátækt Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Árásir á gyðinga í skugga þjóðarmorðs Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Hundrað doktorsgráður Ólafur Eysteinn Sigurjónsson skrifar Skoðun EES: ekki slagorð — heldur réttindi Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Skoðun Að þjóna íþróttum Rögnvaldur Hreiðarsson skrifar Skoðun „Quiet, piggy“ Harpa Kristbergsdóttir skrifar Skoðun Ísland er ekki í hópi þeirra sem standa sig best í loftslagsmálum Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Ísland, öryggi og almennur viðbúnaður Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Um ólaunaða vinnu, velsæld og nýja sýn á hagkerfið Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Leysum húsnæðisvandann Guðjón Sigurbjartsson skrifar Skoðun Hugleiðing um jól, fæðingu Krists og inngilding á Íslandi Nicole Leigh Mosty skrifar Skoðun Betri en við höldum Hjálmar Gíslason skrifar Skoðun Draumurinn um ESB-samning er uppgjöf – Ekki fórna framtíðinni fyrir falsöryggi Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Setjum við Ísland í fyrsta sæti? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Skattahækkanir í felum – árás á heimilin Lóa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Að fyrirgefa sjálfum sér Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Hér starfa líka (alls konar) konur Selma Svavarsdóttir skrifar Skoðun Kílómetragjald í blindgötu – þegar stjórnvöld misskilja ferðaþjónustuna Þórir Garðarsson skrifar Skoðun 5 vaxtalækkanir á einu ári Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Falskur finnst mér tónninn Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Treystir Viðreisn þjóðinni í raun? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þingmaður með hálfsannleik um voffann Úffa Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Allt fyrir ekkert – eða ekkert fyrir allt? Eggert Sigurbergsson skrifar Sjá meira
Miðað við endurheimtur úr þrotabúi Landsbankans stefnir allt í það að kostnaður ríkisins vegna Icesave verði vel undir 50 milljörðum verði nýjasti samningur samþykktur. Verði samningurinn þó felldur í þjóðaratkvæðagreiðslu gæti haft einhver skaðleg áhrif á hagkerfið, Íslenska ríkið gæti lent í ruslflokki sem gerir það að verkum að erfiðara verður fyrir hið opinbera að endurfjármagna sig og ný lán munu verða dýrari. Vaxtakostnaður hins opinbera er nægur fyrir svo ekki sé verið að auka á hann. Endurfjármögnunarþörfin er einnig þónokkur og ef mjög illa gengur að endurfjármagna lán samhliða því að Icesave málið taki mjög langan tíma fyrir dómstólum er mikil hætta á greiðslufalli ríkissjóðs. Lendi ríkissjóður í greiðslufalli er nánast ómögulegt að vinna traust lánsfjármarkaða aftur, eins og Argentína þekkir vel, og erlend lán verða mun dýrari til frambúðar. Opinber fyrirtæki munu einnig lenda í miklum hremmingum og þá sérstaklega Orkuveita Reykjavíkur með sín gríðarháu erlendu lán en einnig hefur Landsvirkjun kvartað yfir lélegu aðgengi að lánsfjármagni. Svokölluð pólitísk áhætta fyrir viðskipti og fjárfestingar hefur verið að hækka fyrir Ísland síðustu misseri samkvæmt Aon Risk Solutions og telja þeir að þessi áhætta sé mest á Íslandi meðal Vestur-Evrópuþjóða. Verði núverandi Icesave samningur felldur eru allar líkur á því að þessi pólitíska áhætta muni hækka og orðspor landsins meðal erlendra fjárfesta muni versna. Erlend fjárfesting getur haft mjög jákvæð áhrif á hagkerfi okkar og ef við missum frá okkur fjárfesta í meira mæli mun kreppan ílengjast og mögulega dýpka. Þegar fyrri Icesave samningi var hafnað í ársbyrjun 2009 jókst óvissa í íslenska hagkerfinu varðandi lánsfjármagn, erlenda fjárfestingu og fleiri þætti. Seðlabankinn hefur lækkað vexti hægar en ella vegna þessa með tilheyrandi kostnaði fyrir hagkerfið allt. Seðlabankinn þarf að borga þeim lánastofnunum vexti sem hafa fé á innlánsreikningum Seðlabankans og þetta eru mjög stórar fjárhæðir. Einnig myndu skuldug fyrirtæki og heimili í landinu ekki kvarta yfir lægri vöxtum. Þessi óvissa hefur einnig gert það að verkum að ekki hefur verið hægt að hefja afnám gjaldeyrishafta, en margir tala um afnám gjaldeyrishafta sem grunnforsendu fyrir endurreisn hagkerfisins. Þegar núverandi Icesave samningur er borinn saman við þann fyrri er allur þessi kostnaður ekki tekinn með í reikninginn og samanburðurinn því ekki góður. Frekari bið og óvissa mun hafa gríðarlega skaðleg áhrif á íslenskt hagkerfi, hærri vexti innlenda sem erlenda, minni möguleikar á endurfjármögnun, meiri líkur á ríkisgjaldþroti, minni fjárfestingu sem og viðvarandi gjaldeyrishöft með tilheyrandi stöðnun. Ég vil því meina að ef það fer svo fyrir dómstólum að íslenska ríkið þarf ekkert að greiða vegna Icesave þá mun það koma út á sléttu í besta falli, vegna þess að kostnaðurinn við biðina yrði meiri heldur er núverandi áætlaður kostnaður vegna samningaleiðarinnar. Það er mergur málsins.
Um ólaunaða vinnu, velsæld og nýja sýn á hagkerfið Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir Skoðun
Skoðun Réttar upplýsingar um rekstur og fjármögnun RÚV Stefán Eiríksson,Björn Þór Hermannsson skrifar
Skoðun Um ólaunaða vinnu, velsæld og nýja sýn á hagkerfið Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar
Skoðun Draumurinn um ESB-samning er uppgjöf – Ekki fórna framtíðinni fyrir falsöryggi Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Kílómetragjald í blindgötu – þegar stjórnvöld misskilja ferðaþjónustuna Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar
Um ólaunaða vinnu, velsæld og nýja sýn á hagkerfið Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir Skoðun