"Við tókum of mörg ótímabær skot í seinni hálfleik og í kjölfarið missum við FH of langt á undan okkur. Einnig náðum við aldrei taktinum í varnarleiknum og sóknarleikurinn var stirður. Það er margt sem þarf að laga," sagði Reynir Þór Reynisson, þjálfari Fram eftir tap liðsins 28-33 tap fyrir FH í N1 deild karla í dag.
Bæði Fram og FH voru með 19 stig fyrir leik dagsins en nú hefur FH náð tveggja stiga forystu á Fram og er með pálmann í höndunum með að ná öðru sætinu í deildinni. Reynir leyndi ekki vonbrigðum sínum eftir leik.
"Það eru mikil vonbrigði að tapa þessum leik. Við erum í mótvindi um þessar mundir og þurfum að vinna okkur út úr þessu. Það er langtímavinna og gerist ekki á einni nóttu. Við þurfum að spýta í lófanna og einfaldlega að spila betur."
