Um jafnrétti, kyn og völd á alþjóðlegum baráttudegi kvenna Guðbjartur Hannesson skrifar 8. mars 2011 06:00 Ég óska konum og körlum til hamingju með daginn, 8. mars, sem er alþjóðlegur baráttudagur kvenna. Baráttan fyrir jafnri stöðu og jöfnum rétti kvenna og karla heldur áfram og enn eru mörg stór mál sem við þurfum að setja á oddinn. Staða Íslands á sviði jafnréttismála samkvæmt nýjustu úttekt Alþjóðaefnahagsráðsins er vissulega ánægjuleg þar sem jafnrétti kynjanna er hvergi talið meira; Ísland í fyrsta sæti, Noregur í öðru sæti og Finnland í því þriðja. Okkur til framdráttar er staðan í menntamálum og heilbrigðismálum og styrkur kvenna á pólitískum vettvangi. Akkillesarhæll okkar er hins vegar vinnumarkaðurinn, einkum launamunur kynjanna og veik staða kvenna í stjórnum stofnana og fyrirtækja og sem stjórnendur og eigendur fyrirtækja. Það er alvarlegt hve hægt miðar í þessum efnum því við þekkjum öll þann drifkraft sem fólginn er í efnahagslegum völdum og áhrif þeirra á mótun samfélagsins. Hinn 24. október síðastliðinn voru 35 ár liðin frá því að íslenskar konur lögðu niður vinnu og fjölmenntu í miðbæ Reykjavíkur til að vekja athygli á mikilvægi vinnuframlags kvenna. Tíðindin vöktu heimsathygli og jafnréttisbaráttan náði nýjum hæðum. Nú eru 50 ár frá því að Alþingi setti lög um jöfn laun karla og kvenna og var stefnt að því að markmiðum þeirra skyldi náð fyrir árið 1972. Síðan eru liðin 39 ár og samt er launamunur kynjanna enn umtalsverður. Þetta undirstrikuðu konur þegar þær lögðu niður störf 25. október síðastliðinn kl. 14.25 til marks um að vinnudegi þeirra væri þá lokið ef laun þeirra væru jöfn launum karla. Fjölmargar rannsóknir hafa verið gerðar á launamun kynjanna sem ekki er unnt að skýra með öðrum breytum en beinni kynbundinni mismunun. Nýjustu rannsóknir sýna mun á bilinu 7,3-10,1%. Það er ótrúlegt að þetta hróplega misrétti viðgengst enn, við getum ekki sætt okkur við það og verðum að grípa til aðgerða sem duga. Áfram verður unnið að gerð jafnlaunastaðals og í tillögu til þingsályktunar um áætlun í jafnréttismálum er lögð fram áætlun um aðgerðir til að vinna gegn kynbundnum launamun. Alþingi samþykkti í fyrra lög um kynjakvóta í stjórnum opinberra hlutafélaga og einkahlutafélaga sem kveða á um 40% hlut hvors kyns að lágmarki. Lögin taka gildi í september 2013. Árið 2009 voru konur 19% framkvæmdastjóra hjá íslenskum fyrirtækjum, 23% kvenna voru stjórnarformenn og 23% stjórnarmenn. Hér þarf að breyta hugarfari til að rétta hlut kvenna og forsvarsmenn stofnana og fyrirtækja þurfa að vinna hratt til að uppfylla lagaskyldu árið 2013. Velferðarráðuneytið og efnahags- og viðskiptaráðuneytið hafa ákveðið að ýta úr vör sameiginlegu átaki til að vinna að þessu máli og ég vonast eftir góðu samstarfi við Samtök atvinnulífsins með skjótan árangur að markmiði. Það er ástæðulaust að líta á lagaákvæði um kynjakvóta sem íþyngjandi. Vissulega er leitt að ekki skyldi nást árangur án lagasetningar en rannsóknir sýna að uppfylling markmiða þeirra mun skila stofnunum og fyrirtækjum margvíslegum ávinningi. Sýnt hefur verið fram á að rekstur fyrirtækja gengur betur þegar konur koma einnig að stjórnun þeirra. Norðmenn tóku upp kynjakvóta í stjórnum fyrirtækja fyrir nokkrum árum og nú hefur sýnt sig að fyrirtæki hafa stórbætt ímynd sína í kjölfarið. Þeir sem gagnrýndu lögin í Noregi á sínum tíma viðurkenna nú að þau hafi verið til góðs. Það er því til mikils að vinna. Ég er einnig sannfærður um að með því að jafna hlut kynjanna í forystu stofnana og fyrirtækja muni hratt draga úr kynbundnum launamun, einfaldlega af því að æðstu stjórnendur ráða mestu um launastefnuna í sínum ranni. Eins og ég sagði í upphafi eru enn mörg mál sem berjast þarf fyrir til að ná markmiðum laga um jafna stöðu og jafnan rétt kvenna og karla. Þeim verða ekki gerð skil í stuttri grein en ég hvet fólk til að sækja fundi og ráðstefnur sem fram fara í dag í tilefni alþjóðlega baráttudagsins þar sem lærðir og leikir munu fjalla um stöðu jafnréttismála, brýnustu baráttumálin og verkefnin framundan. Kynbundin mismunun og kúgun, hvaða nafni sem hún nefnist, er grafalvarlegt mál sem kemur okkur öllum við. Það er ábyrgðarhluti að verða vitni að mismunun og aðhafast ekkert. Þetta á við um okkur öll. Það þýðir ekki að ætla öðrum að berjast gegn mannréttindabrotum og bíða eftir réttlátari heimi með hendur í vösum. Við þurfum öll að axla ábyrgð og leggja okkar af mörkum í baráttunni fyrir mannréttindum öllum til handa. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guðbjartur Hannesson Mest lesið Sjö staðreyndir í útlendingamálum Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir Skoðun Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Sjálfstæðisstefnan og frelsið Helgi Áss Grétarsson Skoðun „Er allt í lagi?“ Olga Björt Þórðardóttir Skoðun Sumarfríinu aflýst Sigurður Helgi Pálmason Skoðun Úr skotgröfum í netkerfin: Netárásir á innviði Vesturlanda Ýmir Vigfússon Skoðun Einmanaleiki: Skortir þig tengsl við þig eða aðra? Sigrún Þóra Sveinsdóttir Skoðun Fordómar gagnvart hinsegin fólki – Reynslusaga Geir Gunnar Markússon Skoðun Um mýkt, menntun og von Sigurður Árni Reynisson Skoðun Ákall til íslenskra stjórnmálamanna Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Skoðun Skoðun Sjálfstæðisstefnan og frelsið Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Sjö staðreyndir í útlendingamálum Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar Skoðun Einmanaleiki: Skortir þig tengsl við þig eða aðra? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Fjölbreytni í endurhæfingu skiptir máli Hólmfríður Einarsdóttir skrifar Skoðun Sumarfríinu aflýst Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Úr skotgröfum í netkerfin: Netárásir á innviði Vesturlanda Ýmir Vigfússon skrifar Skoðun Fordómar gagnvart hinsegin fólki – Reynslusaga Geir Gunnar Markússon skrifar Skoðun „Er allt í lagi?“ Olga Björt Þórðardóttir skrifar Skoðun Göngum í Haag hópinn Þórhildur Sunna Ævarsdóttir skrifar Skoðun Kirkjuklukkur hringja Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Gerir háskólanám þig að grunnskólakennara? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Stríð skapar ekki frið Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Íslenska stóðhryssan og Evrópa Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Hvammsvirkjun – Skyldur ráðherra og réttur samfélagsins Eggert Valur Guðmundsson skrifar Skoðun Norska leiðin er fasismi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Um mýkt, menntun og von Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Höfum alla burði til þess Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Tímabær rannsókn dómsmálaráðuneytisins Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar Skoðun Umsókn krefst ákvörðunar – ekki ákalls Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hjálp, barnið mitt spilar Roblox! Kristín Magnúsdóttir skrifar Skoðun Líkindi með guðstrú og djöflatrú Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Ævinlega þakkláti flóttamaðurinn Zeljka Kristín Klobucar skrifar Skoðun Vér vesalingar Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Leikrit Landsvirkjunar Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Svona eða hinsegin, hvert okkar verður næst? Unnar Geir Unnarsson skrifar Skoðun Reynisfjara og mannréttindasáttmáli Evrópu Róbert R. Spanó skrifar Skoðun Að hlúa að foreldrum: Forvörn sem skiptir máli Áróra Huld Bjarnadóttir skrifar Sjá meira
Ég óska konum og körlum til hamingju með daginn, 8. mars, sem er alþjóðlegur baráttudagur kvenna. Baráttan fyrir jafnri stöðu og jöfnum rétti kvenna og karla heldur áfram og enn eru mörg stór mál sem við þurfum að setja á oddinn. Staða Íslands á sviði jafnréttismála samkvæmt nýjustu úttekt Alþjóðaefnahagsráðsins er vissulega ánægjuleg þar sem jafnrétti kynjanna er hvergi talið meira; Ísland í fyrsta sæti, Noregur í öðru sæti og Finnland í því þriðja. Okkur til framdráttar er staðan í menntamálum og heilbrigðismálum og styrkur kvenna á pólitískum vettvangi. Akkillesarhæll okkar er hins vegar vinnumarkaðurinn, einkum launamunur kynjanna og veik staða kvenna í stjórnum stofnana og fyrirtækja og sem stjórnendur og eigendur fyrirtækja. Það er alvarlegt hve hægt miðar í þessum efnum því við þekkjum öll þann drifkraft sem fólginn er í efnahagslegum völdum og áhrif þeirra á mótun samfélagsins. Hinn 24. október síðastliðinn voru 35 ár liðin frá því að íslenskar konur lögðu niður vinnu og fjölmenntu í miðbæ Reykjavíkur til að vekja athygli á mikilvægi vinnuframlags kvenna. Tíðindin vöktu heimsathygli og jafnréttisbaráttan náði nýjum hæðum. Nú eru 50 ár frá því að Alþingi setti lög um jöfn laun karla og kvenna og var stefnt að því að markmiðum þeirra skyldi náð fyrir árið 1972. Síðan eru liðin 39 ár og samt er launamunur kynjanna enn umtalsverður. Þetta undirstrikuðu konur þegar þær lögðu niður störf 25. október síðastliðinn kl. 14.25 til marks um að vinnudegi þeirra væri þá lokið ef laun þeirra væru jöfn launum karla. Fjölmargar rannsóknir hafa verið gerðar á launamun kynjanna sem ekki er unnt að skýra með öðrum breytum en beinni kynbundinni mismunun. Nýjustu rannsóknir sýna mun á bilinu 7,3-10,1%. Það er ótrúlegt að þetta hróplega misrétti viðgengst enn, við getum ekki sætt okkur við það og verðum að grípa til aðgerða sem duga. Áfram verður unnið að gerð jafnlaunastaðals og í tillögu til þingsályktunar um áætlun í jafnréttismálum er lögð fram áætlun um aðgerðir til að vinna gegn kynbundnum launamun. Alþingi samþykkti í fyrra lög um kynjakvóta í stjórnum opinberra hlutafélaga og einkahlutafélaga sem kveða á um 40% hlut hvors kyns að lágmarki. Lögin taka gildi í september 2013. Árið 2009 voru konur 19% framkvæmdastjóra hjá íslenskum fyrirtækjum, 23% kvenna voru stjórnarformenn og 23% stjórnarmenn. Hér þarf að breyta hugarfari til að rétta hlut kvenna og forsvarsmenn stofnana og fyrirtækja þurfa að vinna hratt til að uppfylla lagaskyldu árið 2013. Velferðarráðuneytið og efnahags- og viðskiptaráðuneytið hafa ákveðið að ýta úr vör sameiginlegu átaki til að vinna að þessu máli og ég vonast eftir góðu samstarfi við Samtök atvinnulífsins með skjótan árangur að markmiði. Það er ástæðulaust að líta á lagaákvæði um kynjakvóta sem íþyngjandi. Vissulega er leitt að ekki skyldi nást árangur án lagasetningar en rannsóknir sýna að uppfylling markmiða þeirra mun skila stofnunum og fyrirtækjum margvíslegum ávinningi. Sýnt hefur verið fram á að rekstur fyrirtækja gengur betur þegar konur koma einnig að stjórnun þeirra. Norðmenn tóku upp kynjakvóta í stjórnum fyrirtækja fyrir nokkrum árum og nú hefur sýnt sig að fyrirtæki hafa stórbætt ímynd sína í kjölfarið. Þeir sem gagnrýndu lögin í Noregi á sínum tíma viðurkenna nú að þau hafi verið til góðs. Það er því til mikils að vinna. Ég er einnig sannfærður um að með því að jafna hlut kynjanna í forystu stofnana og fyrirtækja muni hratt draga úr kynbundnum launamun, einfaldlega af því að æðstu stjórnendur ráða mestu um launastefnuna í sínum ranni. Eins og ég sagði í upphafi eru enn mörg mál sem berjast þarf fyrir til að ná markmiðum laga um jafna stöðu og jafnan rétt kvenna og karla. Þeim verða ekki gerð skil í stuttri grein en ég hvet fólk til að sækja fundi og ráðstefnur sem fram fara í dag í tilefni alþjóðlega baráttudagsins þar sem lærðir og leikir munu fjalla um stöðu jafnréttismála, brýnustu baráttumálin og verkefnin framundan. Kynbundin mismunun og kúgun, hvaða nafni sem hún nefnist, er grafalvarlegt mál sem kemur okkur öllum við. Það er ábyrgðarhluti að verða vitni að mismunun og aðhafast ekkert. Þetta á við um okkur öll. Það þýðir ekki að ætla öðrum að berjast gegn mannréttindabrotum og bíða eftir réttlátari heimi með hendur í vösum. Við þurfum öll að axla ábyrgð og leggja okkar af mörkum í baráttunni fyrir mannréttindum öllum til handa.
Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar
Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar