Boltavakt Vísis og Fréttablaðsins er með beina lýsingu frá viðureign Fram og Vals í úrslitum Eimskipsbikar kvenna sem hefst klukkan 13.30.
Smelltu hér til að opna Boltavaktina: Fram - Valur.
Þessi tvö lið hafa barist um flesta titla á Íslandi undanfarin ár en Fram er núverandi bikarmeistari. Valur er hins vegar handhafi allra annarra titla sem í boði eru.
Valur hefur unnið allar þrjár viðureignir liðanna á núverandi tímabili en Framarar munu þó vafalítið selja sig dýrt í dag.
