Lögreglan í Washington er búin að kæra Gilbert Arenas, leikmann Washington Wizards, vegna byssuatviksins sem átti sér stað í búningsklefa Wizards og hefur mikið verið fjallað um.
Verði Arenas fundinn sekur gæti hann átt yfir höfði sér allt að fimm ára fangelsi.
Hann hefur þegar verið settur í ótímabundið bann í NBA-deildinni og það án þess að fá laun.