Ítrekað ekið á bifreið skaupsskrifara 22. desember 2010 06:00 Halldór Högurður sýnir lesendum þriðja tjónið sem ökuníðingar hafa unnið á bíl hans síðustu sex vikur.Fréttablaðið/GVA „Það er spurning um að fara að nota leigubíla,“ segir Halldór Högurður, einn af handritshöfundum áramótaskaupsins í ár – og í fyrra. Þrisvar sinnum hefur verið keyrt utan í bíl Halldórs á aðeins sex vikna tímabili. Allir ökumennirnir hafa stungið af og kostnaðurinn hefur því fallið á Halldór. Hann gat hlegið að óhöppunum í fyrstu, en segir að brandarinn sé orðinn þreyttur í dag. „Áður en ég hélt út í vetrarfrí var búið að keyra tvisvar utan í bílinn á stæðum niðri í miðbæ á innan við tveimur vikum,“ rifjar Halldór upp. „Svo fer ég út í tvær vikur og læt rétta bílinn á minn kostnað. Ég nota tækifærið fyrst ég var að fara í frí og læt sprauta hann í Keflavík. Hann kemur assgoti góður frá þeim, eins og nýr.“ Halldór fór svo niður í miðbæ á nýsprautuðum bílnum í vikunni, stoppaði í tvær klukkustundir og kom að klesstum bílnum í þriðja skipti á sex vikum. „Það var ekið nokkuð hressilega aftan á hann – einhver sem var að fara úr stæði,“ segir Halldór og vandar ökuníðingnum ekki kveðjurnar. „Það er eitthvert gimp heima hjá sér að fárast yfir öllu vonda fólkinu í bönkum og ríkisstjórn sem tekur ekki ábyrgð og stingur svo af frá svona.“ Halldór segir kostnaðinn við fyrstu viðgerðina hafa numið 100 þúsund krónum. Í þetta skipti er verðmiðinn 50 þúsund krónur og hann hyggst fá kostnaðinn tífaldan til baka. „Þetta er jólaleikurinn í ár. Ég ætla að finna hann á undan lögreglunni og rukka hann um margfaldan kostnað, berja út úr viðkomandi hálfa milljón allavega,“ segir Halldór. „Það vill svo til að þessi snillingur gerir þetta við Landsbankann þar sem eru tvær myndavélar sem á eftir að skoða. Svo er lögreglumyndavél neðar í götunni – ég er að bíða eftir því að lögreglan setjist niður og finni þennan bláa bíl.“ Halldór býst við að Lee C. Buchheit sem fór fyrir íslensku Icesave-samninganefndinni, sé upptekinn og treystir „því að Jón stóri eða álíka sannfærandi samningamaður hjálpi mér að semja við viðkomandi um tífalda greiðslu fyrir ónæði mitt af þessu,“ segir hann. „Mér finnst eðlilegt að verðleggja þetta sjálfur. Ef þetta á að að vera svona þjóðfélag; maður gerir það sem manni dettur í hug, þá tek ég þátt í því.“ Halldór segir að það yrði stórmannlegt af viðkomandi að gefa sig hreinlega fram. Hann hvetur þá sem kunna að hafa orðið vitni að óhappinu að senda sér póst á netfangið mafia@mafia.is.atlifannar@frettabladid.is Áramótaskaupið Mest lesið Stjörnulífið: Seiðandi ofurskvísur og mæðradagurinn Lífið Ísrael sendir kvörtun til EBU Lífið Aðal gellur landsins saman í epískri hestaferð Lífið Atriðin sem Ísland vill ekki fá áfram Lífið Fréttamaður í næstlélegasta flokknum en Væb stórstjörnur Lífið Í kossaflensi á Beyoncé Lífið Elskar fallega hælaskó og Prettyboitjokkó Lífið Arnar og Sara gáfu syninum nafn Lífið „Ég varð stjörf af hræðslu“ Lífið Norðurljósin séu svalasta undur veraldar Lífið Fleiri fréttir Halla á hátíðarsýningu Attenborough Norðurljósin séu svalasta undur veraldar Arnar og Sara gáfu syninum nafn Atriðin sem Ísland vill ekki fá áfram Í kossaflensi á Beyoncé Ísrael sendir kvörtun til EBU Aðal gellur landsins saman í epískri hestaferð Stjörnulífið: Seiðandi ofurskvísur og mæðradagurinn Elskar fallega hælaskó og Prettyboitjokkó Fréttamaður í næstlélegasta flokknum en Væb stórstjörnur Næsta lag fjalli um hið íslenska gufubað „Ég varð stjörf af hræðslu“ Krakkatían: Reikistjörnur, regnbogar og kengúrur „Og ég varð snargeðveikur“ Fjölmenni á sjötíu ára afmæli Kópavogs Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn Bók skilað eftir 56 ára útlán Hugmyndir fyrir mæðradaginn Bakaríið í beinni útsendingu Fréttatía vikunnar: Páfakjör, poppstjarna og nýr kanslari „Þetta eru þýðingarmestu skilaboð Davids Attenborough til þessa“ Hönnunarunnendur skáluðu í Kópavogi Molly-Mae og Tommy Fury saman á ný Drengurinn Fengurinn hlaut styrk úr Minningarsjóði Svavars Péturs Leikstjórinn James Foley er látinn Frumsýning hjá Auðuni: Langaði til að gera fallegt náttúruklám Kristín Péturs orðin tveggja drengja móðir Katrín Tanja og Brooks tilkynna kynið Glæsileg íbúð handboltakempu í Sigvaldahúsi Heklaði sér fyrir útborgun í húsi í Þingholtunum Sjá meira
„Það er spurning um að fara að nota leigubíla,“ segir Halldór Högurður, einn af handritshöfundum áramótaskaupsins í ár – og í fyrra. Þrisvar sinnum hefur verið keyrt utan í bíl Halldórs á aðeins sex vikna tímabili. Allir ökumennirnir hafa stungið af og kostnaðurinn hefur því fallið á Halldór. Hann gat hlegið að óhöppunum í fyrstu, en segir að brandarinn sé orðinn þreyttur í dag. „Áður en ég hélt út í vetrarfrí var búið að keyra tvisvar utan í bílinn á stæðum niðri í miðbæ á innan við tveimur vikum,“ rifjar Halldór upp. „Svo fer ég út í tvær vikur og læt rétta bílinn á minn kostnað. Ég nota tækifærið fyrst ég var að fara í frí og læt sprauta hann í Keflavík. Hann kemur assgoti góður frá þeim, eins og nýr.“ Halldór fór svo niður í miðbæ á nýsprautuðum bílnum í vikunni, stoppaði í tvær klukkustundir og kom að klesstum bílnum í þriðja skipti á sex vikum. „Það var ekið nokkuð hressilega aftan á hann – einhver sem var að fara úr stæði,“ segir Halldór og vandar ökuníðingnum ekki kveðjurnar. „Það er eitthvert gimp heima hjá sér að fárast yfir öllu vonda fólkinu í bönkum og ríkisstjórn sem tekur ekki ábyrgð og stingur svo af frá svona.“ Halldór segir kostnaðinn við fyrstu viðgerðina hafa numið 100 þúsund krónum. Í þetta skipti er verðmiðinn 50 þúsund krónur og hann hyggst fá kostnaðinn tífaldan til baka. „Þetta er jólaleikurinn í ár. Ég ætla að finna hann á undan lögreglunni og rukka hann um margfaldan kostnað, berja út úr viðkomandi hálfa milljón allavega,“ segir Halldór. „Það vill svo til að þessi snillingur gerir þetta við Landsbankann þar sem eru tvær myndavélar sem á eftir að skoða. Svo er lögreglumyndavél neðar í götunni – ég er að bíða eftir því að lögreglan setjist niður og finni þennan bláa bíl.“ Halldór býst við að Lee C. Buchheit sem fór fyrir íslensku Icesave-samninganefndinni, sé upptekinn og treystir „því að Jón stóri eða álíka sannfærandi samningamaður hjálpi mér að semja við viðkomandi um tífalda greiðslu fyrir ónæði mitt af þessu,“ segir hann. „Mér finnst eðlilegt að verðleggja þetta sjálfur. Ef þetta á að að vera svona þjóðfélag; maður gerir það sem manni dettur í hug, þá tek ég þátt í því.“ Halldór segir að það yrði stórmannlegt af viðkomandi að gefa sig hreinlega fram. Hann hvetur þá sem kunna að hafa orðið vitni að óhappinu að senda sér póst á netfangið mafia@mafia.is.atlifannar@frettabladid.is
Áramótaskaupið Mest lesið Stjörnulífið: Seiðandi ofurskvísur og mæðradagurinn Lífið Ísrael sendir kvörtun til EBU Lífið Aðal gellur landsins saman í epískri hestaferð Lífið Atriðin sem Ísland vill ekki fá áfram Lífið Fréttamaður í næstlélegasta flokknum en Væb stórstjörnur Lífið Í kossaflensi á Beyoncé Lífið Elskar fallega hælaskó og Prettyboitjokkó Lífið Arnar og Sara gáfu syninum nafn Lífið „Ég varð stjörf af hræðslu“ Lífið Norðurljósin séu svalasta undur veraldar Lífið Fleiri fréttir Halla á hátíðarsýningu Attenborough Norðurljósin séu svalasta undur veraldar Arnar og Sara gáfu syninum nafn Atriðin sem Ísland vill ekki fá áfram Í kossaflensi á Beyoncé Ísrael sendir kvörtun til EBU Aðal gellur landsins saman í epískri hestaferð Stjörnulífið: Seiðandi ofurskvísur og mæðradagurinn Elskar fallega hælaskó og Prettyboitjokkó Fréttamaður í næstlélegasta flokknum en Væb stórstjörnur Næsta lag fjalli um hið íslenska gufubað „Ég varð stjörf af hræðslu“ Krakkatían: Reikistjörnur, regnbogar og kengúrur „Og ég varð snargeðveikur“ Fjölmenni á sjötíu ára afmæli Kópavogs Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn Bók skilað eftir 56 ára útlán Hugmyndir fyrir mæðradaginn Bakaríið í beinni útsendingu Fréttatía vikunnar: Páfakjör, poppstjarna og nýr kanslari „Þetta eru þýðingarmestu skilaboð Davids Attenborough til þessa“ Hönnunarunnendur skáluðu í Kópavogi Molly-Mae og Tommy Fury saman á ný Drengurinn Fengurinn hlaut styrk úr Minningarsjóði Svavars Péturs Leikstjórinn James Foley er látinn Frumsýning hjá Auðuni: Langaði til að gera fallegt náttúruklám Kristín Péturs orðin tveggja drengja móðir Katrín Tanja og Brooks tilkynna kynið Glæsileg íbúð handboltakempu í Sigvaldahúsi Heklaði sér fyrir útborgun í húsi í Þingholtunum Sjá meira