Enn órói í Eyjafjallajökli Jón Hákon Halldórsson skrifar 24. apríl 2010 12:19 Enn er órói í Eyjafjallajökli. Mynd/ GVA. Órói er enn í Eyjafjallajökli, samkvæmt upplýsingum sérfræðinga Veðurstofu Íslands á fjölmiðlafundi í Skógarhlíð í morgun. Öskuframleiðsla er enn í gangi en gosmökkurinn er undir 3 km hæð og mælist því ekki á ratsjá. Samkvæmt upplýsingum Veðurstofu er spáð allhvassri suðaustan- og austanátt með suðurströndinni en annars hægari og verður úrkomulítið. Öskufalli er spáð í nágrenni eldstöðvarinnar, norður og norðvestur af henni. Öskumistur berst þó lengra. Veðurstofa Íslands vill koma því á framfæri að fólk láti Veðurstofuna vita, verði það vart við öskufall. Hægt er að tilkynna öskufall rafrænt á vefsíðu Veðurstofunnar. Samkvæmt upplýsingum á vefsíðu Reykjavíkurborgar kemur fram að svifryk mælist yfir viðmiðunarmörkum á höfuðborgarsvæðinu. Ekki er þörf á að grípa til sérstakra varúðarráðstafana vegna þess enda er svifryksmagnið sambærilegt og á umferðarþungum degi. Í tilkynningu frá sóttvarnalækni í gær segir að þegar öskumistur sé til staðar eða aukin svifryksmengun mælist þá sé einstaklingum með undirliggjandi hjarta- og lungnasjúkdóma ráðlagt að halda sig innandyra en notkun gríma er óþörf. Fólki er bent á að fylgjast með fréttum og upplýsingum og leiðbeiningum á heimasíðum Almannavarna, Umhverfisstofnunar, og Reykjavíkurborgar. Samkvæmt upplýsingum frá Flugstoðum eru truflanir á innanlands- og millilandaflugi og eru farþegar eindregið hvattir til þess að afla sér frekari upplýsinga hjá flugrekendum. Eldgos og jarðhræringar Gos á Fimmvörðuhálsi Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Innlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Erlent Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Erlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Spáir stillu og miklu svifryki um áramótin Veður Holtavörðuheiði enn lokuð Innlent Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Fleiri fréttir Skilaréttur neytenda ríkari ef varan er keypt á netinu Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Hæstiréttur fer beint í búvörulagamálið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Grímuskylda og ósáttir vínsalar Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Sjá meira
Órói er enn í Eyjafjallajökli, samkvæmt upplýsingum sérfræðinga Veðurstofu Íslands á fjölmiðlafundi í Skógarhlíð í morgun. Öskuframleiðsla er enn í gangi en gosmökkurinn er undir 3 km hæð og mælist því ekki á ratsjá. Samkvæmt upplýsingum Veðurstofu er spáð allhvassri suðaustan- og austanátt með suðurströndinni en annars hægari og verður úrkomulítið. Öskufalli er spáð í nágrenni eldstöðvarinnar, norður og norðvestur af henni. Öskumistur berst þó lengra. Veðurstofa Íslands vill koma því á framfæri að fólk láti Veðurstofuna vita, verði það vart við öskufall. Hægt er að tilkynna öskufall rafrænt á vefsíðu Veðurstofunnar. Samkvæmt upplýsingum á vefsíðu Reykjavíkurborgar kemur fram að svifryk mælist yfir viðmiðunarmörkum á höfuðborgarsvæðinu. Ekki er þörf á að grípa til sérstakra varúðarráðstafana vegna þess enda er svifryksmagnið sambærilegt og á umferðarþungum degi. Í tilkynningu frá sóttvarnalækni í gær segir að þegar öskumistur sé til staðar eða aukin svifryksmengun mælist þá sé einstaklingum með undirliggjandi hjarta- og lungnasjúkdóma ráðlagt að halda sig innandyra en notkun gríma er óþörf. Fólki er bent á að fylgjast með fréttum og upplýsingum og leiðbeiningum á heimasíðum Almannavarna, Umhverfisstofnunar, og Reykjavíkurborgar. Samkvæmt upplýsingum frá Flugstoðum eru truflanir á innanlands- og millilandaflugi og eru farþegar eindregið hvattir til þess að afla sér frekari upplýsinga hjá flugrekendum.
Eldgos og jarðhræringar Gos á Fimmvörðuhálsi Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Innlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Erlent Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Erlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Spáir stillu og miklu svifryki um áramótin Veður Holtavörðuheiði enn lokuð Innlent Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Fleiri fréttir Skilaréttur neytenda ríkari ef varan er keypt á netinu Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Hæstiréttur fer beint í búvörulagamálið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Grímuskylda og ósáttir vínsalar Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Sjá meira