Valgeir Magnússon, umboðsmaður Heru í Osló, stendur vörð um söngkonuna.
Meðfylgjandi myndskeið sem var tekið daginn áður en Valgeir setti Heru í fjölmiðlabann sýnir þegar hann vísar erlendri sjónvarpsstöð frá.
Þá má greinilega sjá að Heru líður ekkert allt of vel með að hann neiti fjölmiðlafólkinu um að ræða við hana líkt og hún sagði við okkur sama dag:
„Ég náttúrulega verð alveg rosa meðvirk og finnst svo erfitt þegar hann er að vísa fólki frá."