Leikskóli heimsækir kirkju Siggeir F. Ævarsson skrifar 20. desember 2010 05:00 Umræðan um tillögur Mannréttindaráðs Reykjavíkur er varða samskipti skóla og kirkju er á ótrúlegum villigötum. Það þarf svo sem ekki að koma neinum á óvart þegar hagsmunaaðilar (les. kirkjunnar menn) reyna markvisst að afvegaleiða umræðuna. Þeir sem láta hvað hæst í sér heyra virðast reyndar fæstir hafa lesið svo mikið sem stafkrók í tillögum. Það sem slær mig þó hvað mest er hversu margir virðast ekki geta séð muninn á trúboði og trúfræðslu. Ég hef nefnilega ekkert á móti því að börn séu frædd um kristinn sið, sem og raunar öll trúarbrögð. Mér þykir líka eðlilegt að í kennslu sé meiri áhersla lögð á fræðslu um kristni heldur en t.d. íslam, enda á kristnin djúpar rætur í menningu okkar. Þessi kennsla á þó ekkert erindi við börn á leikskólaaldri, sem eiga mjög erfitt með að greina ævintýrin í sögubókunum frá raunveruleikanum. Á dögunum fékk ég tækifæri á að upplifa frá fyrstu hendi heimsókn leikskóla í kirkju. Dóttir mín 3 ára, tilkynnti mér það glöð í bragði að hún væri að fara í kirkjuna að syngja með leikskólanum. Ég tók þessum fréttum með jafnaðargeði, enda sé ég ekkert að því að börn komi saman og syngi jólalög. Raunar fagnaði ég því að fá loksins að sjá svona heimsókn með eigin augun, því kirkjan hefur hamrað á því að ekkert trúboð fari fram í þessum heimsóknum, og þær séu allar á forsendum skólanna. Það er hins vegar skemmst frá því að segja að á þessari samkomu fór harla lítil fræðsla fram og hlutleysi var það síðasta sem einkenndi hana. Presturinn byrjaði samkomuna á því að láta börnin teikna kross með fingrunum, og lét þau síðan signa sig, og sagði þeim að þau væru að merkja sig börn guðs. Einnig leiddi presturinn börnin áfram í látbragðsleik sem endaði þannig að þau bönkuðu á lófann á sér. Hver var að banka? Jú það var enginn annar en Jesús kristur, bankandi á hjarta þeirra. Presturinn spurði hvort það væri ekki örugglega pláss fyrir Jesú þar, því hann væri besti vinur þeirra. Svo hélt hún áfram og sagði að það væri rosalega gott að tala við vin sinn og í framhaldinu lét hún öll börnin spenna greipar og þau fóru saman með Faðir Vor. Síðan sagði presturinn börnunum söguna af Jesúbarninu sem hún lauk með þeim orðum að þetta væri merkilegasta saga í heimi. Það er auðvitað alveg satt, þetta er ekkert nema saga. Það hefði presturinn mátt leggja miklu meiri áherslu á. Uppáhalds saga dóttur minnar er Rauðhetta, og hún getur ekki farið að sofa nema að fá að heyra hana fyrst. En hún á mjög bágt með að greina atburði sögunnar frá raunveruleikanum og spyr mig gjarnan áður en hún sofnar hvort það sé ekki örugglega læst, „svo það komi enginn refur inn til okkar." Þriggja ára gamalt barn hefur engar forsendur til að greina á milli þess sem er sannleikur eða skáldskapur. Mig langar í þessu samhengi að rifja upp orð John Locke, sem voru rituð fyrir meira en 300 árum síðan en eiga enn ótrúlega vel við í dag: „Ekkert er algengara en að börn fái inn í hugann fullyrðingar... frá foreldrum sínum, fóstrum eða fólkinu í kringum þau. Og með því að þeim er lætt inn í óviðbúinn og fordómalausan skilning þeirra, og festast þar smátt og smátt, eru þær að lokum (hvort heldur sannar eða ósannar) svo rígnegldar þar af löngum vana og innrætingu að útilokað er að draga þær út aftur" Að þessu sögðu má hverjum manni það ljóst vera að öll orð kirkjunnar á þá leið að ekkert trúboð sé stundað í skólum eru lítið annað en innantóm. Því hvað var þessi heimsókn í kirkjuna annað en trúboð í sinni tærustu birtingarmynd? Hefði ekki verið hægt að sleppa signingunni og bæninni og draga svolítið úr þessu yfirborðskennda og væmna helgisiðafasi? Þá hefði þessi samkoma einfaldlega verið hlýleg og vinaleg stund þar sem börnin komu saman til að syngja og leika saman leikrit. Þess í stað var um ræða einhliða trúaráróður, sem börnin og þeirra ómótuðu hugar, sátu undir grandalaus með öllu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Siggeir F. Ævarsson Mest lesið Af hverju er ekki hægt að framfylgja ákvörðunum Útlendingastofnunar? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir Skoðun Má (ég) banna börnum að nota móðurmál í skólanum? Donata Honkowicz Bukowska,Fríða Bjarney Jónsdóttir,Hermína Gunnþórsdóttir,Renata Emilsson Pesková Skoðun Keflavíkurlausnin: Innflytjendadómstóll gæti sparað okkur milljarða Ómar R. Valdimarsson Skoðun Það þarf bara rétta fólkið Helga Þórisdóttir Skoðun Hver vill eldast ? Ebba Margrét Magnúsdóttir Skoðun Þögnin, skömmin og kerfið Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Er hægt að sigra frjálsan vilja? Martha Árnadóttir Skoðun Logndagur eins og þessi – hugleiðing um vindorkuna Einar Sveinbjörnsson Skoðun Frá stressi í sjálfstraust: Skrefin sem skipta máli á prófatíma Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun Milljarðakostnaður sérfræðinga Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Skoðun Skoðun Virkjanir í byggð – er farið að lögum? Gerður Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hver vill eldast ? Ebba Margrét Magnúsdóttir skrifar Skoðun Frá stressi í sjálfstraust: Skrefin sem skipta máli á prófatíma Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Þögnin, skömmin og kerfið Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Af hverju er ekki hægt að framfylgja ákvörðunum Útlendingastofnunar? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Logndagur eins og þessi – hugleiðing um vindorkuna Einar Sveinbjörnsson skrifar Skoðun Er hægt að sigra frjálsan vilja? Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Það þarf bara rétta fólkið Helga Þórisdóttir skrifar Skoðun Keflavíkurlausnin: Innflytjendadómstóll gæti sparað okkur milljarða Ómar R. Valdimarsson skrifar Skoðun Má (ég) banna börnum að nota móðurmál í skólanum? Donata Honkowicz Bukowska,Fríða Bjarney Jónsdóttir,Hermína Gunnþórsdóttir,Renata Emilsson Pesková skrifar Skoðun Hver er uppruni íslam? Finnur Thorlacius Eiríksson skrifar Skoðun Hvað þýðir „að vera nóg“ Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Nýjar lóðir í betri og bjartari borg Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Tími kominn til að hugsa um landið allt Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Milljarðakostnaður sérfræðinga Vilhjálmur Hilmarsson skrifar Skoðun Snýst um deilur Dags og Kristrúnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun „Mamma, eru loftgæðin á grænu?“ Sara björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Rangfærslur utanríkisráðherra Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Samfélag þar sem börn mæta afgangi Grímur Atlason skrifar Skoðun „Samræði“ við barn er ekki til - það er alltaf ofbeldi Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Staða íslenskrar fornleifafræði Gylfi Helgason skrifar Skoðun Saman náum við lengra. Af hverju þverfagleg endurhæfing skiptir máli Rúnar Helgi Andrason skrifar Skoðun Hefjumst handa við endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tími jarðefnaeldsneytis að líða undir lok Nótt Thorberg skrifar Skoðun Ósanngjarnar hækkanir á vörugjöldum án fyrirvara – ábyrgðarleysi gagnvart atvinnulífi Friðrik Ingi Friðriksson skrifar Skoðun Ríkið græðir á eigin framkvæmdum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Íslenska módelið í forvörnum – leiðarljós sem við erum að slökkva á Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Íslenska sem annað tungumál Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Sykursýki snýst ekki bara um tölur Erla Kristófersdóttir,Kristín Linnet Einarsdóttir skrifar Skoðun Íslenskan er í góðum höndum Anna María Jónsdóttir skrifar Sjá meira
Umræðan um tillögur Mannréttindaráðs Reykjavíkur er varða samskipti skóla og kirkju er á ótrúlegum villigötum. Það þarf svo sem ekki að koma neinum á óvart þegar hagsmunaaðilar (les. kirkjunnar menn) reyna markvisst að afvegaleiða umræðuna. Þeir sem láta hvað hæst í sér heyra virðast reyndar fæstir hafa lesið svo mikið sem stafkrók í tillögum. Það sem slær mig þó hvað mest er hversu margir virðast ekki geta séð muninn á trúboði og trúfræðslu. Ég hef nefnilega ekkert á móti því að börn séu frædd um kristinn sið, sem og raunar öll trúarbrögð. Mér þykir líka eðlilegt að í kennslu sé meiri áhersla lögð á fræðslu um kristni heldur en t.d. íslam, enda á kristnin djúpar rætur í menningu okkar. Þessi kennsla á þó ekkert erindi við börn á leikskólaaldri, sem eiga mjög erfitt með að greina ævintýrin í sögubókunum frá raunveruleikanum. Á dögunum fékk ég tækifæri á að upplifa frá fyrstu hendi heimsókn leikskóla í kirkju. Dóttir mín 3 ára, tilkynnti mér það glöð í bragði að hún væri að fara í kirkjuna að syngja með leikskólanum. Ég tók þessum fréttum með jafnaðargeði, enda sé ég ekkert að því að börn komi saman og syngi jólalög. Raunar fagnaði ég því að fá loksins að sjá svona heimsókn með eigin augun, því kirkjan hefur hamrað á því að ekkert trúboð fari fram í þessum heimsóknum, og þær séu allar á forsendum skólanna. Það er hins vegar skemmst frá því að segja að á þessari samkomu fór harla lítil fræðsla fram og hlutleysi var það síðasta sem einkenndi hana. Presturinn byrjaði samkomuna á því að láta börnin teikna kross með fingrunum, og lét þau síðan signa sig, og sagði þeim að þau væru að merkja sig börn guðs. Einnig leiddi presturinn börnin áfram í látbragðsleik sem endaði þannig að þau bönkuðu á lófann á sér. Hver var að banka? Jú það var enginn annar en Jesús kristur, bankandi á hjarta þeirra. Presturinn spurði hvort það væri ekki örugglega pláss fyrir Jesú þar, því hann væri besti vinur þeirra. Svo hélt hún áfram og sagði að það væri rosalega gott að tala við vin sinn og í framhaldinu lét hún öll börnin spenna greipar og þau fóru saman með Faðir Vor. Síðan sagði presturinn börnunum söguna af Jesúbarninu sem hún lauk með þeim orðum að þetta væri merkilegasta saga í heimi. Það er auðvitað alveg satt, þetta er ekkert nema saga. Það hefði presturinn mátt leggja miklu meiri áherslu á. Uppáhalds saga dóttur minnar er Rauðhetta, og hún getur ekki farið að sofa nema að fá að heyra hana fyrst. En hún á mjög bágt með að greina atburði sögunnar frá raunveruleikanum og spyr mig gjarnan áður en hún sofnar hvort það sé ekki örugglega læst, „svo það komi enginn refur inn til okkar." Þriggja ára gamalt barn hefur engar forsendur til að greina á milli þess sem er sannleikur eða skáldskapur. Mig langar í þessu samhengi að rifja upp orð John Locke, sem voru rituð fyrir meira en 300 árum síðan en eiga enn ótrúlega vel við í dag: „Ekkert er algengara en að börn fái inn í hugann fullyrðingar... frá foreldrum sínum, fóstrum eða fólkinu í kringum þau. Og með því að þeim er lætt inn í óviðbúinn og fordómalausan skilning þeirra, og festast þar smátt og smátt, eru þær að lokum (hvort heldur sannar eða ósannar) svo rígnegldar þar af löngum vana og innrætingu að útilokað er að draga þær út aftur" Að þessu sögðu má hverjum manni það ljóst vera að öll orð kirkjunnar á þá leið að ekkert trúboð sé stundað í skólum eru lítið annað en innantóm. Því hvað var þessi heimsókn í kirkjuna annað en trúboð í sinni tærustu birtingarmynd? Hefði ekki verið hægt að sleppa signingunni og bæninni og draga svolítið úr þessu yfirborðskennda og væmna helgisiðafasi? Þá hefði þessi samkoma einfaldlega verið hlýleg og vinaleg stund þar sem börnin komu saman til að syngja og leika saman leikrit. Þess í stað var um ræða einhliða trúaráróður, sem börnin og þeirra ómótuðu hugar, sátu undir grandalaus með öllu.
Af hverju er ekki hægt að framfylgja ákvörðunum Útlendingastofnunar? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir Skoðun
Má (ég) banna börnum að nota móðurmál í skólanum? Donata Honkowicz Bukowska,Fríða Bjarney Jónsdóttir,Hermína Gunnþórsdóttir,Renata Emilsson Pesková Skoðun
Frá stressi í sjálfstraust: Skrefin sem skipta máli á prófatíma Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun
Skoðun Frá stressi í sjálfstraust: Skrefin sem skipta máli á prófatíma Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju er ekki hægt að framfylgja ákvörðunum Útlendingastofnunar? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Keflavíkurlausnin: Innflytjendadómstóll gæti sparað okkur milljarða Ómar R. Valdimarsson skrifar
Skoðun Má (ég) banna börnum að nota móðurmál í skólanum? Donata Honkowicz Bukowska,Fríða Bjarney Jónsdóttir,Hermína Gunnþórsdóttir,Renata Emilsson Pesková skrifar
Skoðun Saman náum við lengra. Af hverju þverfagleg endurhæfing skiptir máli Rúnar Helgi Andrason skrifar
Skoðun Hefjumst handa við endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Ósanngjarnar hækkanir á vörugjöldum án fyrirvara – ábyrgðarleysi gagnvart atvinnulífi Friðrik Ingi Friðriksson skrifar
Skoðun Íslenska módelið í forvörnum – leiðarljós sem við erum að slökkva á Árni Guðmundsson skrifar
Af hverju er ekki hægt að framfylgja ákvörðunum Útlendingastofnunar? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir Skoðun
Má (ég) banna börnum að nota móðurmál í skólanum? Donata Honkowicz Bukowska,Fríða Bjarney Jónsdóttir,Hermína Gunnþórsdóttir,Renata Emilsson Pesková Skoðun
Frá stressi í sjálfstraust: Skrefin sem skipta máli á prófatíma Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun