Breski gosflugstjórinn yfir Eyjafjallajökli 14. september 2010 18:57 Breski flugstjórinn, sem frægastur er fyrir að bjarga risaþotu úr eldfjallaösku, flaug yfir Eyjafjallajökul í dag. Hann telur flugmálayfirvöld hafa gengið allt of langt í vor í að stöðva flug en líst ekki á blikuna ef Katla bærir á sér.Eric Moody er heiðursgestur alþjóðlegrar flugráðstefnu á vegum Keilis, sem hefst á Keflavíkurflugvelli í fyrramálið, um eldfjöll og flugsamgöngur. Einn frægasti atburður flugsögunnar, sem þessi flugstjóri lenti í yfir Indónesíu fyrir 28 árum, er í raun ástæða þess að flugmálayfirvöld stöðvuðu flug í Evrópu í vor vegna öskunnar úr Eyjafjallajökli. Eric stýrði árið 1982 Boeing-747 þotu British Airways, sem flaug í gegnum gosmökk, en við það drapst á öllum fjórum hreyflunum og munaði engu að vélin færist með hátt í 300 manns um borð.Í dag var komið að Eric að sjá með eigin augum það eldfjall sem valdið hefur mestri röskun flugsögunnar. Hans fyrstu viðbrögð, þegar hann sá það, var að það hefði verið ótrúlegt að svona lítið eldfjall, í samanburði við mörg önnur, hefði getið valdið svo miklum usla.Hann telur þó að flugmálayfirvöld hafi gengið of langt í vor. Viðbrögðin í upphafi hefðu þó verið eðlileg en eftir tvo eða þrjá daga, ef menn hefðu getað mælt þéttleika öskunnar, hefðu þeir vitað að hún ætti ekki að valda vandræðum, og leyfa flug á ný.Rúmir þrír mánuði eru nú liðnir frá því að síðast varð vart við virkni í eldstöðinni. Þótt þessi tími sé notaður erlendis sem viðmið um hvenær eldgosi telst lokið taldi vísindamannaráð Almannavarna í gær ekki tímabært að lýsa yfir goslokum.Í því sambandi er meðal annars horft til þess að í eldgosinu sem hófst árið 1821 varð sex mánaða hlé áður en gosið tók sig upp að nýju.En Eric hafði gaman af því í dag að sjá rjúka upp úr gíg eldfjallsins, sem hann líkti við unga stúlku. Hann kærði sig hins vegar ekki um að næsti nágranni hennar færi af stað. Skroll - myndbönd og hljóðklippur Skroll-Fréttir Mest lesið Tveggja barna foreldrar verða undanþegnir tekjuskatti Erlent „Barnið mitt dó á ykkar vakt“ Innlent Nemendur gangi ítrekað í skrokk á kennurum Innlent „Stutt síðan að þeir voru í aðgerðum og ollu þar miklu tjóni“ Innlent Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Innlent Sundabrú minnir á helsta kennileiti Norður-Noregs Innlent Louvre-safni lokað vegna ráns Erlent „Málið er fast“ Innlent Sagður bjóða frið í skiptum fyrir Donetsk Erlent Eitt flug á áætlun á verkfallstíma Innlent Fleiri fréttir Rödd Íslendinga í hinsegin baráttu hafi aldrei verið mikilvægari 105 ára boccia meistari í vesturbæ Reykjavíkur Nemendur gangi ítrekað í skrokk á kennurum Nemendur ganga í skrokk á kennurum og kjaradeila enn í hnút Lögregla aðstoðaði við að vísa gestum út af hóteli í 105 Þáttur Trumps gífurlega mikilvægur „Barnið mitt dó á ykkar vakt“ „Málið er fast“ Byggja þarf 5.500 íbúðir á Suðurlandi á næstu 10 árum „Stutt síðan að þeir voru í aðgerðum og ollu þar miklu tjóni“ Verkfallið vonbrigði og grímuklæddir glæpamenn í Louvre Eitt flug á áætlun á verkfallstíma Sprengisandur: Sigurður Ingi hættir, gervigreindarkapphlaup og vaxtamálið Sundabrú minnir á helsta kennileiti Norður-Noregs Kallar eftir handleiðslu og sálgæslu fyrir viðbragðsaðila Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Breytingar á forystu Framsóknar og fjöldamótmæli vestanhafs Lilja Rannveig nýr ritari Framsóknarflokksins Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks „Það er óákveðið“ „Ég hef aldrei skorast undan ábyrgð“ Býður sig ekki fram til áframhaldandi formennsku Allt bendir til verkfalls Bein útsending: Haustfundur miðstjórnar Framsóknarflokksins Julian Assange í heimsókn á Íslandi Varað við hálku á Hellisheiði Jákvætt að rafvarnarvopn hafi fælingarmátt Yfirvofandi verkfall flugumferðarstjóra og Framsókn fundar Meintur brennuvargur úrskurðaður í vikulangt gæsluvarðhald Breytingar á vörugjaldi muni bitna illa á tengiltvinnbílum Sjá meira
Breski flugstjórinn, sem frægastur er fyrir að bjarga risaþotu úr eldfjallaösku, flaug yfir Eyjafjallajökul í dag. Hann telur flugmálayfirvöld hafa gengið allt of langt í vor í að stöðva flug en líst ekki á blikuna ef Katla bærir á sér.Eric Moody er heiðursgestur alþjóðlegrar flugráðstefnu á vegum Keilis, sem hefst á Keflavíkurflugvelli í fyrramálið, um eldfjöll og flugsamgöngur. Einn frægasti atburður flugsögunnar, sem þessi flugstjóri lenti í yfir Indónesíu fyrir 28 árum, er í raun ástæða þess að flugmálayfirvöld stöðvuðu flug í Evrópu í vor vegna öskunnar úr Eyjafjallajökli. Eric stýrði árið 1982 Boeing-747 þotu British Airways, sem flaug í gegnum gosmökk, en við það drapst á öllum fjórum hreyflunum og munaði engu að vélin færist með hátt í 300 manns um borð.Í dag var komið að Eric að sjá með eigin augum það eldfjall sem valdið hefur mestri röskun flugsögunnar. Hans fyrstu viðbrögð, þegar hann sá það, var að það hefði verið ótrúlegt að svona lítið eldfjall, í samanburði við mörg önnur, hefði getið valdið svo miklum usla.Hann telur þó að flugmálayfirvöld hafi gengið of langt í vor. Viðbrögðin í upphafi hefðu þó verið eðlileg en eftir tvo eða þrjá daga, ef menn hefðu getað mælt þéttleika öskunnar, hefðu þeir vitað að hún ætti ekki að valda vandræðum, og leyfa flug á ný.Rúmir þrír mánuði eru nú liðnir frá því að síðast varð vart við virkni í eldstöðinni. Þótt þessi tími sé notaður erlendis sem viðmið um hvenær eldgosi telst lokið taldi vísindamannaráð Almannavarna í gær ekki tímabært að lýsa yfir goslokum.Í því sambandi er meðal annars horft til þess að í eldgosinu sem hófst árið 1821 varð sex mánaða hlé áður en gosið tók sig upp að nýju.En Eric hafði gaman af því í dag að sjá rjúka upp úr gíg eldfjallsins, sem hann líkti við unga stúlku. Hann kærði sig hins vegar ekki um að næsti nágranni hennar færi af stað.
Skroll - myndbönd og hljóðklippur Skroll-Fréttir Mest lesið Tveggja barna foreldrar verða undanþegnir tekjuskatti Erlent „Barnið mitt dó á ykkar vakt“ Innlent Nemendur gangi ítrekað í skrokk á kennurum Innlent „Stutt síðan að þeir voru í aðgerðum og ollu þar miklu tjóni“ Innlent Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Innlent Sundabrú minnir á helsta kennileiti Norður-Noregs Innlent Louvre-safni lokað vegna ráns Erlent „Málið er fast“ Innlent Sagður bjóða frið í skiptum fyrir Donetsk Erlent Eitt flug á áætlun á verkfallstíma Innlent Fleiri fréttir Rödd Íslendinga í hinsegin baráttu hafi aldrei verið mikilvægari 105 ára boccia meistari í vesturbæ Reykjavíkur Nemendur gangi ítrekað í skrokk á kennurum Nemendur ganga í skrokk á kennurum og kjaradeila enn í hnút Lögregla aðstoðaði við að vísa gestum út af hóteli í 105 Þáttur Trumps gífurlega mikilvægur „Barnið mitt dó á ykkar vakt“ „Málið er fast“ Byggja þarf 5.500 íbúðir á Suðurlandi á næstu 10 árum „Stutt síðan að þeir voru í aðgerðum og ollu þar miklu tjóni“ Verkfallið vonbrigði og grímuklæddir glæpamenn í Louvre Eitt flug á áætlun á verkfallstíma Sprengisandur: Sigurður Ingi hættir, gervigreindarkapphlaup og vaxtamálið Sundabrú minnir á helsta kennileiti Norður-Noregs Kallar eftir handleiðslu og sálgæslu fyrir viðbragðsaðila Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Breytingar á forystu Framsóknar og fjöldamótmæli vestanhafs Lilja Rannveig nýr ritari Framsóknarflokksins Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks „Það er óákveðið“ „Ég hef aldrei skorast undan ábyrgð“ Býður sig ekki fram til áframhaldandi formennsku Allt bendir til verkfalls Bein útsending: Haustfundur miðstjórnar Framsóknarflokksins Julian Assange í heimsókn á Íslandi Varað við hálku á Hellisheiði Jákvætt að rafvarnarvopn hafi fælingarmátt Yfirvofandi verkfall flugumferðarstjóra og Framsókn fundar Meintur brennuvargur úrskurðaður í vikulangt gæsluvarðhald Breytingar á vörugjaldi muni bitna illa á tengiltvinnbílum Sjá meira