Hvar stendur íslenska umhverfismerkið í sjávarútvegi? 28. október 2010 22:26 Finnbogi Baldvinsson, forstjóri Icelandic Group. Icelandic Group tilkynnti í gær að fyrirtækið hefði hafið vottunarferli í öllum þorsk- og ýsuveiðum við Ísland samkvæmt vottunarferli Marine Stewardship Council (MSC). Icelandic Group er stærsta sjávarútvegsfyrirtæki á Íslandi og því er þetta stórt skref. MSC var stofnað árið 1996 af Alþjóðanáttúruverndarsjóðnum (WWF) og stórfyrirtækinu Unilever. Yfirlýstur tilgangur var að bregðast við því að ríkisstjórnir heimsins hefðu brugðist í ábyrgri fiskveiðistjórnun og í samstarfi við neytendur væri ætlunin að þrýsta á úrbætur. Merkið vottar að fiskur komi frá stofnum sem nýttir séu á sjálfbæran hátt og er þar litið heildrænt á veiðarnar, ástand stofnsins og aðferðir við að ná aflanum. LÍÚ og fjölmargir aðrir hagsmunaaðilar í sjávarútvegi hafa alfarið hafnað því að taka upp þessa vottun vegna tengsla hennar við umhverfissamtök. Í stað þess var ákveðið að þróa íslenskt umhverfismerki til að undirstrika sérstöðu íslenskra sjávarafurða og treysta orðspor þjóðarinnar sem ábyrgrar fiskveiðiþjóðar. Guðný Káradóttir, forstöðumaður hjá Íslandsstofu, segir að aðilar í sjávarútvegi og markaðssetningu hafi um nokkurt skeið getað nýtt sér íslenska upprunamerkið. Nú eru tæplega áttatíu aðilar að nýta merkið í erlendu markaðsstarfi. Auk þess að einkenna uppruna fisksins hefur verið unnið að vottun undir merkjum Iceland Responsible Fisheries. „Áætlanir gera ráð fyrir að veiðar á þorski, sem nú eru í vottunarferli, fáist vottaðar sem ábyrgar fyrir lok nóvember næstkomandi. Aðrir mikilvægir fiskistofnar, eins og ýsa og ufsi, munu fylgja í kjölfarið," segir Guðný. Vottunarferlið er unnið samkvæmt ströngustu alþjóðlegum kröfum. Kröfulýsingar eru unnar samkvæmt leiðbeiningum Matvæla- og landbúnaðarstofnunar Sameinuðu þjóðanna (FAO) um umhverfismerkingar og vottun vegna veiða úr villtum fiskistofnum. Guðný segir að umhverfismerkið gangi út á rekjanleika vörunnar; að um íslenskan fisk sé að ræða. „Íslenski uppruninn er það sem lögð er megináhersla á." Hún viðurkennir að það hafi verið gagnrýnt hversu lengi það hefur tekið að hleypa íslenska vottunarverkefninu af stokkunum en nú sjái fyrir endann á vottun á þorski. "Hins vegar stöndum við vel, orðspor íslenskra sjávarafurða er gríðarlega sterkt." „Icelandic Group stendur 110 prósent að baki íslenska merkinu og við munum greiða götu þess," segir Ingvar Eyfjörð, aðstoðarforstjóri IG, spurður hvort fyrirtækið hafi hafnað íslenska merkinu fyrir MSC. "Merkin eru bæði mikilvæg. Íslenska merkið mun vega þungt á ákveðnum mörkuðum og æ þyngra þegar til lengri tíma er litið. En við erum sein til með íslenska merkið og þetta eru annars vegar viðbrögð við því. Hins vegar er óumflýjanlegt að Ísland fari inn í MSC-vottunarkerfið því nokkrir af okkar viðskiptavinum fara fram á það." Ingvar segir að MSC sé leiðandi í vottun á sjávarafurðum. „Þeir eru í raun allsráðandi. Þetta er stórt skref en í raun óumflýjanlegt." svavar Skroll-Fréttir Mest lesið Sigríður Björk segir af sér Innlent Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Heldur fullum launum Innlent Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Innlent Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Innlent Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Innlent Sögð ætla að leita á náðir Trumps Erlent Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Erlent Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Innlent Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Erlent Fleiri fréttir Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Skyggnst inn í Hegningarhúsið Enginn gleymir þessum degi fyrir tveimur árum Heldur fullum launum Sigríður Björk hverfur á braut og umboðsmaður vill endurskoða meðferðarheimilin Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Sigríður Björk segir af sér Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ „Dagur, enga frasapólitík hér“ Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Húsæðis- og efnahagsmál brenna á ungu fólki „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Borgarstjórnarsigur lífsnauðsynlegur Sjálfstæðismönnum Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Þriggja stiga skjálfti í Öskju Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Píratar kjósa formann í lok mánaðar Reyndi að flýja lögreglu en endaði uppi á kanti Sjá meira
Icelandic Group tilkynnti í gær að fyrirtækið hefði hafið vottunarferli í öllum þorsk- og ýsuveiðum við Ísland samkvæmt vottunarferli Marine Stewardship Council (MSC). Icelandic Group er stærsta sjávarútvegsfyrirtæki á Íslandi og því er þetta stórt skref. MSC var stofnað árið 1996 af Alþjóðanáttúruverndarsjóðnum (WWF) og stórfyrirtækinu Unilever. Yfirlýstur tilgangur var að bregðast við því að ríkisstjórnir heimsins hefðu brugðist í ábyrgri fiskveiðistjórnun og í samstarfi við neytendur væri ætlunin að þrýsta á úrbætur. Merkið vottar að fiskur komi frá stofnum sem nýttir séu á sjálfbæran hátt og er þar litið heildrænt á veiðarnar, ástand stofnsins og aðferðir við að ná aflanum. LÍÚ og fjölmargir aðrir hagsmunaaðilar í sjávarútvegi hafa alfarið hafnað því að taka upp þessa vottun vegna tengsla hennar við umhverfissamtök. Í stað þess var ákveðið að þróa íslenskt umhverfismerki til að undirstrika sérstöðu íslenskra sjávarafurða og treysta orðspor þjóðarinnar sem ábyrgrar fiskveiðiþjóðar. Guðný Káradóttir, forstöðumaður hjá Íslandsstofu, segir að aðilar í sjávarútvegi og markaðssetningu hafi um nokkurt skeið getað nýtt sér íslenska upprunamerkið. Nú eru tæplega áttatíu aðilar að nýta merkið í erlendu markaðsstarfi. Auk þess að einkenna uppruna fisksins hefur verið unnið að vottun undir merkjum Iceland Responsible Fisheries. „Áætlanir gera ráð fyrir að veiðar á þorski, sem nú eru í vottunarferli, fáist vottaðar sem ábyrgar fyrir lok nóvember næstkomandi. Aðrir mikilvægir fiskistofnar, eins og ýsa og ufsi, munu fylgja í kjölfarið," segir Guðný. Vottunarferlið er unnið samkvæmt ströngustu alþjóðlegum kröfum. Kröfulýsingar eru unnar samkvæmt leiðbeiningum Matvæla- og landbúnaðarstofnunar Sameinuðu þjóðanna (FAO) um umhverfismerkingar og vottun vegna veiða úr villtum fiskistofnum. Guðný segir að umhverfismerkið gangi út á rekjanleika vörunnar; að um íslenskan fisk sé að ræða. „Íslenski uppruninn er það sem lögð er megináhersla á." Hún viðurkennir að það hafi verið gagnrýnt hversu lengi það hefur tekið að hleypa íslenska vottunarverkefninu af stokkunum en nú sjái fyrir endann á vottun á þorski. "Hins vegar stöndum við vel, orðspor íslenskra sjávarafurða er gríðarlega sterkt." „Icelandic Group stendur 110 prósent að baki íslenska merkinu og við munum greiða götu þess," segir Ingvar Eyfjörð, aðstoðarforstjóri IG, spurður hvort fyrirtækið hafi hafnað íslenska merkinu fyrir MSC. "Merkin eru bæði mikilvæg. Íslenska merkið mun vega þungt á ákveðnum mörkuðum og æ þyngra þegar til lengri tíma er litið. En við erum sein til með íslenska merkið og þetta eru annars vegar viðbrögð við því. Hins vegar er óumflýjanlegt að Ísland fari inn í MSC-vottunarkerfið því nokkrir af okkar viðskiptavinum fara fram á það." Ingvar segir að MSC sé leiðandi í vottun á sjávarafurðum. „Þeir eru í raun allsráðandi. Þetta er stórt skref en í raun óumflýjanlegt." svavar
Skroll-Fréttir Mest lesið Sigríður Björk segir af sér Innlent Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Heldur fullum launum Innlent Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Innlent Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Innlent Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Innlent Sögð ætla að leita á náðir Trumps Erlent Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Erlent Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Innlent Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Erlent Fleiri fréttir Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Skyggnst inn í Hegningarhúsið Enginn gleymir þessum degi fyrir tveimur árum Heldur fullum launum Sigríður Björk hverfur á braut og umboðsmaður vill endurskoða meðferðarheimilin Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Sigríður Björk segir af sér Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ „Dagur, enga frasapólitík hér“ Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Húsæðis- og efnahagsmál brenna á ungu fólki „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Borgarstjórnarsigur lífsnauðsynlegur Sjálfstæðismönnum Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Þriggja stiga skjálfti í Öskju Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Píratar kjósa formann í lok mánaðar Reyndi að flýja lögreglu en endaði uppi á kanti Sjá meira