Ástráður Haraldsson: Ábyrgð ráðherra Ástráður Haraldsson skrifar 28. apríl 2010 09:12 Á dögunum féll í héraðsdómi dómur í máli eins umsækjenda um dómarastöðu í norðaustur-amtinu. Sá taldi settan dómsmálaráðherra hafa brotið á sér með því að skipa síður hæfan umsækjanda í stöðuna. Niðurstaðan varð áfall fyrir dómsmálaráðherra og ríkið. Það er að vonum. Þetta tilvik er í hópi ömurlegustu dæma um misbeitingu opinbers valds hér á landi. Hitt vakti athygli að héraðsdómur taldi settan dómsmálaráðherra persónulega ábyrgan í málinu. Þetta er mikið áhorfsmál. Fram að þessu hafa þeir sem orðið hafa fyrir valdníðslu ráðherra getað stefnt ríkinu. Sumir jafnvel náð rétti sínum. Ríkið þá verið dæmt til að greiða þeim bætur. Staðan er svona: Við höfum hálfrar aldar gömul lög um ráðherraábyrgð, byggð á 14. gr. stjórnarskrár. Þar segir að ráðherrar beri ábyrgð á stjórnsýslu sinni. Að lög skuli sett um ráðherraábyrgð. Að ákæruvald sé í höndum Alþingis og að Landsdómur dæmi þau mál. Þetta kerfi hefur að vísu aldrei virkað. Vafalaust er að í núgildandi fyrirkomulagi fellst að refsiábyrgð vegna embættisbrota verður ekki felld á þann sem gegnir eða gegnt hefur embætti ráðherra af öðrum en Landsdómi. Hið sama hafa ýmsir talið að ætti að gilda um skaðabótaábyrgð. Þessu hafnar héraðsdómur. Telur þá ábyrgð fara að almennum reglum. Einnig um aðild að málum. Þetta kann að vera fræðilega umdeilanlegt. Hitt sýnist augljóst; sé það misskilningur að persónuleg bótaábyrgð vegna embættisbrota fari ekki að kerfi ráðherraábyrgðarlaga verður að breyta því. Það er ómögulegt að þeir sem trúað er fyrir því að fara með ráðherravald þurfi að verja ákvarðanir sínar persónulegri bótaábyrgð andspænis þeim sem eru ósáttir við þær ákvarðanir. Ímyndum okkur að ráðherrar hrunstjórnarinnar hefðu staðið í lappirnar gagnvart bönkunum. Tekið á þeim til að verja hagsmuni þjóðarinnar. Áttu þeir þá að þurfa að sitja undir hótunum um persónulega skaðabótaábyrgð? Að formúu yrði varið til að siga á þá hjörð lögmanna? Má gera ráð fyrir að það hefði bætt frammistöðu þeirra? Endurskoðun ráðherraábyrgðarlaga er brýn. Það kerfi verður að virka. Lausnin er ekki sú að fá sérhagsmunaklíkunum í hendur ný tæki til að stýra ráðherrum. Hitt er líka brýnt; Á næstu árum munu ganga til dóms mörg mál sem á einn eða annan hátt munu fjalla um uppgjör vegna hrunsins. Þá reynir á að dómstólarnir standi í lappirnar. Einnig þeir fara með opinbert vald. Það er ekki þeirra hlutverk að berast með straumi almenningsálitsins. Reynslan sýnir hvað það er hættulegt þegar valdhafarnir falla í þá gryfju. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Landsdómur Skoðun Mest lesið Hraðahindranir fyrir strætó Agnar Már Másson Skoðun „Akademísk sniðganga“: gaslýsingar og hnignun háskólasamfélagsins Birgir Finnsson Skoðun Ferðalag úr fangelsi hugans Sigurður Árni Reynisson Skoðun Að setjast í fyrsta sinn á skólabekk Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Íslenzkir sambandsríkissinnar Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Gjaldskyldulandið Ísland - Viltu hafa bílastæðagjald við hverja lækjarsprænu? Hermann Helguson Skoðun Landspítali í bráðri hættu Læknar á Landspítala Skoðun Garðurinn okkar fyllist af illgresi Davíð Bergmann Skoðun Vókismi gagnrýndur frá vinstri Andri Sigurðsson Skoðun Ölmusa útgerðarinnar Bolli Héðinsson Skoðun Skoðun Skoðun Að setjast í fyrsta sinn á skólabekk Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ferðalag úr fangelsi hugans Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Hraðahindranir fyrir strætó Agnar Már Másson skrifar Skoðun Íslenzkir sambandsríkissinnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Garðurinn okkar fyllist af illgresi Davíð Bergmann skrifar Skoðun Nýtt landsframlag – og hvað svo? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar Skoðun Fágætir dýrgripir í Vestmannaeyjum Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Gjaldskyldulandið Ísland - Viltu hafa bílastæðagjald við hverja lækjarsprænu? Hermann Helguson skrifar Skoðun Gervigreind er ekki sannleiksvél – en við getum gert svörin traustari Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Er einnig von á góðakstri Strætó í ár? Stefán Hrafn Jónsson skrifar Skoðun Ferðumst saman í Reykjavík Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Þúsundir barna bætast við umferðina Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Þau sem hlaupa í átt að hættunni þegar aðrir flýja Gísli Rafn Ólafsson skrifar Skoðun Öndum rólega Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Réttur barna versus veruleiki Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Framtíð villta laxins hangir á bláþræði Elvar Örn Friðriksson skrifar Skoðun „Akademísk sniðganga“: gaslýsingar og hnignun háskólasamfélagsins Birgir Finnsson skrifar Skoðun Við lifum ekki á tíma fasisma Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Fíknisjúkdómur – samfélagsleg ábyrgð sem við þurfum að takast á við Halldór Þór Svavarsson skrifar Skoðun Ætlar ríkið að stuðla að aukinni tóbaksneyslu á Íslandi? Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Bílastæðavandi í Reykjavík – tími til aðgerða Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Þakkir til Sivjar Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Fráleit túlkun á fornum texta breytir ekki staðreyndum Ómar Torfason skrifar Skoðun Betri strætó strax í dag Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Viltu skilja bílinn eftir heima? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hvaða framtíð bíður barna okkar árið 2050? Hafdís Hanna Ægisdóttir skrifar Skoðun Metabolic Psychiatry: Ný nálgun í geðlækningum Vigdís M. Jónsdóttir skrifar Skoðun Af hverju skiptir vökvagjöf okkur svona miklu máli? Hanna Birna Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Gervigreindin kolfellur á öllum prófum. Er bólan að bresta? Brynjólfur Þorvarðsson skrifar Skoðun Kerfisbundið afnám réttinda kvenna — Staða afganskra kvenna 4 árum eftir valdatöku talíbana Ólafur Elínarson,Anna Steinsen skrifar Sjá meira
Á dögunum féll í héraðsdómi dómur í máli eins umsækjenda um dómarastöðu í norðaustur-amtinu. Sá taldi settan dómsmálaráðherra hafa brotið á sér með því að skipa síður hæfan umsækjanda í stöðuna. Niðurstaðan varð áfall fyrir dómsmálaráðherra og ríkið. Það er að vonum. Þetta tilvik er í hópi ömurlegustu dæma um misbeitingu opinbers valds hér á landi. Hitt vakti athygli að héraðsdómur taldi settan dómsmálaráðherra persónulega ábyrgan í málinu. Þetta er mikið áhorfsmál. Fram að þessu hafa þeir sem orðið hafa fyrir valdníðslu ráðherra getað stefnt ríkinu. Sumir jafnvel náð rétti sínum. Ríkið þá verið dæmt til að greiða þeim bætur. Staðan er svona: Við höfum hálfrar aldar gömul lög um ráðherraábyrgð, byggð á 14. gr. stjórnarskrár. Þar segir að ráðherrar beri ábyrgð á stjórnsýslu sinni. Að lög skuli sett um ráðherraábyrgð. Að ákæruvald sé í höndum Alþingis og að Landsdómur dæmi þau mál. Þetta kerfi hefur að vísu aldrei virkað. Vafalaust er að í núgildandi fyrirkomulagi fellst að refsiábyrgð vegna embættisbrota verður ekki felld á þann sem gegnir eða gegnt hefur embætti ráðherra af öðrum en Landsdómi. Hið sama hafa ýmsir talið að ætti að gilda um skaðabótaábyrgð. Þessu hafnar héraðsdómur. Telur þá ábyrgð fara að almennum reglum. Einnig um aðild að málum. Þetta kann að vera fræðilega umdeilanlegt. Hitt sýnist augljóst; sé það misskilningur að persónuleg bótaábyrgð vegna embættisbrota fari ekki að kerfi ráðherraábyrgðarlaga verður að breyta því. Það er ómögulegt að þeir sem trúað er fyrir því að fara með ráðherravald þurfi að verja ákvarðanir sínar persónulegri bótaábyrgð andspænis þeim sem eru ósáttir við þær ákvarðanir. Ímyndum okkur að ráðherrar hrunstjórnarinnar hefðu staðið í lappirnar gagnvart bönkunum. Tekið á þeim til að verja hagsmuni þjóðarinnar. Áttu þeir þá að þurfa að sitja undir hótunum um persónulega skaðabótaábyrgð? Að formúu yrði varið til að siga á þá hjörð lögmanna? Má gera ráð fyrir að það hefði bætt frammistöðu þeirra? Endurskoðun ráðherraábyrgðarlaga er brýn. Það kerfi verður að virka. Lausnin er ekki sú að fá sérhagsmunaklíkunum í hendur ný tæki til að stýra ráðherrum. Hitt er líka brýnt; Á næstu árum munu ganga til dóms mörg mál sem á einn eða annan hátt munu fjalla um uppgjör vegna hrunsins. Þá reynir á að dómstólarnir standi í lappirnar. Einnig þeir fara með opinbert vald. Það er ekki þeirra hlutverk að berast með straumi almenningsálitsins. Reynslan sýnir hvað það er hættulegt þegar valdhafarnir falla í þá gryfju.
Gjaldskyldulandið Ísland - Viltu hafa bílastæðagjald við hverja lækjarsprænu? Hermann Helguson Skoðun
Skoðun Gjaldskyldulandið Ísland - Viltu hafa bílastæðagjald við hverja lækjarsprænu? Hermann Helguson skrifar
Skoðun Gervigreind er ekki sannleiksvél – en við getum gert svörin traustari Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Fíknisjúkdómur – samfélagsleg ábyrgð sem við þurfum að takast á við Halldór Þór Svavarsson skrifar
Skoðun Kerfisbundið afnám réttinda kvenna — Staða afganskra kvenna 4 árum eftir valdatöku talíbana Ólafur Elínarson,Anna Steinsen skrifar
Gjaldskyldulandið Ísland - Viltu hafa bílastæðagjald við hverja lækjarsprænu? Hermann Helguson Skoðun