Góðverk á annarra kostnað 9. nóvember 2010 06:00 Ögmundur Jónasson, núverandi ráðherra og fyrrverandi formaður BSRB, lýsti því yfir nýverið að hann væri fylgjandi hugmyndum Hagsmunasamtaka heimilanna um almenna niðurfellingu skulda. Þessar tillögur gera ráð fyrir að lánardrottnar gefi eftir af kröfum sínum til þess að gera þetta kleift. Í tillögum frá Hagsmunasamtökum heimilanna má m.a. lesa eftirfarandi: „Gerð er tillaga um að kaupendur húsbréfa, húsnæðisbréfa og annarra skuldabréfa, sem Íbúðalánasjóður hefur notað til að fjármagna útlán sín, taki þátt í leiðréttingunni. Leiðrétting verðtryggðra lána getur ekki átt sér stað án þess að Íbúðalánasjóði sé veitt svigrúm til slíkra leiðréttinga. Möguleikar sjóðsins til slíks eru takmarkaðir nema að lánardrottnar sjóðsins gefi eftir hluta af sínum kröfum." Íbúðalánasjóður hefur að stórum hluta verið fjármagnaður af lífeyrissjóðunum og það yrðu því lífeyrissjóðirnir sem þyrftu að taka þessar niðurfærslur á sig. Skv. útreikningum myndu þær kosta um það bil 220 milljarða og þar af yrði hlutur lífeyrissjóðanna u.þ.b. 130 milljarðar. Allir lífeyrissjóðir landsins urðu fyrir verulegu fjárhagstjóni af efnahagshruninu og hafa þeir sem greitt hafa til almennu lífeyrissjóðanna orðið fyrir talsverðum réttindamissi vegna skerðinga sem grípa þurfti til í kjölfarið. Opinberu lífeyrissjóðirnir hafa einnig tapað verulegum fjármunum en munurinn á þeim og hinum almennu er sá að þar tapar enginn sínu vegna þess að ríkið ábyrgist að opinberir starfsmenn haldi fullum réttindum hvað sem tautar og raular. Þessi tillaga sem Ögmundur Jónasson ráðherra hefur lýst sig samþykkan gengur út á það að skerða enn frekar réttindin í almennu lífeyrissjóðunum. Ögmundur heldur hins vegar alveg fullum réttindum í sínum sjóði. Til þess að svo megi verða, verður að hækka skatta annarra launþega sem því til viðbótar hefðu tekið á sig skerðingar á lífeyrisréttindum vegna niðurfærslu lána. Það er einfalt að gera góðverk á annarra manna kostnað. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guðbrandur Einarsson Mest lesið Það er flókið að eiga næstum 500 milljarða króna á Íslandi Þórður Snær Júlíusson Skoðun Níðingsverk Jón Daníelsson Skoðun Það er betra fyrir okkur öll að Háskóli Íslands efli fjarnám Darri Rafn Hólmarsson Skoðun Við höfum ekki efni á tvískinnungi SFS Vala Árnadóttir Skoðun Hættulegt tal Sjálfstæðisflokksins og Viðskiptaráðs Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Ferðamenn: Vanmetnir skattgreiðendur í íslensku hagkerfi Þórir Garðarsson Skoðun Stríðsglæpir sem munu ekki gleymast! Hjálmtýr Heiðdal Skoðun 5.maí Alþjóðadagur ljósmæðra Unnur Berglind Friðriksdóttir Skoðun Þegar rafmagn hættir að vera sjálfsagður hlutur Árni B. Möller Skoðun Æji nei innflytjendur Davíð Aron Routley Skoðun Skoðun Skoðun Við eigum ekki efni á vonleysi né uppgjöf Magnús Magnússon skrifar Skoðun Hingað og ekki lengra Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hagsmunir heildarinnar - Kafli eitt: Tómlæti Íslendinga Hannes Örn Blandon skrifar Skoðun Þegar líða fer að jólum Ísak Hilmarsson skrifar Skoðun Svansvottaðar íbúðir – fjárfesting í lífsgæðum Bergþóra Góa Kvaran skrifar Skoðun Hættulegt tal Sjálfstæðisflokksins og Viðskiptaráðs Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Þetta má ekki gerast aftur! - Álag á útsvar Sveinn Ægir Birgisson skrifar Skoðun Meistaragráða í lífsreynslu Elín Ebba Ásmundsdóttir skrifar Skoðun Stjórnvöld, Óskar á heima hér! Þóra Andrésdóttir skrifar Skoðun Dvel þú í draumahöll Hugrún Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Níðingsverk Jón Daníelsson skrifar Skoðun Umhverfi, heilsa og skólamáltíðir Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Æji nei innflytjendur Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Stríðsglæpir sem munu ekki gleymast! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Samstaða, kjarkur og þor Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Það er betra fyrir okkur öll að Háskóli Íslands efli fjarnám Darri Rafn Hólmarsson skrifar Skoðun Yfirfull fangelsi, brostið kerfi Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Þegar rafmagn hættir að vera sjálfsagður hlutur Árni B. Möller skrifar Skoðun Það er flókið að eiga næstum 500 milljarða króna á Íslandi Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Lýðræði og framtíð RÚV: Tími til breytinga? Erling Valur Ingason skrifar Skoðun 5.maí Alþjóðadagur ljósmæðra Unnur Berglind Friðriksdóttir skrifar Skoðun Endurnýjun hugarfarsins Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Ferðamenn: Vanmetnir skattgreiðendur í íslensku hagkerfi Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Góð vísa... Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Við höfum ekki efni á tvískinnungi SFS Vala Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað getum við lært af Víetnamstríðinu? Einar Magnússon skrifar Skoðun Góður rekstur Mosfellsbæjar og framtíðin björt Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir ,Lovísa Jónsdóttir skrifar Skoðun Fristund.is fyrir öll - líka eldra fólk Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn sem skeytir engu Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir skrifar Sjá meira
Ögmundur Jónasson, núverandi ráðherra og fyrrverandi formaður BSRB, lýsti því yfir nýverið að hann væri fylgjandi hugmyndum Hagsmunasamtaka heimilanna um almenna niðurfellingu skulda. Þessar tillögur gera ráð fyrir að lánardrottnar gefi eftir af kröfum sínum til þess að gera þetta kleift. Í tillögum frá Hagsmunasamtökum heimilanna má m.a. lesa eftirfarandi: „Gerð er tillaga um að kaupendur húsbréfa, húsnæðisbréfa og annarra skuldabréfa, sem Íbúðalánasjóður hefur notað til að fjármagna útlán sín, taki þátt í leiðréttingunni. Leiðrétting verðtryggðra lána getur ekki átt sér stað án þess að Íbúðalánasjóði sé veitt svigrúm til slíkra leiðréttinga. Möguleikar sjóðsins til slíks eru takmarkaðir nema að lánardrottnar sjóðsins gefi eftir hluta af sínum kröfum." Íbúðalánasjóður hefur að stórum hluta verið fjármagnaður af lífeyrissjóðunum og það yrðu því lífeyrissjóðirnir sem þyrftu að taka þessar niðurfærslur á sig. Skv. útreikningum myndu þær kosta um það bil 220 milljarða og þar af yrði hlutur lífeyrissjóðanna u.þ.b. 130 milljarðar. Allir lífeyrissjóðir landsins urðu fyrir verulegu fjárhagstjóni af efnahagshruninu og hafa þeir sem greitt hafa til almennu lífeyrissjóðanna orðið fyrir talsverðum réttindamissi vegna skerðinga sem grípa þurfti til í kjölfarið. Opinberu lífeyrissjóðirnir hafa einnig tapað verulegum fjármunum en munurinn á þeim og hinum almennu er sá að þar tapar enginn sínu vegna þess að ríkið ábyrgist að opinberir starfsmenn haldi fullum réttindum hvað sem tautar og raular. Þessi tillaga sem Ögmundur Jónasson ráðherra hefur lýst sig samþykkan gengur út á það að skerða enn frekar réttindin í almennu lífeyrissjóðunum. Ögmundur heldur hins vegar alveg fullum réttindum í sínum sjóði. Til þess að svo megi verða, verður að hækka skatta annarra launþega sem því til viðbótar hefðu tekið á sig skerðingar á lífeyrisréttindum vegna niðurfærslu lána. Það er einfalt að gera góðverk á annarra manna kostnað.
Skoðun Góður rekstur Mosfellsbæjar og framtíðin björt Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir ,Lovísa Jónsdóttir skrifar
Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir skrifar