Meintir fjársvikarar þóttust starfa í byggingariðnaði Sigríður Mogensen skrifar 16. september 2010 18:40 Einn sexmenninnganna sem grunaðir eru um að svíkja 270 milljónir króna úr úr virðisaukaskattskerfinu er starfsmaður Ríkisskattstjóra. Þeir voru úrskurðaðir í gæsluvarðhald í gær. Grunur leikur á að sexmenningarnir hafi stofnað fyrirtæki í þeim eina tilgangi að svíkja fé út úr skattkerfinu. Fyrirtækið átti að líta út fyrir að starfa í byggingariðnaði. Reksturinn hafi hins vegar verið tilbúningur einn og gögn og pappírar sem tengdust fyrirtækinu fölsuð. Rannsókn lögreglu er viðamikil og var ráðist í fjölmargar húsleitir í þessari viku í tengslum við málið. Alls voru níu manns handteknir vegna rannsóknar málsins. Þremur var sleppt að loknum yfirheyrslum en lögreglan fór fram á gæsluvarðhald yfir hinum sex. Héraðsdómur varð við þeirri kröfu í gær. Meðal hinna grunuðu er starfsmaður hjá Ríkisskattstjóra, sem sá um virðisaukaskattskil í starfi sínu. Hann er talinn hafa aðstoðað hina fimm með því að koma gögnum í gegnum skattkerfið. Jón H. B. Snorrason aðstoðarlögreglustjóri og saksóknari hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, segir að málið hafi komið upp í tilefni af ábendingu frá fjármálastofnunum um ætlað peningaþvætti. Rannsóknin hafi síðan leitt í þessa átt í lok síðustu viku. Lögreglan hefur notið aðstoðar frá embætti skattrannsóknarstjóra við rannsóknina. Sexmenningunum tókst að svíkja út 270 milljónir króna. "Grunsemdir eru um að þessar greiðslur hafi farið fram með röngum, tilefnislausum og jafnvel fölsuðum gögnum," segir Jón. Heimildir fréttastofu herma að mikið magn fíkniefna hafi fundist við húsleit í tengslum við rannsókn málsins. Jón vill ekki tjá sig um það. Hann útilokar ekki að fleiri verði handteknir vegna málsins, óljóst sé um næstu skref en rannsókn málsins þróist hratt. Skroll - myndbönd og hljóðklippur Skroll-Fréttir Mest lesið „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Erlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Nokkrir tengdir einstaklingar greinst með lifrarbólgu B Innlent Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn Innlent Fleiri fréttir Vegir enn lokaðir á Vestfjörðum Nokkrir tengdir einstaklingar greinst með lifrarbólgu B „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Sjá meira
Einn sexmenninnganna sem grunaðir eru um að svíkja 270 milljónir króna úr úr virðisaukaskattskerfinu er starfsmaður Ríkisskattstjóra. Þeir voru úrskurðaðir í gæsluvarðhald í gær. Grunur leikur á að sexmenningarnir hafi stofnað fyrirtæki í þeim eina tilgangi að svíkja fé út úr skattkerfinu. Fyrirtækið átti að líta út fyrir að starfa í byggingariðnaði. Reksturinn hafi hins vegar verið tilbúningur einn og gögn og pappírar sem tengdust fyrirtækinu fölsuð. Rannsókn lögreglu er viðamikil og var ráðist í fjölmargar húsleitir í þessari viku í tengslum við málið. Alls voru níu manns handteknir vegna rannsóknar málsins. Þremur var sleppt að loknum yfirheyrslum en lögreglan fór fram á gæsluvarðhald yfir hinum sex. Héraðsdómur varð við þeirri kröfu í gær. Meðal hinna grunuðu er starfsmaður hjá Ríkisskattstjóra, sem sá um virðisaukaskattskil í starfi sínu. Hann er talinn hafa aðstoðað hina fimm með því að koma gögnum í gegnum skattkerfið. Jón H. B. Snorrason aðstoðarlögreglustjóri og saksóknari hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, segir að málið hafi komið upp í tilefni af ábendingu frá fjármálastofnunum um ætlað peningaþvætti. Rannsóknin hafi síðan leitt í þessa átt í lok síðustu viku. Lögreglan hefur notið aðstoðar frá embætti skattrannsóknarstjóra við rannsóknina. Sexmenningunum tókst að svíkja út 270 milljónir króna. "Grunsemdir eru um að þessar greiðslur hafi farið fram með röngum, tilefnislausum og jafnvel fölsuðum gögnum," segir Jón. Heimildir fréttastofu herma að mikið magn fíkniefna hafi fundist við húsleit í tengslum við rannsókn málsins. Jón vill ekki tjá sig um það. Hann útilokar ekki að fleiri verði handteknir vegna málsins, óljóst sé um næstu skref en rannsókn málsins þróist hratt.
Skroll - myndbönd og hljóðklippur Skroll-Fréttir Mest lesið „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Erlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Nokkrir tengdir einstaklingar greinst með lifrarbólgu B Innlent Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn Innlent Fleiri fréttir Vegir enn lokaðir á Vestfjörðum Nokkrir tengdir einstaklingar greinst með lifrarbólgu B „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Sjá meira