Stjörnuleikstjórnandinn Chris Paul hjá New Orleans Hornets í NBA-deildinni verður frá vegna hnémeiðsla í það minnsta í mánuð.
Samkvæmt heimildum ESPN fréttastofunnar mun Paul gangast undir aðgerð á vinstra hné en ætti að vera klár í slaginn að nýju í mars.
Paul meiddist fyrst í leik gegn Golden State í miðri síðustu viku en meiðslin ágerðust svo á lokakafla leiksins gegn Chicago Bulls á föstudag.
Paul mun því að öllum líkindum missa af stjörnuleik NBA-deildarinnar en Chauncey Billups hjá Denver og Monta Ellis hjá Golden State eru taldir líklegastir til þess að fylla skarð hans.