María Guðsteinsdóttir úr Kraflyftingadeild Ármanns varð í tíunda sæti í 67,5 kg flokki á Heimsmeistaramótinu í kraftlyftingum sem nú stendur yfir í Potchefstroom í Suður-Afríku.
María fékk allar lyftur sínar gildar í hnébeygjunni og lyfti 170 kg sem er þremur kílóum frá hennar eigin Íslandsmeti. Í bekkpressu jafnaði María íslandsmetið með 102,5 kg lyftu en hún átti einnig góða tilraun við 107,5 kg.
Það gekk ekki eins vel í réttstöðunni þar sem María fékk aðeins tvær fyrstu lyfturn sínar gildar. Hún endaði því með 167,5 kg í réttstöðunni.
Samanlagður árangur Maríu á mótinu var því 440 kg sem skilaði henni tíunda sætinu í flokknum. Heimsmeistari varð Yulia Medvedeva fra Rússlandi.
