Um milljón manns frá 150 löndum hafa skoðað eldgosið í beinni 7. apríl 2010 16:14 Af vef Mílu í dag. Eyjafjallajökull frá Fimmvörðuhálsi. Um milljón manns frá 150 löndum hafa skoðað eldgosið á Eyjafjallajökli á heimasíðu Mílu frá því fyrsta myndavélin var sett upp á Hvolsvelli í síðasta mánuði. Í kringum 62% heimsóknanna koma frá Íslandi en það þýðir jafnframt að um 38% heimsókna koma erlendis frá. „Trúlegast er um Íslandsmet í heimsóknum á heimasíðu að ræða og eru vinsældir síðunnar hreint ótrúlegar," segir í tilkynningu frá fyrirtækinu. Míla brást hratt við þegar eldgosið hófst á Eyjafjallajökli og kom fyrir myndavélum á Hvolsvelli og á Þórólfsfelli þar sem áhugasamir gátu skoðað eldgosið í beinni útsendingu. Síðar var komið fyrir myndavél á Fimmvörðuhálsi, nær gosstöðvunum og nú síðast frá Þórsmörk þannig að mögulegt verði að skoða gosið frá mörgum hliðum. Myndavélin notast við sambönd á fjarskiptaneti Mílu frá umræddum stöðum. „Stöðug útsending frá gosstað er nýlunda á Íslandi og eru gögn þau er verða til í gegnum upptökur Mílu ómetanlegar fyrir vísindasamfélagið á Íslandi. Vefsíðan hefur sannað gildi sitt fyrir hinn almenna borgara til þess að fylgjast með gosinu en er jafnframt verðmæt upplýsingaveita fyrir ýmsar rannsóknarstofnanir eins og Veðurstofu Íslands, Raunvísindastofnun, Björgunarsveitir, Almannavarnir ríkisins og fleiri. Afrakstur beinna útsendinga frá gosinu eru að auki frábær landkynning fyrir Ísland." Þá segir í tilkynningunni að Mílu hafi borist fjölmargir tölvupóstar frá ýmsum löndum, þar sem fyrirtækinu er þakkað sérstaklega fyrir þessa óvenjulegu þjónustu. Hægt er að skoða myndskeið af gossvæðinu hér. Eldgos og jarðhræringar Gos á Fimmvörðuhálsi Mest lesið Sést til dróna við fjóra flugvelli í Danmörku Erlent Hafnar fullyrðingum þingmanns um innrætingu Innlent Ástæða til að kanna betur tengsl ofurhlaupa og ristilkrabba Innlent Enska verði orðin ráðandi í atvinnulífi um miðja öld Innlent Heiðra Íslendinga með því að gera 17. júní að fánadegi Innlent Fullorðinn karlmaður lést í bílslysi Innlent Skorar á Ingu Sæland að taka slaginn Innlent Hélt ræðu gráti nær Innlent Flugvellinum í Álaborg lokað vegna drónaflugs Erlent Borgin leggur bílstjórum línurnar Innlent Fleiri fréttir Enska verði orðin ráðandi í atvinnulífi um miðja öld Heiðra Íslendinga með því að gera 17. júní að fánadegi Hafnar fullyrðingum þingmanns um innrætingu Skrítið að vita af ósprunginni handsprengju í næstu götu Skorar á Ingu Sæland að taka slaginn Ástæða til að kanna betur tengsl ofurhlaupa og ristilkrabba Löng bið Haraldar, umdeild kynjafræði og íslenska í útrýmingarhættu Borgin leggur bílstjórum línurnar Rafmagn aftur komið á í öllum hverfum Hélt ræðu gráti nær Gripnir glóðvolgir með íslensk lundaegg í Hollandi Stúdentar leggjast gegn sameiningunni Ekki slys á gangandi vegfaranda í „hættulegum beygjuvösum“ í tuttugu ár Fullorðinn karlmaður lést í bílslysi Nýtt stjórnsýslustig framhaldsskóla: „Þetta er eins og vont trúðaleikrit“ Bein útsending: Gervigreind og vísindamiðlun Gular viðvaranir vegna úrkomu og aukin skriðuhætta Aðferðum svipi til þeirra hjá Quang Le Leiðbeinandinn á Múlaborg í gæsluvarðhaldi í mánuð í viðbót Jarðvarmi enn mikilvægari en áður var talið Hyggst leggja af jafnlaunavottun í núverandi mynd Framkvæmdum að ljúka á gatnamótum sem gera Árbæinga gráhærða Bein útsending: Jarðhiti jafnar leikinn Látinn laus en rannsókn enn í fullum gangi „Ég var svolítið bara sett til hliðar“ Sýknudómur í máli Aðalsteins gegn Páli stendur Séra Yrsa Þórðardóttir er látin Æ fleiri Íslendingar velja að eignast ekki börn Áflog og miður farsæl eldamennska Verða bílveikari í rafbílum Sjá meira
Um milljón manns frá 150 löndum hafa skoðað eldgosið á Eyjafjallajökli á heimasíðu Mílu frá því fyrsta myndavélin var sett upp á Hvolsvelli í síðasta mánuði. Í kringum 62% heimsóknanna koma frá Íslandi en það þýðir jafnframt að um 38% heimsókna koma erlendis frá. „Trúlegast er um Íslandsmet í heimsóknum á heimasíðu að ræða og eru vinsældir síðunnar hreint ótrúlegar," segir í tilkynningu frá fyrirtækinu. Míla brást hratt við þegar eldgosið hófst á Eyjafjallajökli og kom fyrir myndavélum á Hvolsvelli og á Þórólfsfelli þar sem áhugasamir gátu skoðað eldgosið í beinni útsendingu. Síðar var komið fyrir myndavél á Fimmvörðuhálsi, nær gosstöðvunum og nú síðast frá Þórsmörk þannig að mögulegt verði að skoða gosið frá mörgum hliðum. Myndavélin notast við sambönd á fjarskiptaneti Mílu frá umræddum stöðum. „Stöðug útsending frá gosstað er nýlunda á Íslandi og eru gögn þau er verða til í gegnum upptökur Mílu ómetanlegar fyrir vísindasamfélagið á Íslandi. Vefsíðan hefur sannað gildi sitt fyrir hinn almenna borgara til þess að fylgjast með gosinu en er jafnframt verðmæt upplýsingaveita fyrir ýmsar rannsóknarstofnanir eins og Veðurstofu Íslands, Raunvísindastofnun, Björgunarsveitir, Almannavarnir ríkisins og fleiri. Afrakstur beinna útsendinga frá gosinu eru að auki frábær landkynning fyrir Ísland." Þá segir í tilkynningunni að Mílu hafi borist fjölmargir tölvupóstar frá ýmsum löndum, þar sem fyrirtækinu er þakkað sérstaklega fyrir þessa óvenjulegu þjónustu. Hægt er að skoða myndskeið af gossvæðinu hér.
Eldgos og jarðhræringar Gos á Fimmvörðuhálsi Mest lesið Sést til dróna við fjóra flugvelli í Danmörku Erlent Hafnar fullyrðingum þingmanns um innrætingu Innlent Ástæða til að kanna betur tengsl ofurhlaupa og ristilkrabba Innlent Enska verði orðin ráðandi í atvinnulífi um miðja öld Innlent Heiðra Íslendinga með því að gera 17. júní að fánadegi Innlent Fullorðinn karlmaður lést í bílslysi Innlent Skorar á Ingu Sæland að taka slaginn Innlent Hélt ræðu gráti nær Innlent Flugvellinum í Álaborg lokað vegna drónaflugs Erlent Borgin leggur bílstjórum línurnar Innlent Fleiri fréttir Enska verði orðin ráðandi í atvinnulífi um miðja öld Heiðra Íslendinga með því að gera 17. júní að fánadegi Hafnar fullyrðingum þingmanns um innrætingu Skrítið að vita af ósprunginni handsprengju í næstu götu Skorar á Ingu Sæland að taka slaginn Ástæða til að kanna betur tengsl ofurhlaupa og ristilkrabba Löng bið Haraldar, umdeild kynjafræði og íslenska í útrýmingarhættu Borgin leggur bílstjórum línurnar Rafmagn aftur komið á í öllum hverfum Hélt ræðu gráti nær Gripnir glóðvolgir með íslensk lundaegg í Hollandi Stúdentar leggjast gegn sameiningunni Ekki slys á gangandi vegfaranda í „hættulegum beygjuvösum“ í tuttugu ár Fullorðinn karlmaður lést í bílslysi Nýtt stjórnsýslustig framhaldsskóla: „Þetta er eins og vont trúðaleikrit“ Bein útsending: Gervigreind og vísindamiðlun Gular viðvaranir vegna úrkomu og aukin skriðuhætta Aðferðum svipi til þeirra hjá Quang Le Leiðbeinandinn á Múlaborg í gæsluvarðhaldi í mánuð í viðbót Jarðvarmi enn mikilvægari en áður var talið Hyggst leggja af jafnlaunavottun í núverandi mynd Framkvæmdum að ljúka á gatnamótum sem gera Árbæinga gráhærða Bein útsending: Jarðhiti jafnar leikinn Látinn laus en rannsókn enn í fullum gangi „Ég var svolítið bara sett til hliðar“ Sýknudómur í máli Aðalsteins gegn Páli stendur Séra Yrsa Þórðardóttir er látin Æ fleiri Íslendingar velja að eignast ekki börn Áflog og miður farsæl eldamennska Verða bílveikari í rafbílum Sjá meira