Arsenikkmengun: Vísindamenn vilja rannsókn Ingimar Karl Helgason skrifar 26. ágúst 2010 18:20 Vísindamenn telja að rannsaka þurfi betur arsenikkmengun í tengslum við gufu frá Hellisheiðarvirkjun. Heilbrigðiseftirlit Suðurlands fullyrðir að neysluvatn á Friðarstöðu og í Hveragerði sé í lagi. Fréttastofan fór yfir allar fundargerðir Heilbrigiðiseftirlits suðurlands, frá því í mars í fyrra og til dagsins í dag. Þar er erindi ábúenda á Friðarstöðum í engu getið. Fréttastofa bar áhyggjur ábúenda á Friðarstöðum undir Heilbrigðiseftirlit Suðurlands. Elsa Ingjaldsdóttir, framkvæmdastjóri eftirlitsins, gaf ekki kost á viðtali. Hún fullyrðir hins vegar að sýni hafi verið tekin úr neysluvatni í hveragerði síðla árs 2007. Þá hafi arsen vart mælt í vatninu; (verið minna en núll komma eitt míkrógramm í lítra). Haustið tvöþúsund og átta, eftir suðurlandsskjálftana það ár, hafi mælingar varla sýnt arsen (sýnt að magn arsent væri núll komma núll fimm míkrógrömm í lítranum.) Þá um vorið, fimmta maí, segir Elsa Ingjaldsdóttir, hafi verið gerð heildarúttekt á vatninu á Friðarstöðum. Magn arsens hafi þar mælst núll komma núll fimm míkrógrömm í lítanum. Samkvæmt gögnum sem fréttastofa hefur undir höndum, hafa ábúendur á friðarstöðum sett sig í samband við Heilbrigðiseftirlitið, snemma í apríl og beðið um athugun á vatninu. Síðan fást þau svör að slíkt sýnataka kosti hundrað þúsund krónur, sem greiðist af þeim sem óski eftir sýnatökunni; enda hafi eftirlitið hvorki heimildir né fjármagn til að greiða kostnað sem hljótist af beiðnum sem ekki falli undir lögbundið hlutverk. Friðarstaðaábúendur spyrja þá á móti hvort það sé ekki lögbundið hlutverk heilbrigðiseftirlitsins að kanna hvort neysluvatn sé í lagi - það virðist síðan hafa verið gert. Í reglugerð um neysluvatn segir að miða sé við tíu míkrógrömm af arseni í lítra neysluvatns. Fram kemur í matsskýrslu fyrir stækkun Hellisheiðarvirkjunar að styrkur arsens í affallsvatni næmi sjötíu og fjórum míkrógrömmum. Rætt er um að gerðar verði ðeigandi ráðstafanir. Fram kemur í skýrslu sem gerð var fyrir Orkuveitu Reykjavíkur í fyrra, um mosaskemmdir vegna gufu frá Hellisheiðarvirkjun, að rannsaka þurfi frekar þolmörk mosans gagnvart ákveðnum efnum, og er arsen þar sérstaklega tiltekið ásamt fleiri efnum. Orkuveita Reykjavíkur upplýsti fréttastofu að rannsóknir stæðu enn, þó hefði ekki verið farið í beint framhald. Kannað væri hvort styrkja megi mosann með áburðu og öðrum plöntum. Skroll-Fréttir Mest lesið Sundlaugargestur handtekinn Innlent Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Innlent Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Innlent Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Innlent Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Erlent Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Innlent Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Innlent Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Innlent Trump sagður hlynntur afsali lands Erlent Fleiri fréttir Heilunarguðþjónustur í Lágafellskirkju njóta mikilla vinsælda „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Segir dómsmálaráðherra hafa talað inn í óttann Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Evrópa verði að hætta að stóla á Bandaríkin og ólögleg bílastæðagjöld Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Deilt um fund Trump og Pútín og leigubílamarkaðurinn Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Sundlaugargestur handtekinn Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Eldur á svölum reyndist vera íbúi að grilla Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar „Það hefði auðvitað verið betra“ Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Grunaðir um hópárás með kylfu Funda með foreldrum barna á Múlaborg á morgun Vilja stórefla samgöngur á Vesturlandi Sóttu mann sem féll niður bratta Hátt í þrjú hundruð mótmæla útlendingastefnu stjórnvalda Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Íslendingur lést vegna hitaslags Ókeypis veðmálasíður „ekki eins og áfengislaus bjór“ „Staðan er alvarleg en við vitum ekki hversu alvarleg hún er“ Vatn flæddi upp úr klósettum og niðurföllum Stuð og stemning á fjölskyldudögum í Vogum Fagna sekt vegna veðmálaauglýsinga og tjón eftir vatnsveður Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Sjá meira
Vísindamenn telja að rannsaka þurfi betur arsenikkmengun í tengslum við gufu frá Hellisheiðarvirkjun. Heilbrigðiseftirlit Suðurlands fullyrðir að neysluvatn á Friðarstöðu og í Hveragerði sé í lagi. Fréttastofan fór yfir allar fundargerðir Heilbrigiðiseftirlits suðurlands, frá því í mars í fyrra og til dagsins í dag. Þar er erindi ábúenda á Friðarstöðum í engu getið. Fréttastofa bar áhyggjur ábúenda á Friðarstöðum undir Heilbrigðiseftirlit Suðurlands. Elsa Ingjaldsdóttir, framkvæmdastjóri eftirlitsins, gaf ekki kost á viðtali. Hún fullyrðir hins vegar að sýni hafi verið tekin úr neysluvatni í hveragerði síðla árs 2007. Þá hafi arsen vart mælt í vatninu; (verið minna en núll komma eitt míkrógramm í lítra). Haustið tvöþúsund og átta, eftir suðurlandsskjálftana það ár, hafi mælingar varla sýnt arsen (sýnt að magn arsent væri núll komma núll fimm míkrógrömm í lítranum.) Þá um vorið, fimmta maí, segir Elsa Ingjaldsdóttir, hafi verið gerð heildarúttekt á vatninu á Friðarstöðum. Magn arsens hafi þar mælst núll komma núll fimm míkrógrömm í lítanum. Samkvæmt gögnum sem fréttastofa hefur undir höndum, hafa ábúendur á friðarstöðum sett sig í samband við Heilbrigðiseftirlitið, snemma í apríl og beðið um athugun á vatninu. Síðan fást þau svör að slíkt sýnataka kosti hundrað þúsund krónur, sem greiðist af þeim sem óski eftir sýnatökunni; enda hafi eftirlitið hvorki heimildir né fjármagn til að greiða kostnað sem hljótist af beiðnum sem ekki falli undir lögbundið hlutverk. Friðarstaðaábúendur spyrja þá á móti hvort það sé ekki lögbundið hlutverk heilbrigðiseftirlitsins að kanna hvort neysluvatn sé í lagi - það virðist síðan hafa verið gert. Í reglugerð um neysluvatn segir að miða sé við tíu míkrógrömm af arseni í lítra neysluvatns. Fram kemur í matsskýrslu fyrir stækkun Hellisheiðarvirkjunar að styrkur arsens í affallsvatni næmi sjötíu og fjórum míkrógrömmum. Rætt er um að gerðar verði ðeigandi ráðstafanir. Fram kemur í skýrslu sem gerð var fyrir Orkuveitu Reykjavíkur í fyrra, um mosaskemmdir vegna gufu frá Hellisheiðarvirkjun, að rannsaka þurfi frekar þolmörk mosans gagnvart ákveðnum efnum, og er arsen þar sérstaklega tiltekið ásamt fleiri efnum. Orkuveita Reykjavíkur upplýsti fréttastofu að rannsóknir stæðu enn, þó hefði ekki verið farið í beint framhald. Kannað væri hvort styrkja megi mosann með áburðu og öðrum plöntum.
Skroll-Fréttir Mest lesið Sundlaugargestur handtekinn Innlent Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Innlent Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Innlent Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Innlent Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Erlent Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Innlent Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Innlent Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Innlent Trump sagður hlynntur afsali lands Erlent Fleiri fréttir Heilunarguðþjónustur í Lágafellskirkju njóta mikilla vinsælda „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Segir dómsmálaráðherra hafa talað inn í óttann Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Evrópa verði að hætta að stóla á Bandaríkin og ólögleg bílastæðagjöld Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Deilt um fund Trump og Pútín og leigubílamarkaðurinn Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Sundlaugargestur handtekinn Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Eldur á svölum reyndist vera íbúi að grilla Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar „Það hefði auðvitað verið betra“ Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Grunaðir um hópárás með kylfu Funda með foreldrum barna á Múlaborg á morgun Vilja stórefla samgöngur á Vesturlandi Sóttu mann sem féll niður bratta Hátt í þrjú hundruð mótmæla útlendingastefnu stjórnvalda Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Íslendingur lést vegna hitaslags Ókeypis veðmálasíður „ekki eins og áfengislaus bjór“ „Staðan er alvarleg en við vitum ekki hversu alvarleg hún er“ Vatn flæddi upp úr klósettum og niðurföllum Stuð og stemning á fjölskyldudögum í Vogum Fagna sekt vegna veðmálaauglýsinga og tjón eftir vatnsveður Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Sjá meira