Kampavínssala heldur áfram að hrynja á Íslandi 29. desember 2010 21:00 Ólíkleg sjón Sala á kampavíni á Íslandi heldur áfram að minnka enda eru færri ástæður til að skála en í góðærinu.nordicphotos/getty „Það eru fáar vörutegundir sem hafa hrapað eins og kampavínið. Línuritið sem var á uppleið árið 2007 hefur alveg snúist við," segir Bjarni Brandsson, vörumerkjastjóri hjá Ölgerðinni. Þrátt fyrir að ýmis teikn séu á lofti um efnahagslegan bata á Íslandi heldur sala á kampavíni áfram að hrynja. Rúmlega 16.000 lítrar seldust í ÁTVR árið 2007, en aðeins tveimur árum síðar var salan komin niður í 5.700 lítra. Salan í ár hefur minnkað um 28% og stefnir í að enda í rúmlega 4.000 lítrum. Haraldur Halldórsson hjá Vífilfelli segir líklegt að framleiðendur lækki verð á kampavíni á næsta ári í kjölfarið á minnkandi sölu. Kampavín er hreinræktuð lúxusvara og Bjarni hjá Ölgerðinni segir að það sé ein af ástæðunum fyrir þessari miklu sölurýrnun. „Það eru kannski færri ástæður til að skála," segir hann. „Svo spila erótísku staðirnir sem hættu í kjölfarið á hruninu inn í. Þar var salan orðin jafnvel meiri en í ÁTVR. Eftir hrun kom enginn þangað og allt datt niður. Þær voru náttúrlega á prósentum listakonurnar sem dönsuðu þar." Bjarni segir kampavínsneysluna hafa verið beintengda bankakerfinu og að salan á veitingahúsum hafi einnig hrunið í kjölfar falls þeirra. „Það voru eiginlega bara skilanefndirnar sem voru að kaupa," segir hann og hlær. „Það er samt glettileg sala á veitingahúsum. Það má kannski rekja til ferðamanna sem eru að sýna molbúafólkinu hvernig á að vera töff," segir hann. Lúxuskampavín á borð við Dom Pérignon var flutt inn í stórum stíl í góðærinu, þrátt fyrir að magnið sem var í boði hafi verið takmarkað. 900 flöskur voru fluttar inn árið 2007 og seldust þær upp. Bjarni segir innflutninginn á Dom Pérignon hafa snarminnkað, enda sé svo lítið keypt af því að erfitt sé að halda því í verslunum. Þessi þróun helst í hendur við þróun á sölu á öðrum vínum. Ódýrara freyðivín sækir í sig veðrið og sala á brandí eykst á meðan sala á koníaki minnkar, að sögn Bjarna. „Það verða örugglega fáir með sebrahestinn í mat um áramótin. Fólk er að skera niður," segir hann. atlifannar@frettabladid.is Fréttir Mest lesið Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Viðskipti innlent „Hvers vegna þarf ég að vera bara verkfræðingur eða bara smiður?“ Atvinnulíf Ætluðu að nýta greidd sæti en fengu ekki Neytendur Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Viðskipti innlent Úr útvarpinu í orkumálin Viðskipti innlent Skipta um forstjóra hjá Origo Viðskipti innlent Milljónagreiðslur til Baldvins Jónssonar stöðvaðar Viðskipti innlent Afsökunum fyrir að drekka ekki kaffi fer fækkandi Atvinnulíf „Algjört siðleysi“ Neytendur Fullt af nýjum bílum hjá Toyota Samstarf Fleiri fréttir Úr útvarpinu í orkumálin Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Skipta um forstjóra hjá Origo Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Engin innköllun á NAN þurrmjólk á Íslandi Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Ingvar Freyr nýr hagfræðingur BHM Sonur tekur við af föður hjá Klöppum Útgáfu ViðskiptaMogga hætt og deildum fækkað Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Um fimm prósenta hækkun fasteignaverðs spáð á árinu Til í að taka á móti FDA hvenær sem er Grímur hættir hjá Bláa lóninu og Sigríður Margrét tekur við Róbert hættir sem forstjóri Alvotech 54 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Icelandair setur nokkur met Lögmenn frá Juris til LEX Visa velur íslenskt félag í þróunarverkefni Sjá meira
„Það eru fáar vörutegundir sem hafa hrapað eins og kampavínið. Línuritið sem var á uppleið árið 2007 hefur alveg snúist við," segir Bjarni Brandsson, vörumerkjastjóri hjá Ölgerðinni. Þrátt fyrir að ýmis teikn séu á lofti um efnahagslegan bata á Íslandi heldur sala á kampavíni áfram að hrynja. Rúmlega 16.000 lítrar seldust í ÁTVR árið 2007, en aðeins tveimur árum síðar var salan komin niður í 5.700 lítra. Salan í ár hefur minnkað um 28% og stefnir í að enda í rúmlega 4.000 lítrum. Haraldur Halldórsson hjá Vífilfelli segir líklegt að framleiðendur lækki verð á kampavíni á næsta ári í kjölfarið á minnkandi sölu. Kampavín er hreinræktuð lúxusvara og Bjarni hjá Ölgerðinni segir að það sé ein af ástæðunum fyrir þessari miklu sölurýrnun. „Það eru kannski færri ástæður til að skála," segir hann. „Svo spila erótísku staðirnir sem hættu í kjölfarið á hruninu inn í. Þar var salan orðin jafnvel meiri en í ÁTVR. Eftir hrun kom enginn þangað og allt datt niður. Þær voru náttúrlega á prósentum listakonurnar sem dönsuðu þar." Bjarni segir kampavínsneysluna hafa verið beintengda bankakerfinu og að salan á veitingahúsum hafi einnig hrunið í kjölfar falls þeirra. „Það voru eiginlega bara skilanefndirnar sem voru að kaupa," segir hann og hlær. „Það er samt glettileg sala á veitingahúsum. Það má kannski rekja til ferðamanna sem eru að sýna molbúafólkinu hvernig á að vera töff," segir hann. Lúxuskampavín á borð við Dom Pérignon var flutt inn í stórum stíl í góðærinu, þrátt fyrir að magnið sem var í boði hafi verið takmarkað. 900 flöskur voru fluttar inn árið 2007 og seldust þær upp. Bjarni segir innflutninginn á Dom Pérignon hafa snarminnkað, enda sé svo lítið keypt af því að erfitt sé að halda því í verslunum. Þessi þróun helst í hendur við þróun á sölu á öðrum vínum. Ódýrara freyðivín sækir í sig veðrið og sala á brandí eykst á meðan sala á koníaki minnkar, að sögn Bjarna. „Það verða örugglega fáir með sebrahestinn í mat um áramótin. Fólk er að skera niður," segir hann. atlifannar@frettabladid.is
Fréttir Mest lesið Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Viðskipti innlent „Hvers vegna þarf ég að vera bara verkfræðingur eða bara smiður?“ Atvinnulíf Ætluðu að nýta greidd sæti en fengu ekki Neytendur Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Viðskipti innlent Úr útvarpinu í orkumálin Viðskipti innlent Skipta um forstjóra hjá Origo Viðskipti innlent Milljónagreiðslur til Baldvins Jónssonar stöðvaðar Viðskipti innlent Afsökunum fyrir að drekka ekki kaffi fer fækkandi Atvinnulíf „Algjört siðleysi“ Neytendur Fullt af nýjum bílum hjá Toyota Samstarf Fleiri fréttir Úr útvarpinu í orkumálin Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Skipta um forstjóra hjá Origo Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Engin innköllun á NAN þurrmjólk á Íslandi Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Ingvar Freyr nýr hagfræðingur BHM Sonur tekur við af föður hjá Klöppum Útgáfu ViðskiptaMogga hætt og deildum fækkað Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Um fimm prósenta hækkun fasteignaverðs spáð á árinu Til í að taka á móti FDA hvenær sem er Grímur hættir hjá Bláa lóninu og Sigríður Margrét tekur við Róbert hættir sem forstjóri Alvotech 54 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Icelandair setur nokkur met Lögmenn frá Juris til LEX Visa velur íslenskt félag í þróunarverkefni Sjá meira