Viðskipti innlent

Hanna María nýr for­stöðumaður hjá ELKO

Atli Ísleifsson skrifar
Hanna María Hermannsdóttir.
Hanna María Hermannsdóttir.

Hanna María Hermannsdóttir hefur verið ráðin forstöðumaður innkaupa- og vörustýringar hjá ELKO.

Í tilkynningu segir að hún búi yfir tíu ára starfsreynslu af verkefna- og breytingastjórnun í flóknu rekstrarumhverfi.

Fyrir komuna til ELKO starfaði Hanna María sem deildarstjóri hjá Isavia og leiddi þar fjölbreytt verkefni tengd innleiðingu nýrra ferla, búnaðar og reglugerða á Keflavíkurflugvelli.

Hanna María útskrifaðist með M.Sc. gráðu í rekstrarverkfræði frá Háskólanum í Reykjavík 2015. Hún lauk B.Sc. gráðu í rekstrarverkfræði frá sama skóla 2012.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×