Húsnæðislánum breytt með löggjöf Jón Hákon Halldórsson skrifar 16. september 2010 17:21 Efnahags- og viðskiptaráðherra mun setja lög sem tryggir að dómur Hæstaréttar í dag um vexti af lánum nái til allra lána vegna bíla- og húsnæðiskaupa sem tengd eru gengi erlendra gjaldmiðla. Mun lagasetningin taka til þeirra flokka lána sem talið er að hafi byggt á ólögmætri gengisbindingu, samkvæmt tilkynningu frá efnahags- og viðskiptaráðuneytinu. Þar segir jafnframt að samkvæmt útreikningum sérfræðinga Seðlabanka Íslands muni eftirstöðvar þessara lána lækka verulega við breytinguna, t.d. um 25% til 47% fyrir 25 ára lán. Efnahags- og viðskiptaráðuneytið segir að gengisbundin húsnæðislán verði færð yfir í íslenskar krónur og verðtryggð kjör sem lækki eftirstöðvar lánanna. Lántakendum mun jafnframt bjóðast að breyta láninu í löglegt erlent lán eða færa það í óverðtryggða íslenska vexti. Þessi hagsbót sé möguleg án þess að fjárhagslegt högg fyrir lánastofnanir verði slíkt að það stefni stöðugleika fjármálakerfisins í hættu. Ráðuneytið segir að út frá sanngirnissjónarmiðum sé talin þörf á að skýra lögmæti gengisbundinna lána til fyrirtækja. Heildarvirði þeirra lána hafi verið áætlað um 841 milljarður króna, en lán til einstaklinga um 186 milljarðar króna. Stór hluti fyrirtækjalána séu til aðila með tekjur í erlendri mynt. Rík neytendasjónarmið hnígi að því að einstaklingar fái meiri vernd en fyrirtæki. Jafnframt séu miklir almannahagsmunir fyrir því að kostnaður falli ekki á skattborgara vegna lána fyrirtækja. Samhliða verði gerðar ríkari kröfur til bankanna um hraðari endurskipulagningu skulda fyrirtækja. Skroll - myndbönd og hljóðklippur Skroll-Viðskipti Tengdar fréttir Mögulega hægt að fara með málið fyrir EFTA „Þetta kom á óvart og það eru mikil vonbrigði,“ segir Gísli Tryggvason, talsmaður neytenda, um nýfallinn dóm Hæstarétta Íslands. 16. september 2010 17:10 Miðað við lægstu óverðtryggðu vexti Seðlabankans Hæstiréttur Íslands féllst í dag á kröfu Lýsingar sem stefndi manni sem hafði tekið bílalán hjá fyrirtækinu. Ágreiningur var um það við hvaða lánsvexti ætti að miða eftir að Hæstiréttur komst að þeirri niðurstöðu í júní að gengistrygging lána væri ólögleg 16. september 2010 16:12 Mest lesið Sigríður Björk segir af sér Innlent Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Innlent Greindur af gervigreind og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Innlent Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Erlent Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Innlent Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Erlent Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Innlent Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Innlent Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Erlent Fleiri fréttir Heldur fullum launum Sigríður Björk hverfur á braut og umboðsmaður vill endurskoða meðferðarheimilin Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Sigríður Björk segir af sér Greindur af gervigreind og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ „Dagur, enga frasapólitík hér“ Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Húsæðis- og efnahagsmál brenna á ungu fólki „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Borgarstjórnarsigur lífsnauðsynlegur Sjálfstæðismönnum Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Þriggja stiga skjálfti í Öskju Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Píratar kjósa formann í lok mánaðar Reyndi að flýja lögreglu en endaði uppi á kanti Engin ástæða til að breyta neinu Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Sjá meira
Efnahags- og viðskiptaráðherra mun setja lög sem tryggir að dómur Hæstaréttar í dag um vexti af lánum nái til allra lána vegna bíla- og húsnæðiskaupa sem tengd eru gengi erlendra gjaldmiðla. Mun lagasetningin taka til þeirra flokka lána sem talið er að hafi byggt á ólögmætri gengisbindingu, samkvæmt tilkynningu frá efnahags- og viðskiptaráðuneytinu. Þar segir jafnframt að samkvæmt útreikningum sérfræðinga Seðlabanka Íslands muni eftirstöðvar þessara lána lækka verulega við breytinguna, t.d. um 25% til 47% fyrir 25 ára lán. Efnahags- og viðskiptaráðuneytið segir að gengisbundin húsnæðislán verði færð yfir í íslenskar krónur og verðtryggð kjör sem lækki eftirstöðvar lánanna. Lántakendum mun jafnframt bjóðast að breyta láninu í löglegt erlent lán eða færa það í óverðtryggða íslenska vexti. Þessi hagsbót sé möguleg án þess að fjárhagslegt högg fyrir lánastofnanir verði slíkt að það stefni stöðugleika fjármálakerfisins í hættu. Ráðuneytið segir að út frá sanngirnissjónarmiðum sé talin þörf á að skýra lögmæti gengisbundinna lána til fyrirtækja. Heildarvirði þeirra lána hafi verið áætlað um 841 milljarður króna, en lán til einstaklinga um 186 milljarðar króna. Stór hluti fyrirtækjalána séu til aðila með tekjur í erlendri mynt. Rík neytendasjónarmið hnígi að því að einstaklingar fái meiri vernd en fyrirtæki. Jafnframt séu miklir almannahagsmunir fyrir því að kostnaður falli ekki á skattborgara vegna lána fyrirtækja. Samhliða verði gerðar ríkari kröfur til bankanna um hraðari endurskipulagningu skulda fyrirtækja.
Skroll - myndbönd og hljóðklippur Skroll-Viðskipti Tengdar fréttir Mögulega hægt að fara með málið fyrir EFTA „Þetta kom á óvart og það eru mikil vonbrigði,“ segir Gísli Tryggvason, talsmaður neytenda, um nýfallinn dóm Hæstarétta Íslands. 16. september 2010 17:10 Miðað við lægstu óverðtryggðu vexti Seðlabankans Hæstiréttur Íslands féllst í dag á kröfu Lýsingar sem stefndi manni sem hafði tekið bílalán hjá fyrirtækinu. Ágreiningur var um það við hvaða lánsvexti ætti að miða eftir að Hæstiréttur komst að þeirri niðurstöðu í júní að gengistrygging lána væri ólögleg 16. september 2010 16:12 Mest lesið Sigríður Björk segir af sér Innlent Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Innlent Greindur af gervigreind og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Innlent Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Erlent Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Innlent Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Erlent Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Innlent Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Innlent Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Erlent Fleiri fréttir Heldur fullum launum Sigríður Björk hverfur á braut og umboðsmaður vill endurskoða meðferðarheimilin Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Sigríður Björk segir af sér Greindur af gervigreind og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ „Dagur, enga frasapólitík hér“ Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Húsæðis- og efnahagsmál brenna á ungu fólki „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Borgarstjórnarsigur lífsnauðsynlegur Sjálfstæðismönnum Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Þriggja stiga skjálfti í Öskju Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Píratar kjósa formann í lok mánaðar Reyndi að flýja lögreglu en endaði uppi á kanti Engin ástæða til að breyta neinu Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Sjá meira
Mögulega hægt að fara með málið fyrir EFTA „Þetta kom á óvart og það eru mikil vonbrigði,“ segir Gísli Tryggvason, talsmaður neytenda, um nýfallinn dóm Hæstarétta Íslands. 16. september 2010 17:10
Miðað við lægstu óverðtryggðu vexti Seðlabankans Hæstiréttur Íslands féllst í dag á kröfu Lýsingar sem stefndi manni sem hafði tekið bílalán hjá fyrirtækinu. Ágreiningur var um það við hvaða lánsvexti ætti að miða eftir að Hæstiréttur komst að þeirri niðurstöðu í júní að gengistrygging lána væri ólögleg 16. september 2010 16:12