Tvær vélar frá Icelandair komu til Akureyrar frá Glasgow í nótt og eru báðar farnar út aftur. Komu þeirra seinkaði í nótt vegna óvissu um ösku í lofti. Þá er vél væntanleg frá Glasgow laust fyrir klukkan tíu. Millilandaflug félagsins verður áfram á milli Akureyrar og Glasgow í dag og allt Ameríkuflugið fer beint á milli Bandaríkjanna og Glasgow.
Iceland Express ætlar að reyna ða fljúga um Keflavíkurflugvöll í dag, enn ekki var ljóst fyrir stundu hvort völlurinn væri opinn eða ekki.