Liðin sem spiluðu til úrslita í NBA-deildinni í fyrra, LA Lakers og Orlando Magic, mættust í nótt og niðurstaðan varð sú sama - Lakers vann.
Shannon Brown skoraði 22 stig, sem er persónulegt met, Pau Gasol skoraði 17 og tók 10 fráköst og Lakers skoraði fyrstu 15 stigin í fjórða leikhluta. Þetta voru hlutirnir sem gerðu gæfumuninn hjá Lakers í nótt.
Kobe Bryant gat meira að segja haft það huggulegt og lét sér nægja að skora 11 stig en hann hitti afar illa eða aðeins úr 4 af 19 skotum sínum.
Lakers nú búið að vinna 18 af 19 heimaleikjum sínum í vetur.
Dwight Howard atkvæðamestur hjá Orlando með 24 stig og 12 fráköst.
Úrslit næturinnar:
NY Knicks-Detroit 99-91
Washington-Portland 97-92
Atlanta-Oklahoma 91-94
Charlotte-Sacramento 105-103
Houston-Milwaukee 101-98
LA Clippers-NJ Nets 106-95
Minnesota-Philadelphia 108-103
New Orleans-San Antonio 90-97
Golden State-Chicago 114-97
Memphis-Phoenix 125-118
Boston-Dallas 90-99
LA Lakers-Orlando 98-92