NBA-deildin hefur sektað ofurstjörnuna LeBron James um 3,1 milljónir íslenskra króna fyrir að sparka í vatnsflösku í leik Cleveland og Minnesota á dögunum.
Þessi besti leikmaður deildarinnar í fyrra var eitthvað pirraður og tók reiði sína út á saklausri vatnsflöskunni.
Þó svo sektin sé há mun pyngja James lítið finna fyrir sektinni enda ansi vel efnaður einstaklingur.