Þrítugur Íraki, Abdul-Halim Hameed, skaut fimmtugan föður sinn þar sem hann svaf í rúmi sínu í fyrrinótt. Ástæðan var sú að faðirin vildi ekki segja upp starfi sínu, en hann starfaði sem verktaki og þýðandi fyrir bandríska herinn í Írak.
Sonurinn er talinn tengdur Al Kaída samtökunum. Með honum að verki var frændi þeirra beggja. Tilræðismennirnir voru handteknir, en lögreglan leitaði einnig að öðrum syni hins myrta, sem talinn var samsekur.
Að minnsta kosti 27 manns létu lífið víðs vegar í Írak í gær í sprengju- og skotárásum. - gb