Ó, borg mín borg! Jón Gnarr skrifar 29. maí 2010 06:00 Ég er fæddur og uppalinn í Reykjavík. Hún mótaði mig og gerði að því sem ég er í dag. Pabbi var lögga. Mamma vann í mötuneyti Borgarspítalans. Ég safnaði peningum með tombólum, til að láta gott af mér leiða og fá mynd af mér í Vísi. Ég var í Réttó. Ég naglhreinsaði mótatimbrið utan af Seðlabankabyggingunni. Ég fór á tónleika í Hafnarbíó. Ég vann í Hampiðjunni. Ég fór í Iðnó og þar heillaðist ég af leiklistinni. Ég hef labbað yfirbugaður af ástarsorg frá Lækjartorgi uppí Breiðholt. Ég hef grátið í strætó. Mér fannst ég ekkert vita eða geta fyrstu vaktina mína hjá Bæjarleiðum. Það var erfitt að viðurkenna að ég rataði ekki á Óðinsgötu. En ég fékk hjálp frá "Stöðinni" og smátt og smátt lærði ég að bjarga mér. Síðustu ár hefur það verið atvinna mín að gleðja fólk með gamanleik en þrátt fyrir það hefur líf mitt ekki verið tómur fíflagangur. Ég hef alið upp fimm börn í þessari borg og þar af er eitt á leikskólaaldri í dag. Ég hef verið með langveikt barn. Ég hef verið atvinnulaus. Ég hef fylgt öldruðum foreldrum mínum í gegnum heilbrigðiskerfið og öldrunarþjónustuna. Ég hef jarðað föður minn og trillað mömmu minni um borgina í hjólastól. En þrátt fyrir erfiðleika hefur þessi borg alltaf séð vel um mig þegar ég hef sýnt áhuga og frumkvæði. Þá hef ég bjargað mér með útsjónarsemi og dugnaði. Borgin okkar er alltaf að stækka og breytast. Sem krakki fór ég með pabba mínum að tína svartbaksegg uppí Grafarvogi. Seinna bjó ég þar. Ég hef fylgst með nýjum hverfum verða að grónum hverfum. Ég elska þessa borg og vil endurgjalda henni allt það sem hún hefur gefið mér. Undanfarin ár finnst mér rangur hugsunarháttur hafa ráðið hér ríkjum. Mér hefur sárnað að horfa uppá það og afleiðingarnar. Mér finnst að ljótir og virðingarlausir hlutir hafi verið gerðir. Hagsmunir borgaranna hafa vikið fyrir hagsmunum einhverra annarra. Tækifæri hafa verið vannýtt. Þess vegna stofnaði ég Besta flokkinn og fékk til liðs við mig fólk sem ég þekki, virði og treysti. Það er fólk úr öllum stéttum þjóðfélagsins. Reykjavík getur orðið fallegri og skemmtilegri borg sem hefur alltaf eitthvað nýtt og óvænt að bjóða uppá. Gott gengi Besta flokksins í borgarstjórnarkosningunum getur markað nýtt upphaf í sögu borgarinnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jón Gnarr Mest lesið Fyrrverandi lögreglumaður heyrir enn röddina Sigurður Árni Reynisson Skoðun Stöndum saman fyrir íslenskan flugrekstur Bogi Nils Bogason Skoðun Baráttan heldur áfram! Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Bætum lífsgæði þeirra sem lifa með krabbameini Sigríður Gunnarsdóttir Skoðun Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir Skoðun Íslensk fátækt er bara kjaftæði Unnur Hrefna Jóhannsdóttir Skoðun Hömpum morðingjunum sem hetjum Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir. Skoðun Af hverju hafa Danir það svona óþolandi gott? Björn Teitsson Skoðun Halldór 18.10.2025 Halldór Baldursson Halldór Magga Stína! Helga Völundardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Stöndum saman fyrir íslenskan flugrekstur Bogi Nils Bogason skrifar Skoðun ,,Gallaður" hundur - söluhluturinn hundur - um úrskurð Kærunefndar vöru- og þjónustukaupa Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar Skoðun Baráttan heldur áfram! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Hvers virði er líf barns? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Hvernig hljómar tilboðið einn fyrir þrjá? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Fyrrverandi lögreglumaður heyrir enn röddina Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Bætum lífsgæði þeirra sem lifa með krabbameini Sigríður Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Offita á krossgötum Guðrún Þuríður Höskuldsdóttir,Tryggvi Helgason skrifar Skoðun Fórnir verið færðar fyrir okkur Björn Ólafsson skrifar Skoðun Launaþjófaður – vanmetinn glæpur á vinnumarkaði Kristjana Fenger skrifar Skoðun Áfram veginn í Reykjavík Gísli Garðarsson,Steinunn Rögnvaldsdóttir skrifar Skoðun Fjölgun kennara er allra hagur Haraldur Freyr Gíslason skrifar Skoðun Deilt og drottnað í umræðu um leikskólamál Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Af hverju hafa Danir það svona óþolandi gott? Björn Teitsson skrifar Skoðun Fjárfestum í framtíðinni Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Togstreita, sveigjanleiki og fjölskyldur Sólveig Rán Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hvað kostar gjaldtakan? Hildur Hauksdóttir skrifar Skoðun Víðerni verndar og virkjana Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Blóðpeningar vestrænna yfirvalda Bergljót T. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Eigindlegar rannsóknir og umræðan um jafnrétti Stefan C. Hardonk skrifar Skoðun Þegar heilbrigðiskerfið molnar og ráðherrann horfir bara á Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Íslensk fátækt er bara kjaftæði Unnur Hrefna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Börn í fangelsi við landamærin Inger Erla Thomsen skrifar Skoðun Tíminn er núna, fjarheilbrigðisþjónusta sem lykill að jafnræði og sjálfbærni í heilbrigðiskerfinu Helga Dagný Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Breytum fánalögunum og notum fánann meira Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Samtal um launajafnrétti og virðismat starfa í tilefni af Kvennaári Helga Björg O. Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Með góðri menntun eru börn líklegri til að ná árangri Sigurður Sigurjónsson skrifar Skoðun Hömpum morðingjunum sem hetjum Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir. skrifar Skoðun Komum í veg fyrir að áföll erfist á milli kynslóða Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Sjá meira
Ég er fæddur og uppalinn í Reykjavík. Hún mótaði mig og gerði að því sem ég er í dag. Pabbi var lögga. Mamma vann í mötuneyti Borgarspítalans. Ég safnaði peningum með tombólum, til að láta gott af mér leiða og fá mynd af mér í Vísi. Ég var í Réttó. Ég naglhreinsaði mótatimbrið utan af Seðlabankabyggingunni. Ég fór á tónleika í Hafnarbíó. Ég vann í Hampiðjunni. Ég fór í Iðnó og þar heillaðist ég af leiklistinni. Ég hef labbað yfirbugaður af ástarsorg frá Lækjartorgi uppí Breiðholt. Ég hef grátið í strætó. Mér fannst ég ekkert vita eða geta fyrstu vaktina mína hjá Bæjarleiðum. Það var erfitt að viðurkenna að ég rataði ekki á Óðinsgötu. En ég fékk hjálp frá "Stöðinni" og smátt og smátt lærði ég að bjarga mér. Síðustu ár hefur það verið atvinna mín að gleðja fólk með gamanleik en þrátt fyrir það hefur líf mitt ekki verið tómur fíflagangur. Ég hef alið upp fimm börn í þessari borg og þar af er eitt á leikskólaaldri í dag. Ég hef verið með langveikt barn. Ég hef verið atvinnulaus. Ég hef fylgt öldruðum foreldrum mínum í gegnum heilbrigðiskerfið og öldrunarþjónustuna. Ég hef jarðað föður minn og trillað mömmu minni um borgina í hjólastól. En þrátt fyrir erfiðleika hefur þessi borg alltaf séð vel um mig þegar ég hef sýnt áhuga og frumkvæði. Þá hef ég bjargað mér með útsjónarsemi og dugnaði. Borgin okkar er alltaf að stækka og breytast. Sem krakki fór ég með pabba mínum að tína svartbaksegg uppí Grafarvogi. Seinna bjó ég þar. Ég hef fylgst með nýjum hverfum verða að grónum hverfum. Ég elska þessa borg og vil endurgjalda henni allt það sem hún hefur gefið mér. Undanfarin ár finnst mér rangur hugsunarháttur hafa ráðið hér ríkjum. Mér hefur sárnað að horfa uppá það og afleiðingarnar. Mér finnst að ljótir og virðingarlausir hlutir hafi verið gerðir. Hagsmunir borgaranna hafa vikið fyrir hagsmunum einhverra annarra. Tækifæri hafa verið vannýtt. Þess vegna stofnaði ég Besta flokkinn og fékk til liðs við mig fólk sem ég þekki, virði og treysti. Það er fólk úr öllum stéttum þjóðfélagsins. Reykjavík getur orðið fallegri og skemmtilegri borg sem hefur alltaf eitthvað nýtt og óvænt að bjóða uppá. Gott gengi Besta flokksins í borgarstjórnarkosningunum getur markað nýtt upphaf í sögu borgarinnar.
Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir Skoðun
Skoðun ,,Gallaður" hundur - söluhluturinn hundur - um úrskurð Kærunefndar vöru- og þjónustukaupa Árni Stefán Árnason skrifar
Skoðun Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar
Skoðun Þegar heilbrigðiskerfið molnar og ráðherrann horfir bara á Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Tíminn er núna, fjarheilbrigðisþjónusta sem lykill að jafnræði og sjálfbærni í heilbrigðiskerfinu Helga Dagný Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Samtal um launajafnrétti og virðismat starfa í tilefni af Kvennaári Helga Björg O. Ragnarsdóttir skrifar
Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir Skoðun