Bæjarfulltrúar ræddu ráðningu Guðmundar Rúnars SB skrifar 8. júlí 2010 14:06 Guðmundur Rúnar Árnason, bæjarstjóri Hafnarfjarðar. Tekur við embætti við sérstakar aðstæður. Bæjarfulltrúar Samfylkingarinnar í Hafnarfirði hittust á fundi í gær og ræddu um afsögn Lúðvíks Geirssonar, fyrrverandi bæjarstjóra Hafnarfjarðarbæjar. Bæjarfulltrúi Samfylkingarinnar segir ráðninguna í anda málefnasamnings flokksins og Vinstri Grænna. „Svona ákvörðun er ekki tekin nema í samráði við alla bæjarfulltrúa flokksins," segir Gunnar Axel Axelsson, bæjarfulltrúi Samfylkingarinnar og fyrrverandi formaður Samfylkingarinnar í Hafnarfirði. Gunnar var staddur á Ísafirði þegar Vísir náði tali af honum en sagðist hafa verið í símasambandi við hina bæjarfulltrúana í gær. Vísir hefur heimildir fyrir óróa meðal Samfylkingarfólks í Hafnarfirði þar sem ákvörðunin um ráðningu Guðmundar Rúnars Árnasonar var aldrei rædd meðal almennra flokksmanna. Ekki var kallað til félags- eða stjórnarfundar vegna málsins heldur var ráðningin einvörðungu í höndum bæjarfulltrúa flokksins. „Ég get ekki talað fyrir hönd stjórnar Samfylkingarinnar en ég geri ráð fyrir því að þetta muni verða rætt á lýðræðislegum vettvangi innan Samfylkingarinnar í Hafnarfirði líkt og ávallt hefur verið gert með mikilvæg mál," segir Gunnar sem tekur þó fram að ekki hafi verið óeðlilega staðið að málinu. „Bæjarfulltrúarnir hafa það í sínum höndum hver er ráðinn bæjarstjóri og í þessu tilviki tekur bæjarráð ákvörðunina þar sem bæjarstjórnin er komin í frí. Ráðningin er jafnframt í anda málefnasamningins VG og Samfylkingarinnar en í honum er einvörðungu kveðið á um að flokkarnir tveir skipti með sér embætti bæjarstjóra en ekki hvaða persóna gegnir því embætti." Gunnar segir mjög sérstakar aðstæður vera uppi í Hafnarfirði og því hafi málið þurft að ganga hratt fyrir sig. „Það hefur verið í gangi undirskriftasöfnun þar sem knúið er á um að kosið verði um ráðningu Lúðvíks. Líkt og fram kemur í yfirlýsingu Lúðvíks er þetta ástand sem bæjarstjórn og bæjarfélagið sjálft getur vart búið við." Vísir hefur undir höndum ráðningarsamning Guðmunds Rúnar Árnasonar. Guðmundur nýtur sömu kjara og Lúðvík Geirsson gerði en hann hafði rétt yfir eina milljón í mánaðarlaun. Innlent Stj.mál Sveitarstjórnarkosningar Mest lesið „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Innlent Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Innlent Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Innlent Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Tókust á um veiðigjöld og þinglok Innlent Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Innlent Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði Innlent Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Innlent Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Innlent Fleiri fréttir „Langþreytt á að það séu boðaðir fundir þegar eitthvað kemur upp á“ Leita logandi ljósi af nýju svæði undir kirkjugarð á Selfossi Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Barátta við illvígan sjúkdóm, furðuleg uppátæki fanga og svakalegar hitatölur Maðurinn sem var stunginn í Mjóddinni liggur enn þungt haldinn Gámurinn á bak og burt Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Tókust á um veiðigjöld og þinglok Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Þurfi að bæta skráningu ofbeldisbrota gegn fangavörðum Ursula von der Leyen kemur til Íslands Formenn takast á, fangelsismál og Trump á völlinn Ekki farið fram á gæsluvarðhald yfir fimmmenningunum Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Fundu kannabisplöntur við húsleit Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Sjá meira
Bæjarfulltrúar Samfylkingarinnar í Hafnarfirði hittust á fundi í gær og ræddu um afsögn Lúðvíks Geirssonar, fyrrverandi bæjarstjóra Hafnarfjarðarbæjar. Bæjarfulltrúi Samfylkingarinnar segir ráðninguna í anda málefnasamnings flokksins og Vinstri Grænna. „Svona ákvörðun er ekki tekin nema í samráði við alla bæjarfulltrúa flokksins," segir Gunnar Axel Axelsson, bæjarfulltrúi Samfylkingarinnar og fyrrverandi formaður Samfylkingarinnar í Hafnarfirði. Gunnar var staddur á Ísafirði þegar Vísir náði tali af honum en sagðist hafa verið í símasambandi við hina bæjarfulltrúana í gær. Vísir hefur heimildir fyrir óróa meðal Samfylkingarfólks í Hafnarfirði þar sem ákvörðunin um ráðningu Guðmundar Rúnars Árnasonar var aldrei rædd meðal almennra flokksmanna. Ekki var kallað til félags- eða stjórnarfundar vegna málsins heldur var ráðningin einvörðungu í höndum bæjarfulltrúa flokksins. „Ég get ekki talað fyrir hönd stjórnar Samfylkingarinnar en ég geri ráð fyrir því að þetta muni verða rætt á lýðræðislegum vettvangi innan Samfylkingarinnar í Hafnarfirði líkt og ávallt hefur verið gert með mikilvæg mál," segir Gunnar sem tekur þó fram að ekki hafi verið óeðlilega staðið að málinu. „Bæjarfulltrúarnir hafa það í sínum höndum hver er ráðinn bæjarstjóri og í þessu tilviki tekur bæjarráð ákvörðunina þar sem bæjarstjórnin er komin í frí. Ráðningin er jafnframt í anda málefnasamningins VG og Samfylkingarinnar en í honum er einvörðungu kveðið á um að flokkarnir tveir skipti með sér embætti bæjarstjóra en ekki hvaða persóna gegnir því embætti." Gunnar segir mjög sérstakar aðstæður vera uppi í Hafnarfirði og því hafi málið þurft að ganga hratt fyrir sig. „Það hefur verið í gangi undirskriftasöfnun þar sem knúið er á um að kosið verði um ráðningu Lúðvíks. Líkt og fram kemur í yfirlýsingu Lúðvíks er þetta ástand sem bæjarstjórn og bæjarfélagið sjálft getur vart búið við." Vísir hefur undir höndum ráðningarsamning Guðmunds Rúnar Árnasonar. Guðmundur nýtur sömu kjara og Lúðvík Geirsson gerði en hann hafði rétt yfir eina milljón í mánaðarlaun.
Innlent Stj.mál Sveitarstjórnarkosningar Mest lesið „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Innlent Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Innlent Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Innlent Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Tókust á um veiðigjöld og þinglok Innlent Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Innlent Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði Innlent Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Innlent Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Innlent Fleiri fréttir „Langþreytt á að það séu boðaðir fundir þegar eitthvað kemur upp á“ Leita logandi ljósi af nýju svæði undir kirkjugarð á Selfossi Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Barátta við illvígan sjúkdóm, furðuleg uppátæki fanga og svakalegar hitatölur Maðurinn sem var stunginn í Mjóddinni liggur enn þungt haldinn Gámurinn á bak og burt Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Tókust á um veiðigjöld og þinglok Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Þurfi að bæta skráningu ofbeldisbrota gegn fangavörðum Ursula von der Leyen kemur til Íslands Formenn takast á, fangelsismál og Trump á völlinn Ekki farið fram á gæsluvarðhald yfir fimmmenningunum Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Fundu kannabisplöntur við húsleit Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Sjá meira