Bæjarfulltrúar ræddu ráðningu Guðmundar Rúnars SB skrifar 8. júlí 2010 14:06 Guðmundur Rúnar Árnason, bæjarstjóri Hafnarfjarðar. Tekur við embætti við sérstakar aðstæður. Bæjarfulltrúar Samfylkingarinnar í Hafnarfirði hittust á fundi í gær og ræddu um afsögn Lúðvíks Geirssonar, fyrrverandi bæjarstjóra Hafnarfjarðarbæjar. Bæjarfulltrúi Samfylkingarinnar segir ráðninguna í anda málefnasamnings flokksins og Vinstri Grænna. „Svona ákvörðun er ekki tekin nema í samráði við alla bæjarfulltrúa flokksins," segir Gunnar Axel Axelsson, bæjarfulltrúi Samfylkingarinnar og fyrrverandi formaður Samfylkingarinnar í Hafnarfirði. Gunnar var staddur á Ísafirði þegar Vísir náði tali af honum en sagðist hafa verið í símasambandi við hina bæjarfulltrúana í gær. Vísir hefur heimildir fyrir óróa meðal Samfylkingarfólks í Hafnarfirði þar sem ákvörðunin um ráðningu Guðmundar Rúnars Árnasonar var aldrei rædd meðal almennra flokksmanna. Ekki var kallað til félags- eða stjórnarfundar vegna málsins heldur var ráðningin einvörðungu í höndum bæjarfulltrúa flokksins. „Ég get ekki talað fyrir hönd stjórnar Samfylkingarinnar en ég geri ráð fyrir því að þetta muni verða rætt á lýðræðislegum vettvangi innan Samfylkingarinnar í Hafnarfirði líkt og ávallt hefur verið gert með mikilvæg mál," segir Gunnar sem tekur þó fram að ekki hafi verið óeðlilega staðið að málinu. „Bæjarfulltrúarnir hafa það í sínum höndum hver er ráðinn bæjarstjóri og í þessu tilviki tekur bæjarráð ákvörðunina þar sem bæjarstjórnin er komin í frí. Ráðningin er jafnframt í anda málefnasamningins VG og Samfylkingarinnar en í honum er einvörðungu kveðið á um að flokkarnir tveir skipti með sér embætti bæjarstjóra en ekki hvaða persóna gegnir því embætti." Gunnar segir mjög sérstakar aðstæður vera uppi í Hafnarfirði og því hafi málið þurft að ganga hratt fyrir sig. „Það hefur verið í gangi undirskriftasöfnun þar sem knúið er á um að kosið verði um ráðningu Lúðvíks. Líkt og fram kemur í yfirlýsingu Lúðvíks er þetta ástand sem bæjarstjórn og bæjarfélagið sjálft getur vart búið við." Vísir hefur undir höndum ráðningarsamning Guðmunds Rúnar Árnasonar. Guðmundur nýtur sömu kjara og Lúðvík Geirsson gerði en hann hafði rétt yfir eina milljón í mánaðarlaun. Innlent Stj.mál Sveitarstjórnarkosningar Mest lesið Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Erlent Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Innlent Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Erlent Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Innlent Samningur í höfn á síðustu stundu Innlent Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Innlent „Ég er sátt“ Innlent Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Innlent Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Innlent „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Innlent Fleiri fréttir Enn eitt burðardýrið á leið í steininn Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Skortur á húsnæði fyrsta verkefnið Átta mánuðir fyrir ofbeldi gegn eigin föður: „Ég stúta honum. Ég stúta þér sko“ „Ég er sátt“ Uppstökkun hjá Flokki fólksins og ferðalangar í vanda Samningur í höfn á síðustu stundu Rúmur fjórðungur lést vegna blóðrásarsjúkdóma Ekki hægt að byggja hagvöxt áfram á fólksfjölgun „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Sósalistaflokkurinn ekki með í Vori til vinstri Hringvegurinn opinn á ný Inga ræðir ráðherrakapalinn í beinni klukkan átta Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Leita að manneskju við Sjáland Ragnar Þór verður ráðherra Guðmundur Ingi segir af sér Telur ólíklegt að aðrar þjóðir berjist með Dönum Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Bæjarfulltrúar slást um oddvitasætið í Hafnarfirði Ekki fengið kvartanir um Grok-myndir af íslenskum konum Neyðarástand í uppsiglingu takist ekki að fjölga sjúkraliðum Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Þessi sóttu um hjá Höllu Kynferðisbrot gegn dreng í Hafnarfirði komið til saksóknara Ungt barn með mislinga á Landspítalanum Sjá meira
Bæjarfulltrúar Samfylkingarinnar í Hafnarfirði hittust á fundi í gær og ræddu um afsögn Lúðvíks Geirssonar, fyrrverandi bæjarstjóra Hafnarfjarðarbæjar. Bæjarfulltrúi Samfylkingarinnar segir ráðninguna í anda málefnasamnings flokksins og Vinstri Grænna. „Svona ákvörðun er ekki tekin nema í samráði við alla bæjarfulltrúa flokksins," segir Gunnar Axel Axelsson, bæjarfulltrúi Samfylkingarinnar og fyrrverandi formaður Samfylkingarinnar í Hafnarfirði. Gunnar var staddur á Ísafirði þegar Vísir náði tali af honum en sagðist hafa verið í símasambandi við hina bæjarfulltrúana í gær. Vísir hefur heimildir fyrir óróa meðal Samfylkingarfólks í Hafnarfirði þar sem ákvörðunin um ráðningu Guðmundar Rúnars Árnasonar var aldrei rædd meðal almennra flokksmanna. Ekki var kallað til félags- eða stjórnarfundar vegna málsins heldur var ráðningin einvörðungu í höndum bæjarfulltrúa flokksins. „Ég get ekki talað fyrir hönd stjórnar Samfylkingarinnar en ég geri ráð fyrir því að þetta muni verða rætt á lýðræðislegum vettvangi innan Samfylkingarinnar í Hafnarfirði líkt og ávallt hefur verið gert með mikilvæg mál," segir Gunnar sem tekur þó fram að ekki hafi verið óeðlilega staðið að málinu. „Bæjarfulltrúarnir hafa það í sínum höndum hver er ráðinn bæjarstjóri og í þessu tilviki tekur bæjarráð ákvörðunina þar sem bæjarstjórnin er komin í frí. Ráðningin er jafnframt í anda málefnasamningins VG og Samfylkingarinnar en í honum er einvörðungu kveðið á um að flokkarnir tveir skipti með sér embætti bæjarstjóra en ekki hvaða persóna gegnir því embætti." Gunnar segir mjög sérstakar aðstæður vera uppi í Hafnarfirði og því hafi málið þurft að ganga hratt fyrir sig. „Það hefur verið í gangi undirskriftasöfnun þar sem knúið er á um að kosið verði um ráðningu Lúðvíks. Líkt og fram kemur í yfirlýsingu Lúðvíks er þetta ástand sem bæjarstjórn og bæjarfélagið sjálft getur vart búið við." Vísir hefur undir höndum ráðningarsamning Guðmunds Rúnar Árnasonar. Guðmundur nýtur sömu kjara og Lúðvík Geirsson gerði en hann hafði rétt yfir eina milljón í mánaðarlaun.
Innlent Stj.mál Sveitarstjórnarkosningar Mest lesið Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Erlent Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Innlent Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Erlent Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Innlent Samningur í höfn á síðustu stundu Innlent Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Innlent „Ég er sátt“ Innlent Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Innlent Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Innlent „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Innlent Fleiri fréttir Enn eitt burðardýrið á leið í steininn Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Skortur á húsnæði fyrsta verkefnið Átta mánuðir fyrir ofbeldi gegn eigin föður: „Ég stúta honum. Ég stúta þér sko“ „Ég er sátt“ Uppstökkun hjá Flokki fólksins og ferðalangar í vanda Samningur í höfn á síðustu stundu Rúmur fjórðungur lést vegna blóðrásarsjúkdóma Ekki hægt að byggja hagvöxt áfram á fólksfjölgun „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Sósalistaflokkurinn ekki með í Vori til vinstri Hringvegurinn opinn á ný Inga ræðir ráðherrakapalinn í beinni klukkan átta Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Leita að manneskju við Sjáland Ragnar Þór verður ráðherra Guðmundur Ingi segir af sér Telur ólíklegt að aðrar þjóðir berjist með Dönum Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Bæjarfulltrúar slást um oddvitasætið í Hafnarfirði Ekki fengið kvartanir um Grok-myndir af íslenskum konum Neyðarástand í uppsiglingu takist ekki að fjölga sjúkraliðum Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Þessi sóttu um hjá Höllu Kynferðisbrot gegn dreng í Hafnarfirði komið til saksóknara Ungt barn með mislinga á Landspítalanum Sjá meira