Bæjarfulltrúar ræddu ráðningu Guðmundar Rúnars SB skrifar 8. júlí 2010 14:06 Guðmundur Rúnar Árnason, bæjarstjóri Hafnarfjarðar. Tekur við embætti við sérstakar aðstæður. Bæjarfulltrúar Samfylkingarinnar í Hafnarfirði hittust á fundi í gær og ræddu um afsögn Lúðvíks Geirssonar, fyrrverandi bæjarstjóra Hafnarfjarðarbæjar. Bæjarfulltrúi Samfylkingarinnar segir ráðninguna í anda málefnasamnings flokksins og Vinstri Grænna. „Svona ákvörðun er ekki tekin nema í samráði við alla bæjarfulltrúa flokksins," segir Gunnar Axel Axelsson, bæjarfulltrúi Samfylkingarinnar og fyrrverandi formaður Samfylkingarinnar í Hafnarfirði. Gunnar var staddur á Ísafirði þegar Vísir náði tali af honum en sagðist hafa verið í símasambandi við hina bæjarfulltrúana í gær. Vísir hefur heimildir fyrir óróa meðal Samfylkingarfólks í Hafnarfirði þar sem ákvörðunin um ráðningu Guðmundar Rúnars Árnasonar var aldrei rædd meðal almennra flokksmanna. Ekki var kallað til félags- eða stjórnarfundar vegna málsins heldur var ráðningin einvörðungu í höndum bæjarfulltrúa flokksins. „Ég get ekki talað fyrir hönd stjórnar Samfylkingarinnar en ég geri ráð fyrir því að þetta muni verða rætt á lýðræðislegum vettvangi innan Samfylkingarinnar í Hafnarfirði líkt og ávallt hefur verið gert með mikilvæg mál," segir Gunnar sem tekur þó fram að ekki hafi verið óeðlilega staðið að málinu. „Bæjarfulltrúarnir hafa það í sínum höndum hver er ráðinn bæjarstjóri og í þessu tilviki tekur bæjarráð ákvörðunina þar sem bæjarstjórnin er komin í frí. Ráðningin er jafnframt í anda málefnasamningins VG og Samfylkingarinnar en í honum er einvörðungu kveðið á um að flokkarnir tveir skipti með sér embætti bæjarstjóra en ekki hvaða persóna gegnir því embætti." Gunnar segir mjög sérstakar aðstæður vera uppi í Hafnarfirði og því hafi málið þurft að ganga hratt fyrir sig. „Það hefur verið í gangi undirskriftasöfnun þar sem knúið er á um að kosið verði um ráðningu Lúðvíks. Líkt og fram kemur í yfirlýsingu Lúðvíks er þetta ástand sem bæjarstjórn og bæjarfélagið sjálft getur vart búið við." Vísir hefur undir höndum ráðningarsamning Guðmunds Rúnar Árnasonar. Guðmundur nýtur sömu kjara og Lúðvík Geirsson gerði en hann hafði rétt yfir eina milljón í mánaðarlaun. Innlent Stj.mál Sveitarstjórnarkosningar Mest lesið „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn Innlent „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ Innlent Fleiri fréttir „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Þeim fækkar sem lesa og skrifa skilaboð við akstur Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Sjá meira
Bæjarfulltrúar Samfylkingarinnar í Hafnarfirði hittust á fundi í gær og ræddu um afsögn Lúðvíks Geirssonar, fyrrverandi bæjarstjóra Hafnarfjarðarbæjar. Bæjarfulltrúi Samfylkingarinnar segir ráðninguna í anda málefnasamnings flokksins og Vinstri Grænna. „Svona ákvörðun er ekki tekin nema í samráði við alla bæjarfulltrúa flokksins," segir Gunnar Axel Axelsson, bæjarfulltrúi Samfylkingarinnar og fyrrverandi formaður Samfylkingarinnar í Hafnarfirði. Gunnar var staddur á Ísafirði þegar Vísir náði tali af honum en sagðist hafa verið í símasambandi við hina bæjarfulltrúana í gær. Vísir hefur heimildir fyrir óróa meðal Samfylkingarfólks í Hafnarfirði þar sem ákvörðunin um ráðningu Guðmundar Rúnars Árnasonar var aldrei rædd meðal almennra flokksmanna. Ekki var kallað til félags- eða stjórnarfundar vegna málsins heldur var ráðningin einvörðungu í höndum bæjarfulltrúa flokksins. „Ég get ekki talað fyrir hönd stjórnar Samfylkingarinnar en ég geri ráð fyrir því að þetta muni verða rætt á lýðræðislegum vettvangi innan Samfylkingarinnar í Hafnarfirði líkt og ávallt hefur verið gert með mikilvæg mál," segir Gunnar sem tekur þó fram að ekki hafi verið óeðlilega staðið að málinu. „Bæjarfulltrúarnir hafa það í sínum höndum hver er ráðinn bæjarstjóri og í þessu tilviki tekur bæjarráð ákvörðunina þar sem bæjarstjórnin er komin í frí. Ráðningin er jafnframt í anda málefnasamningins VG og Samfylkingarinnar en í honum er einvörðungu kveðið á um að flokkarnir tveir skipti með sér embætti bæjarstjóra en ekki hvaða persóna gegnir því embætti." Gunnar segir mjög sérstakar aðstæður vera uppi í Hafnarfirði og því hafi málið þurft að ganga hratt fyrir sig. „Það hefur verið í gangi undirskriftasöfnun þar sem knúið er á um að kosið verði um ráðningu Lúðvíks. Líkt og fram kemur í yfirlýsingu Lúðvíks er þetta ástand sem bæjarstjórn og bæjarfélagið sjálft getur vart búið við." Vísir hefur undir höndum ráðningarsamning Guðmunds Rúnar Árnasonar. Guðmundur nýtur sömu kjara og Lúðvík Geirsson gerði en hann hafði rétt yfir eina milljón í mánaðarlaun.
Innlent Stj.mál Sveitarstjórnarkosningar Mest lesið „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn Innlent „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ Innlent Fleiri fréttir „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Þeim fækkar sem lesa og skrifa skilaboð við akstur Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Sjá meira