Eldar loguðu um alla borg 20. maí 2010 02:00 Bangkok brennur Forsætisráðherra Taílands sagðist sannfærður um að íkveikjurnar verði hægt að stöðva.nordicphotos/AFP Miklar óeirðir brutust út í Bangkok í gær eftir að herinn hafði knúið leiðtoga mótmælenda til uppgjafar. Eldar loguðu víða í borginni og átökin kostuðu að minnsta kosti sex manns lífið, þar á meðal ítalska ljósmyndarann Fabio Polenghi. Abhisit Vejjajiva forsætisráðherra lýsti yfir útgöngubanni í allri borginni, sem átti að gilda frá átta í gærkvöld til klukkan sex í morgun að staðartíma. Fimmtán ár eru síðan útgöngubanni var síðast lýst yfir í Bangkok. Kveikt var í nærri sautján byggingum, þar á meðal kauphöll borgarinnar, nokkrum bönkum, höfuðstöðvum rafveitunnar og verslunarmiðstöðinni Central World, sem var ein sú stærsta í Suðaustur-Asíu. Einnig brann kvikmyndahús til grunna og eitthvað var um gripdeildir í verslunum. Uppþotin hófust eftir að herinn hafði lagt til atlögu gegn þúsundum rauðklæddra mótmælenda, sem höfðu lagt undir sig nokkrar götur í miðborginni og hafst þar við í nærri tvo mánuði. Herinn réðst til atlögu snemma í gærmorgun og beitti mótmælendur fullri hörku, sem varð til þess að tveir helstu leiðtogar þeirra lýstu yfir uppgjöf síðdegis og gáfu sig á vald lögreglunni. Þeir sögðust með þessu vilja koma í veg fyrir meira mannfall, en átökin undanfarnar vikur hafa kostað um fjörutíu manns lífið. Abhisit forsætisráðherra reyndi að bera sig vel í sjónvarpsávarpi og fullyrti að stjórnin muni ná tökum á ástandinu. Mótmælendurnir krefjast þess að stjórnin segi af sér og boðað verði til þingkosninga sem allra fyrst. Mótmælendur segja stjórnina sitja í skjóli valdaráns hersins haustið 2006 og sé því ekki lögmæt. Rauðklæddu mótmælendurnir eru margir hverjir stuðningsmenn Thaksins Shinawatra, fyrrverandi forsætisráðherra, sem hrakinn var frá völdum í valdaráninu. Aðrir eru fyrst og fremst að krefjast þess að lýðræði verði haft í heiðri. Óeirðir breiddust einnig út til norður- og norðausturhluta landsins, þar sem andstaðan við stjórn Abhisits er sterk. Stjórnin er sökuð um að hygla auðugu valdaklíkunni sem hefur stjórnað landinu meira og minna áratugum saman. gudsteinn@frettabladid.is Erlent Fréttir Mest lesið Tveir létust þegar skip á leið til Íslands sigldi á Brooklyn-brúna Erlent Eins og að vera fangi í eigin líkama Innlent Þegar Þorvaldur í Síld og fisk varð örlagavaldur Loftleiða Innlent Fölsuð ökuskírteini aldrei fleiri og aldrei verið eins fullkomin Innlent Þrír réðust á ungan mann í Árbænum og flúðu á brott Innlent Ætlar að tala við Pútín um að „binda enda á blóðbaðið“ Erlent Segja kristnar kirkjur ekki geta staðið hjá Innlent Staðan í hagkerfinu og alþjóðamálin Innlent Grunaður um að fá alls konar búnað frá fyrirtæki fyrir fíkniefnarækt Innlent Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Erlent Fleiri fréttir Leó orðinn páfi Tveir létust þegar skip á leið til Íslands sigldi á Brooklyn-brúna Ætlar að tala við Pútín um að „binda enda á blóðbaðið“ Fimm látnir eftir þyrluslys í Finnlandi Tugir látnir eftir hvirfilbyl í Bandaríkjunum Árásirnar sagðar þær umfangsmestu síðan viðræðurnar fóru fyrir bí Níu drepnir í drónaárás á rútu Samþykktu fangaskipti á næstu dögum Hlýtur 25 ára dóm fyrir banatilræðið við Rushdie Gerðu umfangsmiklar árásir á Jemen Óásættanlegar kröfur frá Rússum á stuttum fundi Diplómatinn sem grunaður var um njósnir er látinn Sakaður um að kalla eftir dauða Trumps með mynd af skeljum „Rússland vill augljóslega stríð“ Rekja fjöldamorðið í Örebro til gremju byssumannsins vegna lífs síns Íhuga að refsa Pakistönum með stíflum og fráveituskurðum Litlar væntingar til fyrstu beinu friðarviðræðnanna í meira en þrjú ár Láta heiladauða konu ganga áfram með fóstur vegna þungunarrofsbanns Tekið tíma að bera kennsl á illa farin lík Létu Cassie lesa upp kynferðisleg skilaboð til Diddy „Við getum ekki hlaupið um heiminn í leit að Pútín“ Undirbúa að verja mun meira til varnarmála Hnattræn hlýnun nær í skottið á einni af perlum Patagóníu ESB tapar máli um samskipti von der Leyen og Pfizer-forstjóra Vill gera Gasa að „frelsissvæði“ Rússar segja Selenskí aumkunarverðan trúð Alþjóðaglæpadómstóllinn lamaður vegna þvingana Bandaríkjanna Loftárásir héldu áfram og segja enn harðari árásir framundan Hvorki Pútín né Trump ætla á fund Selenskí „Fátækasti forseti heims“ látinn Sjá meira
Miklar óeirðir brutust út í Bangkok í gær eftir að herinn hafði knúið leiðtoga mótmælenda til uppgjafar. Eldar loguðu víða í borginni og átökin kostuðu að minnsta kosti sex manns lífið, þar á meðal ítalska ljósmyndarann Fabio Polenghi. Abhisit Vejjajiva forsætisráðherra lýsti yfir útgöngubanni í allri borginni, sem átti að gilda frá átta í gærkvöld til klukkan sex í morgun að staðartíma. Fimmtán ár eru síðan útgöngubanni var síðast lýst yfir í Bangkok. Kveikt var í nærri sautján byggingum, þar á meðal kauphöll borgarinnar, nokkrum bönkum, höfuðstöðvum rafveitunnar og verslunarmiðstöðinni Central World, sem var ein sú stærsta í Suðaustur-Asíu. Einnig brann kvikmyndahús til grunna og eitthvað var um gripdeildir í verslunum. Uppþotin hófust eftir að herinn hafði lagt til atlögu gegn þúsundum rauðklæddra mótmælenda, sem höfðu lagt undir sig nokkrar götur í miðborginni og hafst þar við í nærri tvo mánuði. Herinn réðst til atlögu snemma í gærmorgun og beitti mótmælendur fullri hörku, sem varð til þess að tveir helstu leiðtogar þeirra lýstu yfir uppgjöf síðdegis og gáfu sig á vald lögreglunni. Þeir sögðust með þessu vilja koma í veg fyrir meira mannfall, en átökin undanfarnar vikur hafa kostað um fjörutíu manns lífið. Abhisit forsætisráðherra reyndi að bera sig vel í sjónvarpsávarpi og fullyrti að stjórnin muni ná tökum á ástandinu. Mótmælendurnir krefjast þess að stjórnin segi af sér og boðað verði til þingkosninga sem allra fyrst. Mótmælendur segja stjórnina sitja í skjóli valdaráns hersins haustið 2006 og sé því ekki lögmæt. Rauðklæddu mótmælendurnir eru margir hverjir stuðningsmenn Thaksins Shinawatra, fyrrverandi forsætisráðherra, sem hrakinn var frá völdum í valdaráninu. Aðrir eru fyrst og fremst að krefjast þess að lýðræði verði haft í heiðri. Óeirðir breiddust einnig út til norður- og norðausturhluta landsins, þar sem andstaðan við stjórn Abhisits er sterk. Stjórnin er sökuð um að hygla auðugu valdaklíkunni sem hefur stjórnað landinu meira og minna áratugum saman. gudsteinn@frettabladid.is
Erlent Fréttir Mest lesið Tveir létust þegar skip á leið til Íslands sigldi á Brooklyn-brúna Erlent Eins og að vera fangi í eigin líkama Innlent Þegar Þorvaldur í Síld og fisk varð örlagavaldur Loftleiða Innlent Fölsuð ökuskírteini aldrei fleiri og aldrei verið eins fullkomin Innlent Þrír réðust á ungan mann í Árbænum og flúðu á brott Innlent Ætlar að tala við Pútín um að „binda enda á blóðbaðið“ Erlent Segja kristnar kirkjur ekki geta staðið hjá Innlent Staðan í hagkerfinu og alþjóðamálin Innlent Grunaður um að fá alls konar búnað frá fyrirtæki fyrir fíkniefnarækt Innlent Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Erlent Fleiri fréttir Leó orðinn páfi Tveir létust þegar skip á leið til Íslands sigldi á Brooklyn-brúna Ætlar að tala við Pútín um að „binda enda á blóðbaðið“ Fimm látnir eftir þyrluslys í Finnlandi Tugir látnir eftir hvirfilbyl í Bandaríkjunum Árásirnar sagðar þær umfangsmestu síðan viðræðurnar fóru fyrir bí Níu drepnir í drónaárás á rútu Samþykktu fangaskipti á næstu dögum Hlýtur 25 ára dóm fyrir banatilræðið við Rushdie Gerðu umfangsmiklar árásir á Jemen Óásættanlegar kröfur frá Rússum á stuttum fundi Diplómatinn sem grunaður var um njósnir er látinn Sakaður um að kalla eftir dauða Trumps með mynd af skeljum „Rússland vill augljóslega stríð“ Rekja fjöldamorðið í Örebro til gremju byssumannsins vegna lífs síns Íhuga að refsa Pakistönum með stíflum og fráveituskurðum Litlar væntingar til fyrstu beinu friðarviðræðnanna í meira en þrjú ár Láta heiladauða konu ganga áfram með fóstur vegna þungunarrofsbanns Tekið tíma að bera kennsl á illa farin lík Létu Cassie lesa upp kynferðisleg skilaboð til Diddy „Við getum ekki hlaupið um heiminn í leit að Pútín“ Undirbúa að verja mun meira til varnarmála Hnattræn hlýnun nær í skottið á einni af perlum Patagóníu ESB tapar máli um samskipti von der Leyen og Pfizer-forstjóra Vill gera Gasa að „frelsissvæði“ Rússar segja Selenskí aumkunarverðan trúð Alþjóðaglæpadómstóllinn lamaður vegna þvingana Bandaríkjanna Loftárásir héldu áfram og segja enn harðari árásir framundan Hvorki Pútín né Trump ætla á fund Selenskí „Fátækasti forseti heims“ látinn Sjá meira