Eldar loguðu um alla borg 20. maí 2010 02:00 Bangkok brennur Forsætisráðherra Taílands sagðist sannfærður um að íkveikjurnar verði hægt að stöðva.nordicphotos/AFP Miklar óeirðir brutust út í Bangkok í gær eftir að herinn hafði knúið leiðtoga mótmælenda til uppgjafar. Eldar loguðu víða í borginni og átökin kostuðu að minnsta kosti sex manns lífið, þar á meðal ítalska ljósmyndarann Fabio Polenghi. Abhisit Vejjajiva forsætisráðherra lýsti yfir útgöngubanni í allri borginni, sem átti að gilda frá átta í gærkvöld til klukkan sex í morgun að staðartíma. Fimmtán ár eru síðan útgöngubanni var síðast lýst yfir í Bangkok. Kveikt var í nærri sautján byggingum, þar á meðal kauphöll borgarinnar, nokkrum bönkum, höfuðstöðvum rafveitunnar og verslunarmiðstöðinni Central World, sem var ein sú stærsta í Suðaustur-Asíu. Einnig brann kvikmyndahús til grunna og eitthvað var um gripdeildir í verslunum. Uppþotin hófust eftir að herinn hafði lagt til atlögu gegn þúsundum rauðklæddra mótmælenda, sem höfðu lagt undir sig nokkrar götur í miðborginni og hafst þar við í nærri tvo mánuði. Herinn réðst til atlögu snemma í gærmorgun og beitti mótmælendur fullri hörku, sem varð til þess að tveir helstu leiðtogar þeirra lýstu yfir uppgjöf síðdegis og gáfu sig á vald lögreglunni. Þeir sögðust með þessu vilja koma í veg fyrir meira mannfall, en átökin undanfarnar vikur hafa kostað um fjörutíu manns lífið. Abhisit forsætisráðherra reyndi að bera sig vel í sjónvarpsávarpi og fullyrti að stjórnin muni ná tökum á ástandinu. Mótmælendurnir krefjast þess að stjórnin segi af sér og boðað verði til þingkosninga sem allra fyrst. Mótmælendur segja stjórnina sitja í skjóli valdaráns hersins haustið 2006 og sé því ekki lögmæt. Rauðklæddu mótmælendurnir eru margir hverjir stuðningsmenn Thaksins Shinawatra, fyrrverandi forsætisráðherra, sem hrakinn var frá völdum í valdaráninu. Aðrir eru fyrst og fremst að krefjast þess að lýðræði verði haft í heiðri. Óeirðir breiddust einnig út til norður- og norðausturhluta landsins, þar sem andstaðan við stjórn Abhisits er sterk. Stjórnin er sökuð um að hygla auðugu valdaklíkunni sem hefur stjórnað landinu meira og minna áratugum saman. gudsteinn@frettabladid.is Erlent Fréttir Mest lesið Hljóp inn í brennandi byggingu til að bjarga nágrannanum Innlent „Hættulegasti maður Noregs“ fannst látinn í fangaklefa Erlent Svona mun Suðurlandsbraut líta út Innlent Sveitarstjóra ekki heimilt að banna hundahald Innlent „Við eigum ekki að vera hrædd við að taka umræðuna“ Innlent Afi fór ekki yfir strikið með meintri rassskellingu Innlent Ellefu meðlimir glæpafjölskyldu teknir af lífi í Kína Erlent Leigubílar verði á lituðum númeraplötum Innlent Hótaði málþófi vegna veiða sem tengdasonurinn stundar Innlent Launin lækkuð um 97 prósent en ekki afnumin Innlent Fleiri fréttir „Hættulegasti maður Noregs“ fannst látinn í fangaklefa Segir Venesúela munu þurfa að sækja um úthlutun úr eigin olíusjóði í Katar Ellefu meðlimir glæpafjölskyldu teknir af lífi í Kína Fundu fjarlægustu vetrarbrautina hingað til Segir útsendara „mögulega“ ekki hafa fylgt verkreglum Segir Trump ekki reiðan Íslandi Dómsdagsklukkan færð fram Sendir herskipaflota að Íran og hótar „ofbeldi“ Helsta klappstýran sögð slegin yfir sálarástandi Trumps Verða ekki viðstödd réttarhöld stjúpsonarins Vilja veita þúsundum sem dvelja ólölega á Spáni dvalarleyfi Ná saman um myndun minnihlutastjórnar í Hollandi Maður sprautaði illa lyktandi vökva á Ilhan Omar Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Dómari stöðvar brottflutning Liam og föður hans Bandaríkin hyggja á heræfingar í Mið-Austurlöndum Svíar líta til kjarnorkuvopna Tónninn breytist með yfirmannaskiptum hjá ICE Tala fallinna og særðra nálgast tvær milljónir Svíar hyggjast lækka sakhæfisaldur „Móðir allra samninga“ Um þriðjungur Dana fær 50 þúsund króna „matartékka“ beint í vasann frá ríkinu Segja mögulegt að yfir 30.000 hafi verið drepin í mótmælunum Franska þingið samþykkti símabann hjá börnum Evrópusambandið og Indland ganga frá fríverslunarsamningi Bovino sendur til Kaliforníu og Leavitt dregur í land Lét þingmenn heyra það og sagði Evrópu ekki geta varið sig sjálfa Trump sagður hafa lofað óháðum rannsóknum í Minnesota Einn lifði flugslys í Maine af en sjö dóu Hafa fundið lík síðasta gíslsins á Gasa Sjá meira
Miklar óeirðir brutust út í Bangkok í gær eftir að herinn hafði knúið leiðtoga mótmælenda til uppgjafar. Eldar loguðu víða í borginni og átökin kostuðu að minnsta kosti sex manns lífið, þar á meðal ítalska ljósmyndarann Fabio Polenghi. Abhisit Vejjajiva forsætisráðherra lýsti yfir útgöngubanni í allri borginni, sem átti að gilda frá átta í gærkvöld til klukkan sex í morgun að staðartíma. Fimmtán ár eru síðan útgöngubanni var síðast lýst yfir í Bangkok. Kveikt var í nærri sautján byggingum, þar á meðal kauphöll borgarinnar, nokkrum bönkum, höfuðstöðvum rafveitunnar og verslunarmiðstöðinni Central World, sem var ein sú stærsta í Suðaustur-Asíu. Einnig brann kvikmyndahús til grunna og eitthvað var um gripdeildir í verslunum. Uppþotin hófust eftir að herinn hafði lagt til atlögu gegn þúsundum rauðklæddra mótmælenda, sem höfðu lagt undir sig nokkrar götur í miðborginni og hafst þar við í nærri tvo mánuði. Herinn réðst til atlögu snemma í gærmorgun og beitti mótmælendur fullri hörku, sem varð til þess að tveir helstu leiðtogar þeirra lýstu yfir uppgjöf síðdegis og gáfu sig á vald lögreglunni. Þeir sögðust með þessu vilja koma í veg fyrir meira mannfall, en átökin undanfarnar vikur hafa kostað um fjörutíu manns lífið. Abhisit forsætisráðherra reyndi að bera sig vel í sjónvarpsávarpi og fullyrti að stjórnin muni ná tökum á ástandinu. Mótmælendurnir krefjast þess að stjórnin segi af sér og boðað verði til þingkosninga sem allra fyrst. Mótmælendur segja stjórnina sitja í skjóli valdaráns hersins haustið 2006 og sé því ekki lögmæt. Rauðklæddu mótmælendurnir eru margir hverjir stuðningsmenn Thaksins Shinawatra, fyrrverandi forsætisráðherra, sem hrakinn var frá völdum í valdaráninu. Aðrir eru fyrst og fremst að krefjast þess að lýðræði verði haft í heiðri. Óeirðir breiddust einnig út til norður- og norðausturhluta landsins, þar sem andstaðan við stjórn Abhisits er sterk. Stjórnin er sökuð um að hygla auðugu valdaklíkunni sem hefur stjórnað landinu meira og minna áratugum saman. gudsteinn@frettabladid.is
Erlent Fréttir Mest lesið Hljóp inn í brennandi byggingu til að bjarga nágrannanum Innlent „Hættulegasti maður Noregs“ fannst látinn í fangaklefa Erlent Svona mun Suðurlandsbraut líta út Innlent Sveitarstjóra ekki heimilt að banna hundahald Innlent „Við eigum ekki að vera hrædd við að taka umræðuna“ Innlent Afi fór ekki yfir strikið með meintri rassskellingu Innlent Ellefu meðlimir glæpafjölskyldu teknir af lífi í Kína Erlent Leigubílar verði á lituðum númeraplötum Innlent Hótaði málþófi vegna veiða sem tengdasonurinn stundar Innlent Launin lækkuð um 97 prósent en ekki afnumin Innlent Fleiri fréttir „Hættulegasti maður Noregs“ fannst látinn í fangaklefa Segir Venesúela munu þurfa að sækja um úthlutun úr eigin olíusjóði í Katar Ellefu meðlimir glæpafjölskyldu teknir af lífi í Kína Fundu fjarlægustu vetrarbrautina hingað til Segir útsendara „mögulega“ ekki hafa fylgt verkreglum Segir Trump ekki reiðan Íslandi Dómsdagsklukkan færð fram Sendir herskipaflota að Íran og hótar „ofbeldi“ Helsta klappstýran sögð slegin yfir sálarástandi Trumps Verða ekki viðstödd réttarhöld stjúpsonarins Vilja veita þúsundum sem dvelja ólölega á Spáni dvalarleyfi Ná saman um myndun minnihlutastjórnar í Hollandi Maður sprautaði illa lyktandi vökva á Ilhan Omar Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Dómari stöðvar brottflutning Liam og föður hans Bandaríkin hyggja á heræfingar í Mið-Austurlöndum Svíar líta til kjarnorkuvopna Tónninn breytist með yfirmannaskiptum hjá ICE Tala fallinna og særðra nálgast tvær milljónir Svíar hyggjast lækka sakhæfisaldur „Móðir allra samninga“ Um þriðjungur Dana fær 50 þúsund króna „matartékka“ beint í vasann frá ríkinu Segja mögulegt að yfir 30.000 hafi verið drepin í mótmælunum Franska þingið samþykkti símabann hjá börnum Evrópusambandið og Indland ganga frá fríverslunarsamningi Bovino sendur til Kaliforníu og Leavitt dregur í land Lét þingmenn heyra það og sagði Evrópu ekki geta varið sig sjálfa Trump sagður hafa lofað óháðum rannsóknum í Minnesota Einn lifði flugslys í Maine af en sjö dóu Hafa fundið lík síðasta gíslsins á Gasa Sjá meira