Lekinn reynist meiri 21. maí 2010 01:00 Olía brennd á Mexíkóflóa Óttast er að olían berist í auknum mæli inn á viðkvæm votlendi við strendur Mexíkóflóa.nordicphotos/AFP Olíufélagið BP hefur viðurkennt að olíulekinn í Mexíkóflóa sé meiri en fyrirtækið hefur hingað til gefið upp. Olía hefur nú borist upp á votlendið við strendur Louisiana, auk þess sem hún er byrjuð að berast út í hafstrauma sem flytja hana út á opið haf austur með Flórídaskaga. Mark Proegler, talsmaður fyrirtækisins, segir að inn í olíurör sem sett var inn í opna olíuleiðslu um helgina streymi nú um fimm þúsund tunnur af olíu á dag. Þetta er einungis hluti af lekanum, en til þessa hefur fyrirtækið haldið því fram að heildarlekinn nemi fimm þúsund tunnum á dag. Bandaríkjastjórn hefur verið gagnrýnd fyrir að treysta um of á upplýsingar frá BP. Ken Salazaar innanríkisráðherra sagði í gær að stjórnin muni nú láta eigin vísindamenn kanna lekamagnið. Reynt hefur verið að hamla útbreiðslu olíunnar með flotgirðingum og með því að safna saman olíu og brenna hana undir eftirliti. Um helgina á að reyna að stöðva lekann með því að pumpa þungri leðju og síðan steinsteypu ofan á olíuleiðsluna á hafsbotni. Olía tók að streyma út í hafið eftir að sprenging varð í olíuborpalli fyrir mánuði. Ellefu manns fórust. Til þessa hefur að mestu tekist að koma í veg fyrir að olían berist á land, en nú í vikunni fannst nokkurt magn suðaustast í Louisiana. Bobby Jindal ríkisstjóri sagði að þetta væri aðeins útjaðar lekans, sem gæti valdið gríðarlegu tjóni í viðkvæmu lífríki votlendisins við ósa Mississippifljótsins. Þar eru fágætar dýra- og fuglategundir auk fjölskrúðugs sjávarlífs sem nú er stofnað í hættu. gudsteinn@frettabladid.is Erlent Fréttir Mest lesið Hljóp inn í brennandi byggingu til að bjarga nágrannanum Innlent „Hættulegasti maður Noregs“ fannst látinn í fangaklefa Erlent Sveitarstjóra ekki heimilt að banna hundahald Innlent Ellefu meðlimir glæpafjölskyldu teknir af lífi í Kína Erlent „Við eigum ekki að vera hrædd við að taka umræðuna“ Innlent Afi fór ekki yfir strikið með meintri rassskellingu Innlent Leigubílar verði á lituðum númeraplötum Innlent Óttast vaxtahækkanir vegna sleggjunnar sem stjórnvöld „fengu í trýnið“ Innlent Launin lækkuð um 97 prósent en ekki afnumin Innlent Vísar ásökunum um óeðlileg afskipti í kosningabaráttu á bug Innlent Fleiri fréttir „Hættulegasti maður Noregs“ fannst látinn í fangaklefa Segir Venesúela munu þurfa að sækja um úthlutun úr eigin olíusjóði í Katar Ellefu meðlimir glæpafjölskyldu teknir af lífi í Kína Fundu fjarlægustu vetrarbrautina hingað til Segir útsendara „mögulega“ ekki hafa fylgt verkreglum Segir Trump ekki reiðan Íslandi Dómsdagsklukkan færð fram Sendir herskipaflota að Íran og hótar „ofbeldi“ Helsta klappstýran sögð slegin yfir sálarástandi Trumps Verða ekki viðstödd réttarhöld stjúpsonarins Vilja veita þúsundum sem dvelja ólölega á Spáni dvalarleyfi Ná saman um myndun minnihlutastjórnar í Hollandi Maður sprautaði illa lyktandi vökva á Ilhan Omar Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Dómari stöðvar brottflutning Liam og föður hans Bandaríkin hyggja á heræfingar í Mið-Austurlöndum Svíar líta til kjarnorkuvopna Tónninn breytist með yfirmannaskiptum hjá ICE Tala fallinna og særðra nálgast tvær milljónir Svíar hyggjast lækka sakhæfisaldur „Móðir allra samninga“ Um þriðjungur Dana fær 50 þúsund króna „matartékka“ beint í vasann frá ríkinu Segja mögulegt að yfir 30.000 hafi verið drepin í mótmælunum Franska þingið samþykkti símabann hjá börnum Evrópusambandið og Indland ganga frá fríverslunarsamningi Bovino sendur til Kaliforníu og Leavitt dregur í land Lét þingmenn heyra það og sagði Evrópu ekki geta varið sig sjálfa Trump sagður hafa lofað óháðum rannsóknum í Minnesota Einn lifði flugslys í Maine af en sjö dóu Hafa fundið lík síðasta gíslsins á Gasa Sjá meira
Olíufélagið BP hefur viðurkennt að olíulekinn í Mexíkóflóa sé meiri en fyrirtækið hefur hingað til gefið upp. Olía hefur nú borist upp á votlendið við strendur Louisiana, auk þess sem hún er byrjuð að berast út í hafstrauma sem flytja hana út á opið haf austur með Flórídaskaga. Mark Proegler, talsmaður fyrirtækisins, segir að inn í olíurör sem sett var inn í opna olíuleiðslu um helgina streymi nú um fimm þúsund tunnur af olíu á dag. Þetta er einungis hluti af lekanum, en til þessa hefur fyrirtækið haldið því fram að heildarlekinn nemi fimm þúsund tunnum á dag. Bandaríkjastjórn hefur verið gagnrýnd fyrir að treysta um of á upplýsingar frá BP. Ken Salazaar innanríkisráðherra sagði í gær að stjórnin muni nú láta eigin vísindamenn kanna lekamagnið. Reynt hefur verið að hamla útbreiðslu olíunnar með flotgirðingum og með því að safna saman olíu og brenna hana undir eftirliti. Um helgina á að reyna að stöðva lekann með því að pumpa þungri leðju og síðan steinsteypu ofan á olíuleiðsluna á hafsbotni. Olía tók að streyma út í hafið eftir að sprenging varð í olíuborpalli fyrir mánuði. Ellefu manns fórust. Til þessa hefur að mestu tekist að koma í veg fyrir að olían berist á land, en nú í vikunni fannst nokkurt magn suðaustast í Louisiana. Bobby Jindal ríkisstjóri sagði að þetta væri aðeins útjaðar lekans, sem gæti valdið gríðarlegu tjóni í viðkvæmu lífríki votlendisins við ósa Mississippifljótsins. Þar eru fágætar dýra- og fuglategundir auk fjölskrúðugs sjávarlífs sem nú er stofnað í hættu. gudsteinn@frettabladid.is
Erlent Fréttir Mest lesið Hljóp inn í brennandi byggingu til að bjarga nágrannanum Innlent „Hættulegasti maður Noregs“ fannst látinn í fangaklefa Erlent Sveitarstjóra ekki heimilt að banna hundahald Innlent Ellefu meðlimir glæpafjölskyldu teknir af lífi í Kína Erlent „Við eigum ekki að vera hrædd við að taka umræðuna“ Innlent Afi fór ekki yfir strikið með meintri rassskellingu Innlent Leigubílar verði á lituðum númeraplötum Innlent Óttast vaxtahækkanir vegna sleggjunnar sem stjórnvöld „fengu í trýnið“ Innlent Launin lækkuð um 97 prósent en ekki afnumin Innlent Vísar ásökunum um óeðlileg afskipti í kosningabaráttu á bug Innlent Fleiri fréttir „Hættulegasti maður Noregs“ fannst látinn í fangaklefa Segir Venesúela munu þurfa að sækja um úthlutun úr eigin olíusjóði í Katar Ellefu meðlimir glæpafjölskyldu teknir af lífi í Kína Fundu fjarlægustu vetrarbrautina hingað til Segir útsendara „mögulega“ ekki hafa fylgt verkreglum Segir Trump ekki reiðan Íslandi Dómsdagsklukkan færð fram Sendir herskipaflota að Íran og hótar „ofbeldi“ Helsta klappstýran sögð slegin yfir sálarástandi Trumps Verða ekki viðstödd réttarhöld stjúpsonarins Vilja veita þúsundum sem dvelja ólölega á Spáni dvalarleyfi Ná saman um myndun minnihlutastjórnar í Hollandi Maður sprautaði illa lyktandi vökva á Ilhan Omar Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Dómari stöðvar brottflutning Liam og föður hans Bandaríkin hyggja á heræfingar í Mið-Austurlöndum Svíar líta til kjarnorkuvopna Tónninn breytist með yfirmannaskiptum hjá ICE Tala fallinna og særðra nálgast tvær milljónir Svíar hyggjast lækka sakhæfisaldur „Móðir allra samninga“ Um þriðjungur Dana fær 50 þúsund króna „matartékka“ beint í vasann frá ríkinu Segja mögulegt að yfir 30.000 hafi verið drepin í mótmælunum Franska þingið samþykkti símabann hjá börnum Evrópusambandið og Indland ganga frá fríverslunarsamningi Bovino sendur til Kaliforníu og Leavitt dregur í land Lét þingmenn heyra það og sagði Evrópu ekki geta varið sig sjálfa Trump sagður hafa lofað óháðum rannsóknum í Minnesota Einn lifði flugslys í Maine af en sjö dóu Hafa fundið lík síðasta gíslsins á Gasa Sjá meira