Endir eða upphaf? Sr. Sigurður Árni Þórðarson skrifar 19. júní 2010 06:00 Fólk dreif að Melabúðinni í Reykjavík á þjóðhátíðardegi. Mikið var hlegið við kjötborðið, ættingjar og vinir kysstust og barnasköll hljómuðu í þessari búð gæðanna. Við kassann hitti ég vin sem mælir jafnan af viti. Íhugunarorðin voru: „17. júní var lýðveldið stofnað. Í dag, 17. júní var upphaf endis þess lýðveldis!“ Ég hrökk við. Hvað átti hann við? Já, alveg rétt, Leiðtogaráð Evrópusambandsins samþykkti í dag að hefja viðræður við Íslendinga um inngöngu. Það hittist einkennilega á að málið skyldi afgreitt á hátíð þjóðarinnar! Við stóðum við kassann og ræddum kosti og lesti sambandsins. Auðvitað voru sjávarútvegsmálin meginatriði. Við vorum sammála um að Skýrsla Alþingis hafi opinberað hversu stofnanir Íslendinga voru og væru veikar, að innanmein þeirra hafi verið stór og mörg og að þær hafi ekki ráðið við krabbavöxt bankanna. Við vorum sammála um að Evrópusambandið hefði gríðarlegan stofnanastyrk, sem gott væri að geta nýtt. Er Ísland eins og smáhreppur sem verður að sameinast stærri félagsheildum til að fara ekki á kaf í alþjóðavæðingunni? Við vorum líka sammála um að opinberar stofnanir hafi verið í gíslingu stjórnmálaafla sem hafi spillt þeim innan frá með vinahygli, frændhygli og flokkshygli. Nei, fáræði „Flokksins“ yrði að ljúka. Nú væri komið að nýjum tíma. Vísakortið hvissaði í posaraufinni, kassahjalinu lauk og ég fór út í góða veðrið. Blaktandi fánar, blátt, hvítt, rautt, blöstu við í góðviðrinu eins og til að minna á að enn væri Ísland sjálfstætt ríki, kannski blankt, með berrassaða stjórnsýslu – en þó sjálfstætt á hjara veraldar. Bjartur í Sumarhúsum lengi lifi. Góðmeti til kvöldveislunnar fór í bílinn. Þá kom vinur minn út líka. Hann hélt áfram og minnti á nýja tíma í pólitík borgarinnar. Já, allar kreppur eru líka tækifæri til að opna og endurmeta. Nú svo þarf líka að skoða stjórnarskrána og horfast í augu við framtíðina. Við höfum ekki lengur efni á að treysta stjórnmálamönnum fyrir fjöreggjum þjóðarinnar. Við getum ekki gagnrýnislaust treyst embættismönnum fyrir einföldum málum. Sinna þeir og opinberar stofnanir hlutverkum sínum? Eru gildi höfð að leiðarljósi í opinberri stjórnsýslu, t.d. gegnsæi, heiðarleiki, fagmennska, eðlileg ráðningarferli, raunveruleg valddreifing, farsæld almennings, virðing fyrir lýðræði og mismunandi sjónarmiðum? Hæ, hó, jibbí jei, það er kominn 17. júní. Nú er komið að okkur. Tími almennings í landinu er kominn. Broddhyggja og fáræði leiða til ills. Við höfum ekki efni á annarri oflætistilrauninni. Við höfum bara efni á að tala saman og þola að takast á um stefnumál. Í Evrópumálunum eigum við að reyna rök með og móti aðild. Er kannski ríkjasamband við Norðmenn, jafnvel líka Færeyinga og Grænlendinga, kostur sem við ættum að óska eftir að verði ræddur af alvöru? Stjórnarskrárumræðan varðar meginmál. Hver eru djásn okkar og hvað viljum við að einkenni líf þjóðar, barna okkar í framtíðinni? Mennta- og menningarstofnanir eiga að stuðla að gæfu samfélagsins. Og kannski er engin stofnun heppilegri til heiðarlegs samtals en kirkjan? Trú er ekki flótti frá veröld, heldur forsenda lífsgleði og tengsla. Lífið er fagnaðarerindi. Kirkjan er ákjósanlegur vettvangur til að draga saman ólíkt fólk með mismunandi sjónarmið og þarfir. Hlutverk kirkju er m.a. að vera fæðingardeild merkingar og tilgangs í lífi fólks. Kirkjan á að vera aðveitustöð trúar, nýrrar sýnar á framtíð, gildi og visku. Á mínum vettvangi mun ég beita mér fyrir að rætt verði um siðferði, samfélag og menningu og hvað verði til hamingju. Með blaktandi fána í augum, spurningar í huga og ilmandi fjallalambslykt í nefi beygði ég upp Dunhagann. Þar hafði einn íbúinn flaggað. Ekki krossfána, ekki KR-veifu, nei þarna blakti Stjörnubláinn, fáni Evrópusambandsins! Í einfaldri búðarferð birtist mér staða Íslands og verkefni okkar allra. Nú stríkkar á uppistöðum samfélagsvefsins. Eitthvert hæ, hó og jibbí jei duga ekki heldur aðeins rök, þor og gagnrýnin samstaða. Nú þurfum við heiðarlegt samtal. Þjóðhátíðardagur á og má ekki vera endir heldur upphaf. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sr. Sigurður Árni Þórðarson Tengdar fréttir Íslenski stíllinn Afhverju eru tóm refabú og laxeldi um allar sveitir landsins? Hvers vegna eru mannlaus íbúðarhverfi í heiðardölum umhverfis höfuðborgina? Hvernig stendur á því að þrátt fyrir að Íslendingar séu með tekjuhæstu þegnum heims miðað við landsframleiðslu er opinber þjónusta rétt svo í meðallagi? 21. júní 2010 06:00 Mest lesið Halldór 17.05.2025 Halldór Lélegir íslenskir læknar...eru ekki til! Steinunn Þórðardóttir Skoðun Friðun Grafarvogs Stefán Jón Hafstein Skoðun Þjóðin sem selur sjálfri sér: Vangaveltur um sölu Íslandsbanka Guðjón Heiðar Pálsson Skoðun Söngur Ísraels og RÚV Ingólfur Gíslason. Skoðun Ófullnægjandi vinnubrögð ófaglærðra „iðnaðarmanna“: Áhrif á húskaupendur Kristinn R Guðlaugsson Skoðun Við munum aldrei fela okkur aftur Kári Garðarsson Skoðun NÓG ER NÓG – Heilbrigðiskerfið er í neyðarástandi Ásthildur Kristín Björnsdóttir Skoðun Er Kópavogsbær vel rekinn? Bergljót Kristinsdóttir Skoðun Valkyrjurnar verða að losa okkur við Rapyd Björn B. Björnsson Skoðun Skoðun Skoðun Lélegir íslenskir læknar...eru ekki til! Steinunn Þórðardóttir skrifar Skoðun Þjóðin sem selur sjálfri sér: Vangaveltur um sölu Íslandsbanka Guðjón Heiðar Pálsson skrifar Skoðun Hagsmunir heildarinnar - Þriðji kafli: Skálmöld Hannes Örn Blandon skrifar Skoðun Valkyrjurnar verða að losa okkur við Rapyd Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Söngur Ísraels og RÚV Ingólfur Gíslason. skrifar Skoðun Ófullnægjandi vinnubrögð ófaglærðra „iðnaðarmanna“: Áhrif á húskaupendur Kristinn R Guðlaugsson skrifar Skoðun Uppiskroppa með umræðuefni í málþófi? Talið um Gaza! Viðar Eggertsson skrifar Skoðun Kærleikurinn pikkaði í mig Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Gigt er ekki bara sjúkdómur fullorðinna – Gigtarfélagið heldur opið hús til að fræða og styðja alla aldurshópa Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Friðun Grafarvogs Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Torfærur, hossur og hristingar! Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir skrifar Skoðun NÓG ER NÓG – Heilbrigðiskerfið er í neyðarástandi Ásthildur Kristín Björnsdóttir skrifar Skoðun Við munum aldrei fela okkur aftur Kári Garðarsson skrifar Skoðun Er Kópavogsbær vel rekinn? Bergljót Kristinsdóttir skrifar Skoðun Oft er forræðishyggja hjá fjölskyldum og á heimilum fatlaðs fólks Atli Már Haraldsson Zebitz skrifar Skoðun Um sjónarhorn og sannleika Líf Magneudóttir skrifar Skoðun Lýðræðið er farið – er of seint að snúa við? Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Er gagnlegt að kunna að forrita á tímum gervigreindar? Henning Arnór Úlfarsson skrifar Skoðun Málþóf og/eða lýðræði? Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Umdeildasti fríverslunarsamningur sögunnar? Arnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Ísafjarðarbær í Bestu deild Sigríður Júlía Brynleifsdóttir,Gylfi Ólafsson skrifar Skoðun Þjóðarmorð í beinni Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Skoðun Allt þetta máttu eiga ef þú tilbiður mig Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Atvinnufrelsi! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Að mása eða fara í golf Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Leiðréttum kerfisbundið misrétti Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Leikjanámskeið fyrir fullorðna við Austurvöll Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Sparnaðarráð fyrir ferðalagið Svandís Edda Jónudóttir skrifar Skoðun Sál hvers samfélags birtist skýrast í því hvernig það annast börnin sín Diljá Ámundadóttir Zoëga skrifar Skoðun Kaldar kveðjur frá Íslandi - á meðan Hörmungarnar halda áfram Hjálmtýr Heiðdal,Yousef Ingi Tamimi,Magnús Magnússon skrifar Sjá meira
Fólk dreif að Melabúðinni í Reykjavík á þjóðhátíðardegi. Mikið var hlegið við kjötborðið, ættingjar og vinir kysstust og barnasköll hljómuðu í þessari búð gæðanna. Við kassann hitti ég vin sem mælir jafnan af viti. Íhugunarorðin voru: „17. júní var lýðveldið stofnað. Í dag, 17. júní var upphaf endis þess lýðveldis!“ Ég hrökk við. Hvað átti hann við? Já, alveg rétt, Leiðtogaráð Evrópusambandsins samþykkti í dag að hefja viðræður við Íslendinga um inngöngu. Það hittist einkennilega á að málið skyldi afgreitt á hátíð þjóðarinnar! Við stóðum við kassann og ræddum kosti og lesti sambandsins. Auðvitað voru sjávarútvegsmálin meginatriði. Við vorum sammála um að Skýrsla Alþingis hafi opinberað hversu stofnanir Íslendinga voru og væru veikar, að innanmein þeirra hafi verið stór og mörg og að þær hafi ekki ráðið við krabbavöxt bankanna. Við vorum sammála um að Evrópusambandið hefði gríðarlegan stofnanastyrk, sem gott væri að geta nýtt. Er Ísland eins og smáhreppur sem verður að sameinast stærri félagsheildum til að fara ekki á kaf í alþjóðavæðingunni? Við vorum líka sammála um að opinberar stofnanir hafi verið í gíslingu stjórnmálaafla sem hafi spillt þeim innan frá með vinahygli, frændhygli og flokkshygli. Nei, fáræði „Flokksins“ yrði að ljúka. Nú væri komið að nýjum tíma. Vísakortið hvissaði í posaraufinni, kassahjalinu lauk og ég fór út í góða veðrið. Blaktandi fánar, blátt, hvítt, rautt, blöstu við í góðviðrinu eins og til að minna á að enn væri Ísland sjálfstætt ríki, kannski blankt, með berrassaða stjórnsýslu – en þó sjálfstætt á hjara veraldar. Bjartur í Sumarhúsum lengi lifi. Góðmeti til kvöldveislunnar fór í bílinn. Þá kom vinur minn út líka. Hann hélt áfram og minnti á nýja tíma í pólitík borgarinnar. Já, allar kreppur eru líka tækifæri til að opna og endurmeta. Nú svo þarf líka að skoða stjórnarskrána og horfast í augu við framtíðina. Við höfum ekki lengur efni á að treysta stjórnmálamönnum fyrir fjöreggjum þjóðarinnar. Við getum ekki gagnrýnislaust treyst embættismönnum fyrir einföldum málum. Sinna þeir og opinberar stofnanir hlutverkum sínum? Eru gildi höfð að leiðarljósi í opinberri stjórnsýslu, t.d. gegnsæi, heiðarleiki, fagmennska, eðlileg ráðningarferli, raunveruleg valddreifing, farsæld almennings, virðing fyrir lýðræði og mismunandi sjónarmiðum? Hæ, hó, jibbí jei, það er kominn 17. júní. Nú er komið að okkur. Tími almennings í landinu er kominn. Broddhyggja og fáræði leiða til ills. Við höfum ekki efni á annarri oflætistilrauninni. Við höfum bara efni á að tala saman og þola að takast á um stefnumál. Í Evrópumálunum eigum við að reyna rök með og móti aðild. Er kannski ríkjasamband við Norðmenn, jafnvel líka Færeyinga og Grænlendinga, kostur sem við ættum að óska eftir að verði ræddur af alvöru? Stjórnarskrárumræðan varðar meginmál. Hver eru djásn okkar og hvað viljum við að einkenni líf þjóðar, barna okkar í framtíðinni? Mennta- og menningarstofnanir eiga að stuðla að gæfu samfélagsins. Og kannski er engin stofnun heppilegri til heiðarlegs samtals en kirkjan? Trú er ekki flótti frá veröld, heldur forsenda lífsgleði og tengsla. Lífið er fagnaðarerindi. Kirkjan er ákjósanlegur vettvangur til að draga saman ólíkt fólk með mismunandi sjónarmið og þarfir. Hlutverk kirkju er m.a. að vera fæðingardeild merkingar og tilgangs í lífi fólks. Kirkjan á að vera aðveitustöð trúar, nýrrar sýnar á framtíð, gildi og visku. Á mínum vettvangi mun ég beita mér fyrir að rætt verði um siðferði, samfélag og menningu og hvað verði til hamingju. Með blaktandi fána í augum, spurningar í huga og ilmandi fjallalambslykt í nefi beygði ég upp Dunhagann. Þar hafði einn íbúinn flaggað. Ekki krossfána, ekki KR-veifu, nei þarna blakti Stjörnubláinn, fáni Evrópusambandsins! Í einfaldri búðarferð birtist mér staða Íslands og verkefni okkar allra. Nú stríkkar á uppistöðum samfélagsvefsins. Eitthvert hæ, hó og jibbí jei duga ekki heldur aðeins rök, þor og gagnrýnin samstaða. Nú þurfum við heiðarlegt samtal. Þjóðhátíðardagur á og má ekki vera endir heldur upphaf.
Íslenski stíllinn Afhverju eru tóm refabú og laxeldi um allar sveitir landsins? Hvers vegna eru mannlaus íbúðarhverfi í heiðardölum umhverfis höfuðborgina? Hvernig stendur á því að þrátt fyrir að Íslendingar séu með tekjuhæstu þegnum heims miðað við landsframleiðslu er opinber þjónusta rétt svo í meðallagi? 21. júní 2010 06:00
Ófullnægjandi vinnubrögð ófaglærðra „iðnaðarmanna“: Áhrif á húskaupendur Kristinn R Guðlaugsson Skoðun
Skoðun Þjóðin sem selur sjálfri sér: Vangaveltur um sölu Íslandsbanka Guðjón Heiðar Pálsson skrifar
Skoðun Ófullnægjandi vinnubrögð ófaglærðra „iðnaðarmanna“: Áhrif á húskaupendur Kristinn R Guðlaugsson skrifar
Skoðun Gigt er ekki bara sjúkdómur fullorðinna – Gigtarfélagið heldur opið hús til að fræða og styðja alla aldurshópa Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Oft er forræðishyggja hjá fjölskyldum og á heimilum fatlaðs fólks Atli Már Haraldsson Zebitz skrifar
Skoðun Sál hvers samfélags birtist skýrast í því hvernig það annast börnin sín Diljá Ámundadóttir Zoëga skrifar
Skoðun Kaldar kveðjur frá Íslandi - á meðan Hörmungarnar halda áfram Hjálmtýr Heiðdal,Yousef Ingi Tamimi,Magnús Magnússon skrifar
Ófullnægjandi vinnubrögð ófaglærðra „iðnaðarmanna“: Áhrif á húskaupendur Kristinn R Guðlaugsson Skoðun