Phil Jackson ætlar að taka eitt tímabil í viðbót með LA Lakers. Þetta var tilkynnt í kvöld en Jackson íhugaði um stund að færa sig um set eða hreinlega hætta.
"Ég verð með," sagði stóri Phil í yfirlýsingu. "Eftir tveggja vikna íhugun er kominn tími til að setja saman lið sem getur varið titilinn sinn á tímabilinu 2010/2011. Þetta er mitt síðasta tímabil og ég vona að það verði stórfenglegt," sagði Jackson.
Stjórn Lakers er í skýjunum með ákvörðun Jackson sem margir miðlar segja að taki á sig launalækkun fyrir tímabilið.
Phil Jackson tekur eitt ár enn með Lakers
Hjalti Þór Hreinsson skrifar
