Viðskiptaráð tali skýrar 13. febrúar 2010 06:00 Elín Björg Jónsdóttir skrifar um atvinnuleysi Atvinnuleysi er mikil ógæfa fyrir hvern þann einstakling sem lendir í slíku. Gildir að sjálfsögðu einu hvort viðkomandi hefur unnið á almennum vinnumarkaði, hjá ríki eða sveitarfélögum. Mestur hefur samdrátturinn verið í byggingariðnaði og tengdum greinum. Þar var mikil þensla á árunum fyrir bankahrun. En þegar kreppan skall á af fullum þunga létu afleiðingarnar ekki á sér standa. Hlutskipti þúsunda fólks varð og er enn atvinnuleysi. Hvers konar réttlæti? Frosti Ólafsson, aðstoðarforstjóri Viðskiptaráðs, kveður sér nú hljóðs um atvinnuleysið og það ranglæti sem hann telur sig sjá í þeim efnum. Hann segir að „mikið ójafnvægi hafi myndast á milli almenna vinnumarkaðarins og hins opinbera". Aðeins einn af hverjum tíu sem misst hafi vinnuna hafi starfað hjá ríkinu. Frosti lýsir þeirri niðurstöðu Viðskiptaráðs að til að fullnægja réttlætinu þurfi að vera eitthvert jafnvægi á milli opinbera og almenna vinnumarkaðarins hvað þessi mál áhrærir. Þannig hafi þensla verið umtalsverð hjá hinu opinbera á liðnum árum og er svo að skilja að eðlilegt sé að þar verði samsvarandi samdráttur og til dæmis í byggingariðnaði. Með svona málflutningi mætti ætla að Viðskiptaráð kalli nú eftir meira atvinnuleysi en orðið er til að auka á jöfnuð milli almenna vinnumarkaðarins og hins opinbera. Mikið vinnuálag Hjá hinu opinbera gegnir öðru máli á krepputímum en á almennum vinnumarkaði því eftir sem áður eru samfélagsleg verkefni fyrir hendi. Krafa Viðskiptaráðs um samdrátt hjá ríki og sveitarfélögum kallar því á nánari skýringar frá aðstoðarforstjóra Viðskiptaráðs. Hvað nákvæmlega er hann að fara? Telur hann að þörf sé á því að fækka fólki í skólum, á sjúkrahúsum, á dvalarheimilum fyrir aldraða, í þjónustu við fatlaða, í löggæslunni og þannig má áfram telja? Ég fullyrði að hvergi er ofmannað á þessum vettvangi. Þvert á móti er vinnuálagið víða of mikið. Þannig er ekki rétt að bera saman samdrátt á einum stað við samdrátt á öðrum án nánari skýringa. Það er svo önnur saga hvort hægt er að draga úr útgjöldum hjá hinu opinbera. Þar má eflaust spara víða. Það er hins vegar vægast sagt vafasöm hugsun hjá talsmönnum Viðskiptaráðs að líta á það sem bjargráð og réttlæti að fækka vinnandi höndum í almannaþjónustunni. Uppsagnir Því miður bendir margt til þess að uppsögnum fari fjölgandi á velferðarstofnunum. Það þýðir aukið atvinnuleysi á meðal kvenna og það sem ekki síður þarf að hafa áhyggjur af, þetta þýðir aukið álag og þar með skerta þjónustu fyrir allt það fólk sem þarf á aðstoð velferðarkerfisins að halda. Umræða um atvinnumál er viðkvæm í eðli sínu. Hún krefst yfirvegunar og tala þarf skýrt. Ég leyfi mér að mælast til þess við Viðskiptaráðið að það tileinki sér skýrari málflutning, ekki síst þegar farið er fram með þá alvarlegu kröfu að fækka störfum innan almannaþjónustunnar. Höfundur er formaður BSRB. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Elín Björg Jónsdóttir Mest lesið Svar við grein Dagnýjar Hængsdóttur Köhler Ragnheiður Magnúsdóttir,Halldóra Jónsdóttir,Óskar Þór Karlsson,Eiríkur Böðvarsson Skoðun Hvernig getur NATO verið, eða hafa verið, flott og fínt, en ESB slæmt? Ole Anton Bieltvedt Skoðun Af hverju kílómetragjald? Arna Lára Jónsdóttir Skoðun Kjósum Björn Þorsteinsson sem næsta rektor Háskóla Íslands! Geir Sigurðsson Skoðun Skipulagsslys í Garðabæ Aðalsteinn Árni Baldursson Skoðun Hvar eru verndarar tjáningarfrelsisins nú? Ugla Stefanía Kristjönudóttir Jónsdóttir Skoðun Yfir til ykkar, VR-ingar! Halla Gunnarsdóttir Skoðun Týndir hælisleitendur Rósa Guðbjartsdóttir Skoðun Rödd Íslands athlægi um allan heim Ástþór Magnússon Skoðun Við styðjum Magnús Karl Magnússon sem næsta rektor Háskóla Íslands Hópur starfsmanna Háskóla Íslands Skoðun Skoðun Skoðun Björn til rektors Benedikt Hjartarson skrifar Skoðun Svar við grein Dagnýjar Hængsdóttur Köhler Ragnheiður Magnúsdóttir,Halldóra Jónsdóttir,Óskar Þór Karlsson,Eiríkur Böðvarsson skrifar Skoðun Yfir til ykkar, VR-ingar! Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Hvernig getur NATO verið, eða hafa verið, flott og fínt, en ESB slæmt? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Kjósum Björn Þorsteinsson sem næsta rektor Háskóla Íslands! Geir Sigurðsson skrifar Skoðun Af hverju kílómetragjald? Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Ingibjörg Gunnarsdóttir – magnaður árangur Bryndís Eva Birgisdóttir skrifar Skoðun Hvar eru verndarar tjáningarfrelsisins nú? Ugla Stefanía Kristjönudóttir Jónsdóttir skrifar Skoðun Flosa til formennsku í VR Pétur Hrafn Sigurðsson skrifar Skoðun Konur gegn hernaði og nýlenduhyggju Lea María Lemarquis skrifar Skoðun Týndir hælisleitendur Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Stenzt ekki stjórnarskrána Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Skipulagsslys í Garðabæ Aðalsteinn Árni Baldursson skrifar Skoðun Langþráður áfangi að hefja skimun fyrir ristilkrabbameini Ágúst Ingi Ágústsson skrifar Skoðun Don Quixote og veruleikafirring evrópskra stjórnmálamanna Gunnar Bragi Sveinsson skrifar Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar – Jósefssagan og einelti Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Við styðjum Magnús Karl Magnússon sem næsta rektor Háskóla Íslands Hópur starfsmanna Háskóla Íslands skrifar Skoðun Innanlandsflug eru almenningssamgöngur ! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stígamót í 35 ár Drífa Snædal skrifar Skoðun Nýtum atkvæði okkar VR-ingar Ásgeir Geirsson skrifar Skoðun Hvað segir ein mynd af barni okkur? Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Stöndum frekar með selum en syndaselum og pólitískum klækjarefum Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Magnús Karl: Fyrsta flokks kennari, fyrsta flokks rektor Þorri Geir Rúnarsson skrifar Skoðun Er seinnivélin komin? Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Ingibjörg Gunnarsdóttir - Rektor með framtíðarsýn fyrir Háskola Íslands Ármann Höskuldsson skrifar Skoðun Rödd Íslands athlægi um allan heim Ástþór Magnússon skrifar Skoðun Kolbrún Pálsdóttir – Öflugur leiðtogi fyrir Háskóla Íslands Ágúst Arnar Þráinsson,Kolbrún Lára Kjartansdóttir skrifar Skoðun Lokað á lausnir í leikskólamálum Einar Þorsteinsson skrifar Skoðun Ég styð Magnús Karl Jón Gnarr skrifar Skoðun Hlutverk og sjálfsmynd Íslands á alþjóðavettvangi Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir skrifar Sjá meira
Elín Björg Jónsdóttir skrifar um atvinnuleysi Atvinnuleysi er mikil ógæfa fyrir hvern þann einstakling sem lendir í slíku. Gildir að sjálfsögðu einu hvort viðkomandi hefur unnið á almennum vinnumarkaði, hjá ríki eða sveitarfélögum. Mestur hefur samdrátturinn verið í byggingariðnaði og tengdum greinum. Þar var mikil þensla á árunum fyrir bankahrun. En þegar kreppan skall á af fullum þunga létu afleiðingarnar ekki á sér standa. Hlutskipti þúsunda fólks varð og er enn atvinnuleysi. Hvers konar réttlæti? Frosti Ólafsson, aðstoðarforstjóri Viðskiptaráðs, kveður sér nú hljóðs um atvinnuleysið og það ranglæti sem hann telur sig sjá í þeim efnum. Hann segir að „mikið ójafnvægi hafi myndast á milli almenna vinnumarkaðarins og hins opinbera". Aðeins einn af hverjum tíu sem misst hafi vinnuna hafi starfað hjá ríkinu. Frosti lýsir þeirri niðurstöðu Viðskiptaráðs að til að fullnægja réttlætinu þurfi að vera eitthvert jafnvægi á milli opinbera og almenna vinnumarkaðarins hvað þessi mál áhrærir. Þannig hafi þensla verið umtalsverð hjá hinu opinbera á liðnum árum og er svo að skilja að eðlilegt sé að þar verði samsvarandi samdráttur og til dæmis í byggingariðnaði. Með svona málflutningi mætti ætla að Viðskiptaráð kalli nú eftir meira atvinnuleysi en orðið er til að auka á jöfnuð milli almenna vinnumarkaðarins og hins opinbera. Mikið vinnuálag Hjá hinu opinbera gegnir öðru máli á krepputímum en á almennum vinnumarkaði því eftir sem áður eru samfélagsleg verkefni fyrir hendi. Krafa Viðskiptaráðs um samdrátt hjá ríki og sveitarfélögum kallar því á nánari skýringar frá aðstoðarforstjóra Viðskiptaráðs. Hvað nákvæmlega er hann að fara? Telur hann að þörf sé á því að fækka fólki í skólum, á sjúkrahúsum, á dvalarheimilum fyrir aldraða, í þjónustu við fatlaða, í löggæslunni og þannig má áfram telja? Ég fullyrði að hvergi er ofmannað á þessum vettvangi. Þvert á móti er vinnuálagið víða of mikið. Þannig er ekki rétt að bera saman samdrátt á einum stað við samdrátt á öðrum án nánari skýringa. Það er svo önnur saga hvort hægt er að draga úr útgjöldum hjá hinu opinbera. Þar má eflaust spara víða. Það er hins vegar vægast sagt vafasöm hugsun hjá talsmönnum Viðskiptaráðs að líta á það sem bjargráð og réttlæti að fækka vinnandi höndum í almannaþjónustunni. Uppsagnir Því miður bendir margt til þess að uppsögnum fari fjölgandi á velferðarstofnunum. Það þýðir aukið atvinnuleysi á meðal kvenna og það sem ekki síður þarf að hafa áhyggjur af, þetta þýðir aukið álag og þar með skerta þjónustu fyrir allt það fólk sem þarf á aðstoð velferðarkerfisins að halda. Umræða um atvinnumál er viðkvæm í eðli sínu. Hún krefst yfirvegunar og tala þarf skýrt. Ég leyfi mér að mælast til þess við Viðskiptaráðið að það tileinki sér skýrari málflutning, ekki síst þegar farið er fram með þá alvarlegu kröfu að fækka störfum innan almannaþjónustunnar. Höfundur er formaður BSRB.
Svar við grein Dagnýjar Hængsdóttur Köhler Ragnheiður Magnúsdóttir,Halldóra Jónsdóttir,Óskar Þór Karlsson,Eiríkur Böðvarsson Skoðun
Við styðjum Magnús Karl Magnússon sem næsta rektor Háskóla Íslands Hópur starfsmanna Háskóla Íslands Skoðun
Skoðun Svar við grein Dagnýjar Hængsdóttur Köhler Ragnheiður Magnúsdóttir,Halldóra Jónsdóttir,Óskar Þór Karlsson,Eiríkur Böðvarsson skrifar
Skoðun Hvernig getur NATO verið, eða hafa verið, flott og fínt, en ESB slæmt? Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Don Quixote og veruleikafirring evrópskra stjórnmálamanna Gunnar Bragi Sveinsson skrifar
Skoðun Við styðjum Magnús Karl Magnússon sem næsta rektor Háskóla Íslands Hópur starfsmanna Háskóla Íslands skrifar
Skoðun Stöndum frekar með selum en syndaselum og pólitískum klækjarefum Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun Ingibjörg Gunnarsdóttir - Rektor með framtíðarsýn fyrir Háskola Íslands Ármann Höskuldsson skrifar
Skoðun Kolbrún Pálsdóttir – Öflugur leiðtogi fyrir Háskóla Íslands Ágúst Arnar Þráinsson,Kolbrún Lára Kjartansdóttir skrifar
Skoðun Hlutverk og sjálfsmynd Íslands á alþjóðavettvangi Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir skrifar
Svar við grein Dagnýjar Hængsdóttur Köhler Ragnheiður Magnúsdóttir,Halldóra Jónsdóttir,Óskar Þór Karlsson,Eiríkur Böðvarsson Skoðun
Við styðjum Magnús Karl Magnússon sem næsta rektor Háskóla Íslands Hópur starfsmanna Háskóla Íslands Skoðun