Viðskiptaráð tali skýrar 13. febrúar 2010 06:00 Elín Björg Jónsdóttir skrifar um atvinnuleysi Atvinnuleysi er mikil ógæfa fyrir hvern þann einstakling sem lendir í slíku. Gildir að sjálfsögðu einu hvort viðkomandi hefur unnið á almennum vinnumarkaði, hjá ríki eða sveitarfélögum. Mestur hefur samdrátturinn verið í byggingariðnaði og tengdum greinum. Þar var mikil þensla á árunum fyrir bankahrun. En þegar kreppan skall á af fullum þunga létu afleiðingarnar ekki á sér standa. Hlutskipti þúsunda fólks varð og er enn atvinnuleysi. Hvers konar réttlæti? Frosti Ólafsson, aðstoðarforstjóri Viðskiptaráðs, kveður sér nú hljóðs um atvinnuleysið og það ranglæti sem hann telur sig sjá í þeim efnum. Hann segir að „mikið ójafnvægi hafi myndast á milli almenna vinnumarkaðarins og hins opinbera". Aðeins einn af hverjum tíu sem misst hafi vinnuna hafi starfað hjá ríkinu. Frosti lýsir þeirri niðurstöðu Viðskiptaráðs að til að fullnægja réttlætinu þurfi að vera eitthvert jafnvægi á milli opinbera og almenna vinnumarkaðarins hvað þessi mál áhrærir. Þannig hafi þensla verið umtalsverð hjá hinu opinbera á liðnum árum og er svo að skilja að eðlilegt sé að þar verði samsvarandi samdráttur og til dæmis í byggingariðnaði. Með svona málflutningi mætti ætla að Viðskiptaráð kalli nú eftir meira atvinnuleysi en orðið er til að auka á jöfnuð milli almenna vinnumarkaðarins og hins opinbera. Mikið vinnuálag Hjá hinu opinbera gegnir öðru máli á krepputímum en á almennum vinnumarkaði því eftir sem áður eru samfélagsleg verkefni fyrir hendi. Krafa Viðskiptaráðs um samdrátt hjá ríki og sveitarfélögum kallar því á nánari skýringar frá aðstoðarforstjóra Viðskiptaráðs. Hvað nákvæmlega er hann að fara? Telur hann að þörf sé á því að fækka fólki í skólum, á sjúkrahúsum, á dvalarheimilum fyrir aldraða, í þjónustu við fatlaða, í löggæslunni og þannig má áfram telja? Ég fullyrði að hvergi er ofmannað á þessum vettvangi. Þvert á móti er vinnuálagið víða of mikið. Þannig er ekki rétt að bera saman samdrátt á einum stað við samdrátt á öðrum án nánari skýringa. Það er svo önnur saga hvort hægt er að draga úr útgjöldum hjá hinu opinbera. Þar má eflaust spara víða. Það er hins vegar vægast sagt vafasöm hugsun hjá talsmönnum Viðskiptaráðs að líta á það sem bjargráð og réttlæti að fækka vinnandi höndum í almannaþjónustunni. Uppsagnir Því miður bendir margt til þess að uppsögnum fari fjölgandi á velferðarstofnunum. Það þýðir aukið atvinnuleysi á meðal kvenna og það sem ekki síður þarf að hafa áhyggjur af, þetta þýðir aukið álag og þar með skerta þjónustu fyrir allt það fólk sem þarf á aðstoð velferðarkerfisins að halda. Umræða um atvinnumál er viðkvæm í eðli sínu. Hún krefst yfirvegunar og tala þarf skýrt. Ég leyfi mér að mælast til þess við Viðskiptaráðið að það tileinki sér skýrari málflutning, ekki síst þegar farið er fram með þá alvarlegu kröfu að fækka störfum innan almannaþjónustunnar. Höfundur er formaður BSRB. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Elín Björg Jónsdóttir Mest lesið Verstu kennarar í heimi Gígja Bjargardóttir Skoðun Hinir vondu fjármagnseigendur! Guðmundur Ragnarsson Skoðun Gaslýsum almenning Elínrós Erlingsdóttir Skoðun Stuðlar: neyðarástand í meðferðarkerfinu Böðvar Björnsson Skoðun Það er ekki allt að fara til fjandans! Skúli Bragi Geirdal Skoðun Vertu réttu megin við línuna Benedikta Guðrún Svavarsdóttir Skoðun Er húsið tómt? Bjarni Benediktsson Skoðun Óheiðarlegur óskalisti Sjálfstæðisflokksins Finnur Ricart Andrason Skoðun Kæru smiðir, hárgreiðslufólk og píparar! Víðir Reynisson Skoðun „Að ganga á bak orða sinna“ – Hvað þýðir það eiginlega? Ragnheiður Stephensen Skoðun Skoðun Skoðun Eru samskiptin á milli mannvera og huldufólks kennsludæmi? Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Hvatning um stuðning við strandveiðar Örn Pálsson skrifar Skoðun Verstu kennarar í heimi Gígja Bjargardóttir skrifar Skoðun Íslensku menntaverðlaunin – íslenskt skólastarf Jón Torfi Jónasson skrifar Skoðun Einstaklingur á undir högg að sækja í dómsmáli við svindlara Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Sameinumst, hjálpum þeim Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Hinir vondu fjármagnseigendur! Guðmundur Ragnarsson skrifar Skoðun Halló manneskja Snorri Ásmundsson skrifar Skoðun „Getið þið ekki talað um eitthvað annað en þessa vegi!?“ Gerður Björk Sveinsdóttir skrifar Skoðun Gaman og gott að eldast – eflum lýðheilsu Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Svo langt frá heimsins vígaslóð - Alþjóða og öryggismál í aðdraganda kosninga Erlingur Erlingsson skrifar Skoðun Velferð fanga kemur okkur öllum við Tinna Eyberg Örlygsdóttir skrifar Skoðun Óréttlát lög sem þarf að lagfæra Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Bless Borgarlína, halló Sundabraut Einar Jóhannes Guðnason skrifar Skoðun Stuðlar: neyðarástand í meðferðarkerfinu Böðvar Björnsson skrifar Skoðun Breytt heimsmynd blasir við Íslendingum Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Það er ekki allt að fara til fjandans! Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Gaslýsum almenning Elínrós Erlingsdóttir skrifar Skoðun Ískaldur veruleiki, ekki skuggamyndir á vegg fræðimanna Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Er húsið tómt? Bjarni Benediktsson skrifar Skoðun Stöndum með ungu fólki Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Tölum um fólkið, ekki kerfin María Rut Kristinsdóttir skrifar Skoðun Vertu réttu megin við línuna Benedikta Guðrún Svavarsdóttir skrifar Skoðun Vegur vinstrisins til áhrifa Hlynur Már Ragnheiðarson skrifar Skoðun Börnin á biðlistunum - það er ekki hægt að skálda þetta Dilja Ámundadóttir Zoega skrifar Skoðun Um hvað snýst yfirvofandi læknaverkfall - hvað ber eiginlega á milli samningsaðila? Theódór Skúli Sigurðsson skrifar Skoðun Lágir vextir og gott veður með draumsýn Viðreisnar um inngöngu í ESB? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun „Að ganga á bak orða sinna“ – Hvað þýðir það eiginlega? Ragnheiður Stephensen skrifar Skoðun Hægriflokkarnir boða ójöfnuð fyrir íslenska skóla Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Opinberir starfsmenn: Bákn eða bústólpi? Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Sjá meira
Elín Björg Jónsdóttir skrifar um atvinnuleysi Atvinnuleysi er mikil ógæfa fyrir hvern þann einstakling sem lendir í slíku. Gildir að sjálfsögðu einu hvort viðkomandi hefur unnið á almennum vinnumarkaði, hjá ríki eða sveitarfélögum. Mestur hefur samdrátturinn verið í byggingariðnaði og tengdum greinum. Þar var mikil þensla á árunum fyrir bankahrun. En þegar kreppan skall á af fullum þunga létu afleiðingarnar ekki á sér standa. Hlutskipti þúsunda fólks varð og er enn atvinnuleysi. Hvers konar réttlæti? Frosti Ólafsson, aðstoðarforstjóri Viðskiptaráðs, kveður sér nú hljóðs um atvinnuleysið og það ranglæti sem hann telur sig sjá í þeim efnum. Hann segir að „mikið ójafnvægi hafi myndast á milli almenna vinnumarkaðarins og hins opinbera". Aðeins einn af hverjum tíu sem misst hafi vinnuna hafi starfað hjá ríkinu. Frosti lýsir þeirri niðurstöðu Viðskiptaráðs að til að fullnægja réttlætinu þurfi að vera eitthvert jafnvægi á milli opinbera og almenna vinnumarkaðarins hvað þessi mál áhrærir. Þannig hafi þensla verið umtalsverð hjá hinu opinbera á liðnum árum og er svo að skilja að eðlilegt sé að þar verði samsvarandi samdráttur og til dæmis í byggingariðnaði. Með svona málflutningi mætti ætla að Viðskiptaráð kalli nú eftir meira atvinnuleysi en orðið er til að auka á jöfnuð milli almenna vinnumarkaðarins og hins opinbera. Mikið vinnuálag Hjá hinu opinbera gegnir öðru máli á krepputímum en á almennum vinnumarkaði því eftir sem áður eru samfélagsleg verkefni fyrir hendi. Krafa Viðskiptaráðs um samdrátt hjá ríki og sveitarfélögum kallar því á nánari skýringar frá aðstoðarforstjóra Viðskiptaráðs. Hvað nákvæmlega er hann að fara? Telur hann að þörf sé á því að fækka fólki í skólum, á sjúkrahúsum, á dvalarheimilum fyrir aldraða, í þjónustu við fatlaða, í löggæslunni og þannig má áfram telja? Ég fullyrði að hvergi er ofmannað á þessum vettvangi. Þvert á móti er vinnuálagið víða of mikið. Þannig er ekki rétt að bera saman samdrátt á einum stað við samdrátt á öðrum án nánari skýringa. Það er svo önnur saga hvort hægt er að draga úr útgjöldum hjá hinu opinbera. Þar má eflaust spara víða. Það er hins vegar vægast sagt vafasöm hugsun hjá talsmönnum Viðskiptaráðs að líta á það sem bjargráð og réttlæti að fækka vinnandi höndum í almannaþjónustunni. Uppsagnir Því miður bendir margt til þess að uppsögnum fari fjölgandi á velferðarstofnunum. Það þýðir aukið atvinnuleysi á meðal kvenna og það sem ekki síður þarf að hafa áhyggjur af, þetta þýðir aukið álag og þar með skerta þjónustu fyrir allt það fólk sem þarf á aðstoð velferðarkerfisins að halda. Umræða um atvinnumál er viðkvæm í eðli sínu. Hún krefst yfirvegunar og tala þarf skýrt. Ég leyfi mér að mælast til þess við Viðskiptaráðið að það tileinki sér skýrari málflutning, ekki síst þegar farið er fram með þá alvarlegu kröfu að fækka störfum innan almannaþjónustunnar. Höfundur er formaður BSRB.
Skoðun Eru samskiptin á milli mannvera og huldufólks kennsludæmi? Matthildur Björnsdóttir skrifar
Skoðun Einstaklingur á undir högg að sækja í dómsmáli við svindlara Jörgen Ingimar Hansson skrifar
Skoðun Svo langt frá heimsins vígaslóð - Alþjóða og öryggismál í aðdraganda kosninga Erlingur Erlingsson skrifar
Skoðun Um hvað snýst yfirvofandi læknaverkfall - hvað ber eiginlega á milli samningsaðila? Theódór Skúli Sigurðsson skrifar
Skoðun Lágir vextir og gott veður með draumsýn Viðreisnar um inngöngu í ESB? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar