Til varnar Jóhönnu Ellert B. Schram skrifar 10. nóvember 2010 06:00 Í öllum þeim óróa og óvissu sem enn er fyrir hendi í samfélaginu er ýmsu kastað fram í fljótfærni, reiði og hugarangri. Þetta skil ég. Ég skil líka mótmæli og vanstillingu þeirra sem eiga um sárt að binda. Örvænting er skiljanleg hjá því fólki sem missir húsnæði sitt eða á ekki lengur fyrir lífsnauðsynjum. Reiðin og gagnrýnin beinist nú sem endranær að ríkisstjórn og ráðherrum og reyndar að þeim flokkum sem að ríkisstjórninni standa. Það sést í skoðanakönnunum og tónninn er gefinn á mótmælafundum, svo ekki sé talað um öll pólitísku skúmaskotin. Ekki hjálpa heldur blaða-, sjónvarps- og útvarpsfréttir, sem dag eftir dag og kvöld eftir kvöld draga upp nýjar hryllingsmyndir af ástandinu. Það gleymist hinsvegar að núverandi ríkisstjórn var mynduð eftir hrun. Hún ber ekki ábyrgð á öllu því sem aflaga fór. Núverandi ríkisstjórn undir forystu þeirra Jóhönnu og Steingríms er að taka til. Hún er að moka flórinn. Það er ekki áhlaupaverk í miðjum rústunum. Það þarf engum að koma á óvart enda þótt ýmislegt misfarist í þeirri allsherjarhreingerningu sem nauðsynleg er. Eða að tiltektin dragist. Eða að mismunandi skoðanir séu uppi á leiðum og stefnu og hraða endurreisnarinnar. Það eru engar töfralausnir til og það er ekki líklegt til vinsælda þegar draga þarf úr útgjöldum eða hækka skatta. Því miður hafa stjórnmálaflokkarnir á þingi grafið undan trausti á sjálfum sér með því að sitja enn í gömlu skotgröfunum, í þeirri ímynd sinni, að það kunni að hafa áhrif á fylgið! Með öðrum orðum eru þessi flokkaátök birtingarmynd af þeirri staðreynd að pólitíkin á Íslandi snúist enn um völdin þeirra í milli eða hvers um sig. Þar liggur meinið. Og misskilningurinn. Baráttan þessar vikurnar og mánuðina framundan snýst um þjóðarhag. Ekki flokksfylgi. Sem Samfylkingarmaður er mér ekki efst í huga kjörfylgi þess flokks í næstu kosningum, svo framarlega sem hann hefur þjóðarhagsmuni í fyrirrúmi í starfi sínu á þingi eða annars staðar. Við erum að reyna að bjarga þjóð en ekki flokkum. Það er verkefnið sem Alþingi á að sameinast um. Dapurlegast er þó að upplifa það umtal, þá gagnrýni og þann áróður að Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra valdi ekki verkefni sínu og allri skuld sé skellt á ríkisstjórn hennar. Rétt eins og tilvera hennar í ráðherrastólnum sé upphaf og endir þeirrar efnahagskreppu sem yfir okkur dundi. Fólk heimtar utanþingsstjórn eða þjóðstjórn og öflugt dagblað, sem ég nefni ekki einu sinni á nafn, hefur þá ritstjórnarstefnu að hæða forsætisráðherra og gera lítið úr henni, þessari konu, sem tekið hefur að sér að stýra því óumræðanlega erfiða verki, að rétta þjóðarskútuna við. Bloggsíður eru uppfullar af vandlætingu og orðbragði, sem er fyrir neðan alla virðingu. Úrtölumenn heimta nýtt fólk til forystu, eins og það bíði í biðröðum eftir að komast í stól forsætisráðherra. Eða sé til þess hæft. Hvað sem segja má um Jóhönnu Sigurðardóttur, þá er hún heiðarleg, hugrökk og forkur dugleg. Á þrjátíu ára ferli sínum sem stjórnmálamaður hefur hún verið sjálfri sér samkvæm, verið fulltrúi jafnréttis, heiðarleika og minni máttar. Mannorð hennar er óflekkað. Þvergirðingur segja sumir, en það er af því að hún hefur aldrei hvikað frá þeirri pólitísku köllun sinni að rétta hjálparhönd þeim sem minna mega sín. Hún er ekki fulltrúi neinna sérhagsmuna, hún er ekki í pólitík til að maka sinn eigin krók. Mér finnst leitun að slíkum einstaklingi eða hverskonar manneskju viljum við frekar til að stýra þjóðarskútunni út úr brimgarðinum? Ég segi: Það var lán að eiga hana að, þegar þessi ósköp öll dundu yfir. Þetta er ekki sagt af því að hún er flokkssystir mín. Þetta er sagt vegna fimmtíu ára reynslu af kynnum við fólk í félagsmálastörfum mínum, stjórnmálastörfum og úti um víðan völl. Ég tek hattinn ofan fyrir Jóhönnu og Steingrími, sem bæði hafa lagt allt undir til að takast á við verkefni, sem var og er í rauninni ofurmannlegt. Ég auglýsi að minnsta kosti eftir þeim einstaklingi, sem vill kasta sér út í þennan flór og fá skítkastið allt yfir sig. Að öðru leyti læt ég svo öðrum eftir að karpa um það sem gert er eða ógert. Hægt og sígandi munu hjólin snúast á nýjan leik. Þetta er þolinmæðisverk, björgunarstarf sem tekur sinn tíma og sinn toll. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ellert B. Schram Mest lesið Stormur í Þjóðleikhúsinu Bubbi Morthens Skoðun Mega bara íslenskir karlmenn nauðga konum á Íslandi? Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Nýbygging þýðir ekki gallalaus eign Annþór Kristján Karlsson Skoðun 120km hraði á Keflavíkurveginum og netsölur með áfengi Jón Páll Haraldsson Skoðun Auðbeldi SFS Örn Bárður Jónsson Skoðun Norska leiðin hefur gefist vel – í Póllandi Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Opið hús fyrir útvalda Björn Brynjúlfur Björnsson Skoðun Opið bréf til mennta- og barnamálaráðherra Gunnar Örn Vopnfjörð Þorsteinsson Skoðun Af hverju hræðist fólk kynjafræði? Eydís Ásbjörnsdóttir Skoðun Börn í skugga stríðs Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Stormur í Þjóðleikhúsinu Bubbi Morthens skrifar Skoðun Börn í skugga stríðs Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Opið bréf til mennta- og barnamálaráðherra Gunnar Örn Vopnfjörð Þorsteinsson skrifar Skoðun Hvernig gerum við Grundarhverfi enn betra? Ævar Harðarson skrifar Skoðun Matvælaframleiðslulandið Ísland – er framtíð án sérþekkingar? Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar Skoðun 120km hraði á Keflavíkurveginum og netsölur með áfengi Jón Páll Haraldsson skrifar Skoðun Lausnin liggur fyrir – Landspítali þarf að stíga skrefið Sandra B. Franks skrifar Skoðun Auðbeldi SFS Örn Bárður Jónsson skrifar Skoðun Skjárinn og börnin Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun „Er stjúpmamma þín vond eins og í Öskubusku?“ Hafdís Bára Ólafsdóttir skrifar Skoðun Af hverju er Framsóknarfólk hamingjusamast? Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Norska leiðin hefur gefist vel – í Póllandi Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Opið hús fyrir útvalda Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Af hverju hræðist fólk kynjafræði? Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Hlustum á okkar landsliðskonur - sýnum Ísrael rauða spjaldið Hrönn G. Guðmundsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun Hópnauðganir/svartheimar! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Valdið og samvinnuhugsjónin Kjartan Helgi Ólafsson skrifar Skoðun NPA breytti lífinu mínu Sveinbjörn Eggertsson skrifar Skoðun Hefur þú tilkynnt um ofbeldi gegn barni? Alfa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Gildi kærleika og mannúðar Toshiki Toma skrifar Skoðun Hvernig tryggjum við samkeppnishæfni þjóðar? Jón Skafti Gestsson skrifar Skoðun Í minningu Frans páfa - sem tók sér nafn verndardýrlings dýra og náttúru Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Flottu kjötauglýsingarnar í blöðunum... Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Grafarvogsgremjan Þorlákur Axel Jónsson skrifar Skoðun Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Fjármögnuðu stríðsvél Rússlands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hugleiðingar á páskum Ámundi Loftsson skrifar Skoðun Gremjan í Grafarvogi Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson skrifar Skoðun Móttaka skemmtiferðaskipa - hlustað á íbúa Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Sjá meira
Í öllum þeim óróa og óvissu sem enn er fyrir hendi í samfélaginu er ýmsu kastað fram í fljótfærni, reiði og hugarangri. Þetta skil ég. Ég skil líka mótmæli og vanstillingu þeirra sem eiga um sárt að binda. Örvænting er skiljanleg hjá því fólki sem missir húsnæði sitt eða á ekki lengur fyrir lífsnauðsynjum. Reiðin og gagnrýnin beinist nú sem endranær að ríkisstjórn og ráðherrum og reyndar að þeim flokkum sem að ríkisstjórninni standa. Það sést í skoðanakönnunum og tónninn er gefinn á mótmælafundum, svo ekki sé talað um öll pólitísku skúmaskotin. Ekki hjálpa heldur blaða-, sjónvarps- og útvarpsfréttir, sem dag eftir dag og kvöld eftir kvöld draga upp nýjar hryllingsmyndir af ástandinu. Það gleymist hinsvegar að núverandi ríkisstjórn var mynduð eftir hrun. Hún ber ekki ábyrgð á öllu því sem aflaga fór. Núverandi ríkisstjórn undir forystu þeirra Jóhönnu og Steingríms er að taka til. Hún er að moka flórinn. Það er ekki áhlaupaverk í miðjum rústunum. Það þarf engum að koma á óvart enda þótt ýmislegt misfarist í þeirri allsherjarhreingerningu sem nauðsynleg er. Eða að tiltektin dragist. Eða að mismunandi skoðanir séu uppi á leiðum og stefnu og hraða endurreisnarinnar. Það eru engar töfralausnir til og það er ekki líklegt til vinsælda þegar draga þarf úr útgjöldum eða hækka skatta. Því miður hafa stjórnmálaflokkarnir á þingi grafið undan trausti á sjálfum sér með því að sitja enn í gömlu skotgröfunum, í þeirri ímynd sinni, að það kunni að hafa áhrif á fylgið! Með öðrum orðum eru þessi flokkaátök birtingarmynd af þeirri staðreynd að pólitíkin á Íslandi snúist enn um völdin þeirra í milli eða hvers um sig. Þar liggur meinið. Og misskilningurinn. Baráttan þessar vikurnar og mánuðina framundan snýst um þjóðarhag. Ekki flokksfylgi. Sem Samfylkingarmaður er mér ekki efst í huga kjörfylgi þess flokks í næstu kosningum, svo framarlega sem hann hefur þjóðarhagsmuni í fyrirrúmi í starfi sínu á þingi eða annars staðar. Við erum að reyna að bjarga þjóð en ekki flokkum. Það er verkefnið sem Alþingi á að sameinast um. Dapurlegast er þó að upplifa það umtal, þá gagnrýni og þann áróður að Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra valdi ekki verkefni sínu og allri skuld sé skellt á ríkisstjórn hennar. Rétt eins og tilvera hennar í ráðherrastólnum sé upphaf og endir þeirrar efnahagskreppu sem yfir okkur dundi. Fólk heimtar utanþingsstjórn eða þjóðstjórn og öflugt dagblað, sem ég nefni ekki einu sinni á nafn, hefur þá ritstjórnarstefnu að hæða forsætisráðherra og gera lítið úr henni, þessari konu, sem tekið hefur að sér að stýra því óumræðanlega erfiða verki, að rétta þjóðarskútuna við. Bloggsíður eru uppfullar af vandlætingu og orðbragði, sem er fyrir neðan alla virðingu. Úrtölumenn heimta nýtt fólk til forystu, eins og það bíði í biðröðum eftir að komast í stól forsætisráðherra. Eða sé til þess hæft. Hvað sem segja má um Jóhönnu Sigurðardóttur, þá er hún heiðarleg, hugrökk og forkur dugleg. Á þrjátíu ára ferli sínum sem stjórnmálamaður hefur hún verið sjálfri sér samkvæm, verið fulltrúi jafnréttis, heiðarleika og minni máttar. Mannorð hennar er óflekkað. Þvergirðingur segja sumir, en það er af því að hún hefur aldrei hvikað frá þeirri pólitísku köllun sinni að rétta hjálparhönd þeim sem minna mega sín. Hún er ekki fulltrúi neinna sérhagsmuna, hún er ekki í pólitík til að maka sinn eigin krók. Mér finnst leitun að slíkum einstaklingi eða hverskonar manneskju viljum við frekar til að stýra þjóðarskútunni út úr brimgarðinum? Ég segi: Það var lán að eiga hana að, þegar þessi ósköp öll dundu yfir. Þetta er ekki sagt af því að hún er flokkssystir mín. Þetta er sagt vegna fimmtíu ára reynslu af kynnum við fólk í félagsmálastörfum mínum, stjórnmálastörfum og úti um víðan völl. Ég tek hattinn ofan fyrir Jóhönnu og Steingrími, sem bæði hafa lagt allt undir til að takast á við verkefni, sem var og er í rauninni ofurmannlegt. Ég auglýsi að minnsta kosti eftir þeim einstaklingi, sem vill kasta sér út í þennan flór og fá skítkastið allt yfir sig. Að öðru leyti læt ég svo öðrum eftir að karpa um það sem gert er eða ógert. Hægt og sígandi munu hjólin snúast á nýjan leik. Þetta er þolinmæðisverk, björgunarstarf sem tekur sinn tíma og sinn toll.
Skoðun Matvælaframleiðslulandið Ísland – er framtíð án sérþekkingar? Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar
Skoðun Hlustum á okkar landsliðskonur - sýnum Ísrael rauða spjaldið Hrönn G. Guðmundsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar
Skoðun Í minningu Frans páfa - sem tók sér nafn verndardýrlings dýra og náttúru Árni Stefán Árnason skrifar
Skoðun Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson skrifar