
Til varnar Jóhönnu
Reiðin og gagnrýnin beinist nú sem endranær að ríkisstjórn og ráðherrum og reyndar að þeim flokkum sem að ríkisstjórninni standa. Það sést í skoðanakönnunum og tónninn er gefinn á mótmælafundum, svo ekki sé talað um öll pólitísku skúmaskotin. Ekki hjálpa heldur blaða-, sjónvarps- og útvarpsfréttir, sem dag eftir dag og kvöld eftir kvöld draga upp nýjar hryllingsmyndir af ástandinu.
Það gleymist hinsvegar að núverandi ríkisstjórn var mynduð eftir hrun. Hún ber ekki ábyrgð á öllu því sem aflaga fór. Núverandi ríkisstjórn undir forystu þeirra Jóhönnu og Steingríms er að taka til. Hún er að moka flórinn. Það er ekki áhlaupaverk í miðjum rústunum.
Það þarf engum að koma á óvart enda þótt ýmislegt misfarist í þeirri allsherjarhreingerningu sem nauðsynleg er. Eða að tiltektin dragist. Eða að mismunandi skoðanir séu uppi á leiðum og stefnu og hraða endurreisnarinnar. Það eru engar töfralausnir til og það er ekki líklegt til vinsælda þegar draga þarf úr útgjöldum eða hækka skatta.
Því miður hafa stjórnmálaflokkarnir á þingi grafið undan trausti á sjálfum sér með því að sitja enn í gömlu skotgröfunum, í þeirri ímynd sinni, að það kunni að hafa áhrif á fylgið! Með öðrum orðum eru þessi flokkaátök birtingarmynd af þeirri staðreynd að pólitíkin á Íslandi snúist enn um völdin þeirra í milli eða hvers um sig. Þar liggur meinið.
Og misskilningurinn. Baráttan þessar vikurnar og mánuðina framundan snýst um þjóðarhag. Ekki flokksfylgi. Sem Samfylkingarmaður er mér ekki efst í huga kjörfylgi þess flokks í næstu kosningum, svo framarlega sem hann hefur þjóðarhagsmuni í fyrirrúmi í starfi sínu á þingi eða annars staðar. Við erum að reyna að bjarga þjóð en ekki flokkum. Það er verkefnið sem Alþingi á að sameinast um.
Dapurlegast er þó að upplifa það umtal, þá gagnrýni og þann áróður að Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra valdi ekki verkefni sínu og allri skuld sé skellt á ríkisstjórn hennar. Rétt eins og tilvera hennar í ráðherrastólnum sé upphaf og endir þeirrar efnahagskreppu sem yfir okkur dundi. Fólk heimtar utanþingsstjórn eða þjóðstjórn og öflugt dagblað, sem ég nefni ekki einu sinni á nafn, hefur þá ritstjórnarstefnu að hæða forsætisráðherra og gera lítið úr henni, þessari konu, sem tekið hefur að sér að stýra því óumræðanlega erfiða verki, að rétta þjóðarskútuna við. Bloggsíður eru uppfullar af vandlætingu og orðbragði, sem er fyrir neðan alla virðingu. Úrtölumenn heimta nýtt fólk til forystu, eins og það bíði í biðröðum eftir að komast í stól forsætisráðherra. Eða sé til þess hæft.
Hvað sem segja má um Jóhönnu Sigurðardóttur, þá er hún heiðarleg, hugrökk og forkur dugleg. Á þrjátíu ára ferli sínum sem stjórnmálamaður hefur hún verið sjálfri sér samkvæm, verið fulltrúi jafnréttis, heiðarleika og minni máttar. Mannorð hennar er óflekkað. Þvergirðingur segja sumir, en það er af því að hún hefur aldrei hvikað frá þeirri pólitísku köllun sinni að rétta hjálparhönd þeim sem minna mega sín. Hún er ekki fulltrúi neinna sérhagsmuna, hún er ekki í pólitík til að maka sinn eigin krók. Mér finnst leitun að slíkum einstaklingi eða hverskonar manneskju viljum við frekar til að stýra þjóðarskútunni út úr brimgarðinum? Ég segi: Það var lán að eiga hana að, þegar þessi ósköp öll dundu yfir.
Þetta er ekki sagt af því að hún er flokkssystir mín. Þetta er sagt vegna fimmtíu ára reynslu af kynnum við fólk í félagsmálastörfum mínum, stjórnmálastörfum og úti um víðan völl. Ég tek hattinn ofan fyrir Jóhönnu og Steingrími, sem bæði hafa lagt allt undir til að takast á við verkefni, sem var og er í rauninni ofurmannlegt. Ég auglýsi að minnsta kosti eftir þeim einstaklingi, sem vill kasta sér út í þennan flór og fá skítkastið allt yfir sig.
Að öðru leyti læt ég svo öðrum eftir að karpa um það sem gert er eða ógert. Hægt og sígandi munu hjólin snúast á nýjan leik. Þetta er þolinmæðisverk, björgunarstarf sem tekur sinn tíma og sinn toll.
Skoðun

Hver á að fá súrefnisgrímuna fyrst?
Davíð Bergmann. skrifar

Baráttan um kjör eldra fólks
Jónína Björk Óskarsdóttir skrifar

Menntamál íslenskra grunnskólabarna hafa verið til umfjöllunar – sem er vel. Miklu verra er tilefnið
Karen Rúnarsdóttir skrifar

Elsku Íslendingar, styðjum saman Grindavík
Dagmar Valsdóttir skrifar

Svigrúm Eydísar á fölskum grunni
Kristinn Karl Brynjarsson skrifar

Betri vegur til Þorlákshafnar er samkeppnismál
Ólafur Stephensen skrifar

Óvirðing við lýðræðislegar hefðir, gegn stjórnarskrá, trúnaðarbrot gagnvart kjósendum
Arnar Þór Jónsson skrifar

Lík brennd í Grafarvogi
Diljá Mist Einarsdóttir skrifar

Er handahlaup valdeflandi?
Davíð Már Sigurðsson skrifar

Á jaðrinum með Jesú
Daníel Ágúst Gautason skrifar

Þeir sem verja stórútgerðina – og heimsvaldastefnuna
Karl Héðinn Kristjánsson skrifar

Gervigreindin beisluð
Hanna Kristín Skaftadóttir,Helga Sigrún Harðardóttir skrifar

Kúnstin að vera ósammála sjálfum sér
Heiða Ingimarsdóttir skrifar

Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn
Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson skrifar

Geislameðferð sem lífsbjörg
Ingibjörg Isaksen skrifar

Þetta eru ekki eðlileg vinnubrögð
Bryndís Haraldsdóttir skrifar

Stöðvum helvíti á jörðu
Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Sigríður Schram,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar

Hversu mikið er nóg?
Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar

Til þeirra sem fagna
Sigurður Gísli Bond Snorrason skrifar

Að semja er ekki veikleiki – það er forsenda lýðræðis
Elliði Vignisson skrifar

Tekist á um hvort lýðræðið á Íslandi sé virkt eða hvort hefðaréttur sé á völdum
Þórður Snær Júlíusson skrifar

Sumar og sól – en ekki alltaf sátt í sálinni
Ellen Calmon skrifar

Að flokka hver vinnur og hver tapar
Tryggvi Rúnar Brynjarsson skrifar

Hagur hluthafanna alltaf og undantekningarlaust í forgangi
Jón Kaldal skrifar

Má berja blaðamenn?
Sigríður Dögg Auðunsdóttir skrifar

Nýr rektor og 2025 – tímamót í háskólamálum
Ástráður Eysteinsson,Magnús Karl Magnússon,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Tinna Laufey Ásgeirsdóttir skrifar

Vonir um vopnahlé eins og hálmstrá
Sveinn Rúnar Hauksson skrifar

Samfélagið innan samfélagsins
Sigríður Svanborgardóttir skrifar

Til hamingju Íslendingar með nýja Óperu
Andri Björn Róbertsson skrifar

Hvers vegna hatar SFS smábáta? Svarið tengist veiðigjöldum
Kjartan Páll Sveinsson skrifar