Síðasta tækifærið forgörðum Guðbrandur Einarsson skrifar 12. ágúst 2010 06:00 Á fundi bæjarráðs Reykjanesbæjar hinn 29. júlí sl. var samþykkt að heimila skuldarabreytingu á kúluláni sem gefið var út þegar Reykjanesbær seldi Geysi Green Energy hlut sinn í HS orku. Breytingin fólst í því að Magma Energy yfirtæki lánið sem GGE hafði gefið út og yrði þar með greiðandi lánsins. Allir ráðsmenn Sjálfstæðisflokksins að viðbættum fulltrúa Framsóknarflokksins sem væntanlega er farinn að borga sjálfstæðismönnum fyrir sæti sitt í bæjarráði, greiddu þessu atkvæði sitt. Nýr fulltrúi Samfylkingarinnar í bæjarráði hafði enga skoðun á málinu og sat hjá. Það mátti auðvitað reikna með að sjálfstæðismenn samþykktu þennan gjörning en afstaða fulltrúa Framsóknar og Samfylkingar í þessu máli er algjör kúvending borin saman við afstöðu fulltrúa sömu flokka í síðustu bæjarstjórn. Það hefur komið í ljós í umræðu undanfarinna vikna og mánaða að mikill meirihluti íslensku þjóðarinnar er á móti því að HS orka verði í höndum einkaaðila með tilheyrandi framsali á nýtingarrétti náttúruauðlinda. Til þess að koma til móts við þennan vilja íslensku þjóðarinnar gat bæjarráð hafnað þessari skuldarabreytingu sem hefði væntanlega gert það að verkum að Magma hefði hætt við þessi viðskipti sem að mestu leyti eru fjármögnuð með yfirtöku á lánum og aflandskrónum. Þarna fór því forgörðum síðasta tækifærið, sem við höfðum til þess að koma í veg fyrir þessi viðskipti, án þess skapa íslensku þjóðinni milljarða skaðabótaskyldu ef til riftunar kæmi. Skilanefndir bankanna geta því fullnustað viðskipti sín við Magma Energy. Bæjarráðsmenn í Reykjanesbæ hafa engan áhuga á því að reyna að koma í veg fyrir það. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guðbrandur Einarsson Mest lesið Virðing fyrir kennurum eykur árangur nemenda Íris E. Gísladóttir Skoðun Viljum við semja frið við náttúruna? Harpa Fönn Sigurjónsdóttir Skoðun Afleysing fyrir kennara í Hafnarfirði - tvítug með hreint sakavottorð Kristín Björnsdóttir Skoðun Hvers virði er innbúið? Hrefna Kristín Jónsdóttir Skoðun Kirkjusókn ungra drengja Ása Lind Finnbogadóttir Skoðun Að eitra Hvalfjörð Haraldur Eiríksson Skoðun Keyrt í gagnstæðar áttir við Vonarstræti Ólafur Stephensen Skoðun Elskar þú að taka til? Þóra Geirlaug Bjartmarsdóttir Skoðun Vigdís og Súðavík Ásta F. Flosadóttir Skoðun Ógnir við öryggi kvenna í sundi, fangelsi og íþróttum Auður Magndís Auðardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hvers virði er innbúið? Hrefna Kristín Jónsdóttir skrifar Skoðun Viljum við semja frið við náttúruna? Harpa Fönn Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Virðing fyrir kennurum eykur árangur nemenda Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Hinn dökki fíll í rými jafnréttis Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Í tilefni af kjaradeilu FÍL og LR vegna listamanna í Borgarleikhúsinu Hrafnhildur Theodórsdóttir skrifar Skoðun Keyrt í gagnstæðar áttir við Vonarstræti Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Rannsóknir í Hvalfirði skapa enga hættu Salome Hallfreðsdóttir skrifar Skoðun Hagsmunasamtök ESB gegn togveiðum: Hvað er í húfi fyrir Ísland? Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Litla flugan Rebekka Hlín Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Um jarðgöng, ráðherra og blaðamenn Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Elskar þú að taka til? Þóra Geirlaug Bjartmarsdóttir skrifar Skoðun Gervigreind, fordómar og siðferði – nýir tímar, ný viðmið Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Kirkjusókn ungra drengja Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Vigdís og Súðavík Ásta F. Flosadóttir skrifar Skoðun Heimskan í Hvíta húsinu – forðumst smit Halldór Reynisson skrifar Skoðun Ég á lítinn skrítinn skugga – langtímaáhrif krabbameina Hulda Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Traustur leiðtogi með fjölbreytta reynslu Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Sameiginleg markmið en ólíkar þarfir Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Hver verður flottust við þingsetningu? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Vítisfjörður Guðni Ársæll Indriðason skrifar Skoðun Haukur Arnþórsson og misskilningur hans um hæfi Sigurjóns Þórðarsonar Þórólfur Júlían Dagsson skrifar Skoðun Tíminn er núna Ugla Stefanía Kristjönudóttir Jónsdóttir skrifar Skoðun Slæmt hjónaband Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Hinir heimsku Ólympíuleikar Rajan Parrikar skrifar Skoðun Að eitra Hvalfjörð Haraldur Eiríksson skrifar Skoðun Á að leyfa starfsfólki að staðna? Jón Jósafat Björnsson skrifar Skoðun Fórnarlömb falsfrétta? Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Afleysing fyrir kennara í Hafnarfirði - tvítug með hreint sakavottorð Kristín Björnsdóttir skrifar Skoðun Ógnir við öryggi kvenna í sundi, fangelsi og íþróttum Auður Magndís Auðardóttir skrifar Skoðun Verkföll kennara 2.0 – Leið úr ógöngum? Ragnar Þór Pétursson skrifar Sjá meira
Á fundi bæjarráðs Reykjanesbæjar hinn 29. júlí sl. var samþykkt að heimila skuldarabreytingu á kúluláni sem gefið var út þegar Reykjanesbær seldi Geysi Green Energy hlut sinn í HS orku. Breytingin fólst í því að Magma Energy yfirtæki lánið sem GGE hafði gefið út og yrði þar með greiðandi lánsins. Allir ráðsmenn Sjálfstæðisflokksins að viðbættum fulltrúa Framsóknarflokksins sem væntanlega er farinn að borga sjálfstæðismönnum fyrir sæti sitt í bæjarráði, greiddu þessu atkvæði sitt. Nýr fulltrúi Samfylkingarinnar í bæjarráði hafði enga skoðun á málinu og sat hjá. Það mátti auðvitað reikna með að sjálfstæðismenn samþykktu þennan gjörning en afstaða fulltrúa Framsóknar og Samfylkingar í þessu máli er algjör kúvending borin saman við afstöðu fulltrúa sömu flokka í síðustu bæjarstjórn. Það hefur komið í ljós í umræðu undanfarinna vikna og mánaða að mikill meirihluti íslensku þjóðarinnar er á móti því að HS orka verði í höndum einkaaðila með tilheyrandi framsali á nýtingarrétti náttúruauðlinda. Til þess að koma til móts við þennan vilja íslensku þjóðarinnar gat bæjarráð hafnað þessari skuldarabreytingu sem hefði væntanlega gert það að verkum að Magma hefði hætt við þessi viðskipti sem að mestu leyti eru fjármögnuð með yfirtöku á lánum og aflandskrónum. Þarna fór því forgörðum síðasta tækifærið, sem við höfðum til þess að koma í veg fyrir þessi viðskipti, án þess skapa íslensku þjóðinni milljarða skaðabótaskyldu ef til riftunar kæmi. Skilanefndir bankanna geta því fullnustað viðskipti sín við Magma Energy. Bæjarráðsmenn í Reykjanesbæ hafa engan áhuga á því að reyna að koma í veg fyrir það.
Afleysing fyrir kennara í Hafnarfirði - tvítug með hreint sakavottorð Kristín Björnsdóttir Skoðun
Skoðun Í tilefni af kjaradeilu FÍL og LR vegna listamanna í Borgarleikhúsinu Hrafnhildur Theodórsdóttir skrifar
Skoðun Hagsmunasamtök ESB gegn togveiðum: Hvað er í húfi fyrir Ísland? Svanur Guðmundsson skrifar
Skoðun Haukur Arnþórsson og misskilningur hans um hæfi Sigurjóns Þórðarsonar Þórólfur Júlían Dagsson skrifar
Skoðun Afleysing fyrir kennara í Hafnarfirði - tvítug með hreint sakavottorð Kristín Björnsdóttir skrifar
Afleysing fyrir kennara í Hafnarfirði - tvítug með hreint sakavottorð Kristín Björnsdóttir Skoðun